Fimmtudagur, 12. maí 2022
Einfalt gert flókið
Búið er að auglýsa starf sóttvarnalæknis hjá embætti landlæknis enda er sá í þeirri stöðu í dag búinn að segja upp og útskýra þá uppsögn með því að hann hafi sigrast á heimsfaraldri. Auglýsinguna birti ég hér í heild sinni til að leggja áherslu á hvað hún er löng:
Starf sóttvarnalæknis hjá embætti landlæknis
Embætti landlæknis auglýsir starf sóttvarnalæknis laust til umsóknar. Um starf sóttvarnalæknis fer samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 með síðari breytingum, reglugerðum sem og öðrum lögum eftir því sem við á. Í sóttvarnalögum segir að embætti landlæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Enn fremur að við embætti landlæknis skuli starfa sóttvarnalæknir sem ber ábyrgð á sóttvörnum. Sóttvarnalæknir er jafnframt sviðsstjóri sóttvarnarsviðs og situr í framkvæmdastjórn embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna og almennum og opinberum sóttvarnaráðstöfunum, þar með talið ráðstöfunum vegna heilsufarslegra afleiðinga sýkla. Starf sóttvarnalæknis tekur einnig til eiturefna, geislavirkra efna og óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar.
- Skv. 5. gr. sóttvarnalaga er verksvið sóttvarnalæknis aðallega eftirfarandi (vakin er athygli á að endurskoðun sóttvarnalaga er hafin og því kann að verða einhver breyting á):
1. Að skipuleggja og samræma sóttvarnir og ónæmisaðgerðir um land allt, m.a. með útgáfu leiðbeininga um viðbrögð við farsóttum.
2. Að halda smitsjúkdómaskrá til að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma með öflun nákvæmra upplýsinga um greiningu þeirra frá rannsóknastofum, sjúkrahúsum og læknum.
3. Að halda skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum.
4. Að koma upplýsingum um útbreiðslu smitsjúkdóma, innan lands sem utan, með reglubundnum hætti og eftir þörfum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna.
5. Að vera læknum og öðrum, sem við sóttvarnir fást, til ráðgjafar.
6. Að hafa umsjón með forvörnum gegn smitsjúkdómum, m.a. upplýsingum og fræðslu til almennings um þessi efni.
7. Að vera tengiliður Íslands við samsvarandi tengilið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í samræmi við ákvæði alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar.
8. Að gera faraldsfræðilega rannsókn á uppruna smits, og eftir atvikum hefja smitrakningu, þegar brotist hefur út hópsýking eða farsótt sem ógnað getur heilsu manna.
9. Að gera tillögur til ráðherra um hvort gripið skuli til sóttvarnaráðstafana skv. 2. mgr. 12. gr., 13. og 14. gr.
10. Að taka ákvörðun í tilefni af hættu á útbreiðslu smits frá tilteknum einstaklingi, svo sem um heilbrigðisskoðun, sóttkví, einangrun eða aðrar nauðsynlegar ráðstafanir, sbr. 14. gr., og eftir atvikum fara með mál fyrir dóm, sbr. 15. gr.
11. Að opna sóttvarnahús á vegum stjórnvalda, eftir því sem þörf þykir vegna farsótta.
- Stjórn sóttvarnasviðs.
- Gerð viðeigandi viðbragðsáætlana í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði og samstarfi við landlækni og aðra sviðsstjóra embættisins.
Hæfniskröfur
Íslenskt lækningaleyfi ásamt sérfræðimenntun í læknisfræði.
- Þekking á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra er skilyrði.
- Þekking og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg.
- Þekking á sviði stjórnsýslu er æskileg.
- Reynsla af vísindarannsóknum er æskileg.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði, vald á einu norðurlandamáli er kostur.
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi samstarfshæfni og geta til að starfa undir álagi.
Önnur útgáfa
Sem ókeypis þjónusta við mögulega umsækjendur býð ég hér upp á einfaldaða og öllu skiljanlegri starfslýsingu sem er hvorki mótsagnarkennd né veruleikafirrt.
Gjörið svo vel:
Getan til að geta lesið og hlustað á, á íslensku, hvað RÚV endurvarpar frá CNN.
Verði ykkur að góðu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað, og þá getur þú sótt um ef þú finnur einhvern sem getur lesið löngu orðin og stillt tækin þín á RUV fyrir þig.
Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 19:21
Vagn,
Þótt ég uppfylli þau skilyrði sem þarf til að framkvæma embættisverk sóttvarnalæknis þá uppfylli ég því miður ekki lagalegar kröfur til embættisins, svo sem að hafa íslenskt lækningaleyfi. Ég þakka samt fyrir áskorunina og efast raunar um að ég þurfi að lesa upp löngu orðin því íslensk stjórnsýsla er svo yfirfull af stoðdeildum og aðstoðarmönnum að það þarf örugglega ekki að skeina sér sjálfur.
Geir Ágústsson, 12.5.2022 kl. 19:38
En varst þú ekki að segja að "Getan til að geta lesið og hlustað á, á íslensku, hvað RÚV endurvarpar frá CNN." væri nóg? Með smá hjálp frá góðu fólki stæðist þú það viðmið og þyrftir ekkert að hafa þessar áhyggjur af löngu orðunum.
Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 19:46
Vagn,
Ég hef ekki þessa getu til að lesa og horfa á efni RÚV, svo aftur fell ég á inntökuprófinu. Væflast stundum inn á CNN bara til að sjá hvað RÚV þýðir næst en mikið lengra nær það ekki.
Geir Ágústsson, 12.5.2022 kl. 20:37
Þú hefur ekki getu til að lesa og horfa á efni RÚV en telur þig fullfæran um að fella dóma um það. Það samræmist vel flestu sem frá þér kemur.
Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 23:52
Einu sinni borðaði ég ólívu og fannst hún vond. Ég þarf ekki að endurtaka þá æfingu daglega.
Geir Ágústsson, 13.5.2022 kl. 06:31
Ég er nokkuð viss um að þér hafi ekki fundist fyrsti bjórsopinn góður. Og sjáum þig núna, grenjandi eins og stunginn grís þegar pöbbum er lokað.
Vagn (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 07:49
Það hefði mátt spara heilmikið blek með því að hafa bara hæfni lýsingu og bæta inn í hana- hæfni til að fara að fyrirmælum WHO.
Ragnhildur Kolka, 13.5.2022 kl. 08:41
Athyglisvert að í þessari löngu auglýsingu er engin krafa gerð um neina þekkingu á þeim stjórnarskrárbundnu mannréttindum sem sá sem hreppir starfið fær heimild til að skerða samkvæmt sóttvarnalögum. Svo er gerð krafa um þekkingu á stjórnsýslu, en ekki stjórnsýslulögum.
Það verður fróðlegt að sjá listann yfir umsækjendur.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2022 kl. 15:24
Sá sem verður ráðinn getur víst tekið sér korter í að renna yfir viðeigandi hluta stjórnsýslulaga og grein Stjórnarskrár ef einhver þörf skapast fyrir að hann hafi þá þekkingu einhvern tíman á næstu áratugum.
Starf sóttvarnalæknis er annað en menn hér virðast halda. Covid tímabilið var undantekning og frávik frá venjubundnum störfum sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir kom með tilllögur og veitti ráðgjöf. Ráðherra setti reglur og tók ákvarðanir um skerðingar. Ekki er gerð nein krafa um að ráðherrar þekki stjórnarskrá, stjórnsýslulög eða kunni yfir höfuð að lesa.
Vagn (IP-tala skráð) 14.5.2022 kl. 19:48
Vagn.
Athugasemdir eins og þessi staðfesta einmitt meiningu mína.
Meðal verkefna sóttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnalögum:
Allt ofangreint eru stjórnvaldsákvarðanir sem geta m.a. snúist um:
Svo er beinlínis áskilið að við slíka ákvarðanatöku skuli gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til mannréttinda. Það krefst lögfræðikunnáttu en ekki læknisfræðimenntunar.
Og þú telur ekki þörf á að sá sem fer slík völd hafi neina þekkingu á mannréttindum og stjórnsýslurétti?
Telur þig svo vera hinn rétta til að "leiðrétta" aðra með því að vísa til verkaskiptingar milli ráðherra og sóttvarnalæknis?
Læt hér staðar numið.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2022 kl. 20:17
Það er ekki starfsmanna að meta og dæma hvort lög sem þeim er gert að starfa eftir (hvað þá sá hluti þeirra sem, eins og flestar klippurnar hér að ofan, á við þegar neyðarástand skapast) standist mannréttindasáttmála og stjórnsýslurétt, sama hvort það er sóttvarnalæknir, stöðumælavörður, fangavörður eða kennari og sú krafa er ekki gerð að allir opinberir starfsmenn séu lögfræðimenntaðir.
Verksvið sóttvarnalæknis þegar ekki er hætta á farsótt innanlands.
Vagn (IP-tala skráð) 14.5.2022 kl. 23:44
Vagn,
Það er öllum drullusama um embætti sem framleiða bara pappír og halda úti heimasíðu. Hér er um að ræða embætti sem getur í ákveðnum tilfellum gripið stjórnsýsluna í punginn og traðkað á sjálfsögðum réttindum fólks og fyrirtækja.
Geir Ágústsson, 15.5.2022 kl. 14:41
Að setja samborgarana í lífshættu eru ekki sjálfsögð réttindi fólks og fyrirtækja.
Vagn (IP-tala skráð) 15.5.2022 kl. 16:18
Vagn virðist ekki hafa hugmynd um þá staðreynd að á öllum opinberum starfsmönnum hvílir skylda til að virða mannréttindi og stjórnsýslulög við alla ákvarðanatöku. Vonandi er Vagn ekki opinber starfsmaður.
Enginn nema Vagn og hans líkar tala um einhvern meintan eða ekki rétt til að stofna lífi annarra í hættu. Að stofna lífi annarra í hættu er refsivert ef það er gert vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi. Að njóta mannréttinda er ekki að fara að stofna lífi neins í hættu. Þvert á móti er það eitt af grundvallarmarkmiðum þeirra að vernda fólk gegn slíku.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2022 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.