Fyrir myndræna framsetningu á ástandinu í Úkraínu

Ég ætla að leyfa mér að mæla með lýsingum og myndrænni framsetningu BBC um ástandið í Úkraínu. Mér finnst hún upplýsandi og miklu betri en stuttu smellibeitufréttir íslensku fjölmiðlana sem fjalla yfirleitt um einhverjar fullyrðingar einhverra embættismanna.

Sjá hér: 

https://www.bbc.com/news/world-europe-60506682

Sem dæmi um notagildi er þetta kort:

Í kringum borgina Kharkiv sjást pílur: Þær úkraínsku benda á borgina og þær rússnesku benda í áttina frá borginni og til suðurs og austurs. Við lesum að Úkraínuher sé að vinna sigra á svæðinu en það er jafnvel líklegt að her Rússa sé einfaldlega að yfirgefa svæðið ("They believe Russian fighters have left, and it is mostly men from the separatist Donbas region they are fighting," sjá hér).

En skiptir munurinn máli? Já, því ef það er verið að saxa niður rússneska herinn þá er það almennt til merkis um að Úkraína sé að vinna á en ef Rússarnir eru einfaldlega að flytja herlið til austurs og suðurs þá er skammgóður vermir að þeir séu að yfirgefa Kharkiv.

Sama hvað, flott kort hjá BBC sem auk skýringatexta veita góða innsýn. Þeir sem vilja rússnesku útgáfuna geta smellt hérna (ef það er ekki búið að loka á þig í því ríki sem þú ert í).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt þegar innrásarher yfirgefur vígstövarnar, hættir árásarhernaði, er hann bara að yfirgefa svæðið.  Farinn heim í kaffi?  Meikar sens, not!

Bjarni (IP-tala skráð) 16.5.2022 kl. 12:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þeir eru ófáir sem hafa tekið því trúanlega að rússneski herinn sé að breyta um fókus. Hafði mögulega í upphafi ætlað að ráðast beint í að ná höfuðborginni en orðið lítið ágengt, eða hafi frá upphafi bara verið að eyða innviðum og hernaðarmannvirkjum og heldur á næsta stað að því loknu. Nú segja ýmsir að markmiðið sé að tryggja stöðu sína í Donbass og meðfram suðurhluta Úkraínu allt að héröðum rússneskumælandi minnihluta í Moldóvu.

Meikar sens? Skiptir ekki máli því það er ekkert víst að þetta hernaðarbrölt Rússa fylgi neinni lógík.

Geir Ágústsson, 16.5.2022 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband