Föstudagur, 25. mars 2022
Viðskiptaþvinganir ekki viðeigandi - aldrei
Saga viðskiptaþvingana er saga barnadauða, hungursneyða, farsótta, þjáninga og dauðsfalla almennra borgara. Foringjarnir halda áfram að drekka kampavín í höllunum sínum og ota hermönnum sinum út í opinn dauðann. Viðskiptaþvinganir virka ekki og þeir sem beita þeim eru barnamorðingjar. Einfalt, klippt og skorið.
Viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi hafa allar áðurnefndar neikvæðar afleiðingar en að auki aðra og mjög alvarlega: Þær eru að kljúfa heiminn í tvennt. Að Rússlandi dragast nú kaupendur að orku þeirra og hráefnum sem Vesturlönd vilja ekki lengur, eða réttara sagt yfirvöld vestrænna ríkja því almenningur væri alveg til í að borga ekki svimandi fjárhæðir í eldsneyti, orku og matvæli.
Viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi eru ekki að fara hrekja rússneska hermenn úr verkefnum sínum.
En hvað er þá til ráða til að stuðla að friði í Úkraínu, þar sem nú geysa stríðsátök sem eru sömuleiðis lífshættuleg almennum borgurum?
Ég veit það ekki, satt að segja. En um leið veit ég hvað virkar ekki, sem er það sem er verið að gera í dag. Útilokunaraðferðin er góð og gild og segir að viðskiptaþvinganir gegn rússneska hagkerfinu í heild sinni eru barnamorð í boði okkar.
Viðskiptaþvinganir ekki viðeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Athugasemdir
Þegar þau takmörk eru sett á ríki að stunda stríð eða fæða borgarana þá er það ekki þeirra sem þvinga stjórnvöld til að velja ef stjórnvöld kjósa barnadauða, hungursneyðir, farsóttir, þjáningar og dauðsföll almennra borgara frekar en frið.
Ef stjórnendur í Rússlandi hefðu ekki verið kosnir, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, og eru enn studdir af þessum saklausa ábyrgðarlausa almenningi sem á hug þinn allan. Og hermennirnir sem skjóta á sjúkrahúsin væru einstæðingar á ofurlaunum og lúxusfæði sem ekki eiga börn, maka, foreldra og systkini meðal þessa sama almennings. Þá gæti verið eitthvað smá vit í því sem þú heldur fram. En það hefur sýnt sig að viðskiptaþvinganir virka oftast ágætlega til þess sem þær eru ætlaðar. Og þú þarft ekki að hræðast það að ríkin sem mesta þörf hafa fyrir að selja sínar vörur þar sem hæstu verðin fást fari að styggja þá kaupendur með því að versla við Rússa í magni og á verðum sem skila Rússum einhverjum ábata.
Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 03:13
"En það hefur sýnt sig að viðskiptaþvinganir virka oftast ágætlega til þess sem þær eru ætlaðar."
Hvar? Hvenær?
Geir Ágústsson, 26.3.2022 kl. 05:07
Sumir segja að Þýzkaland sé að fjármagna stríð Pútíns með kaupum á olíu og gasi
USA var með áætlun um að hirða olíu til að greiða fyrir stríðsrekstur sinn í Kuwait og Írak
En ég hef aldrei heyrt hver fjármagnaði Hitler, hef þó lesið um Byssur og Brauð hagfræði sem varla virkar í nútíma samfélagi?
Grímur Kjartansson, 26.3.2022 kl. 09:58
Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur fór Géorgía sinn veg. 4 árum seinna sögðu rússarnir í því landi skilið við Géorgíu. Á þessum svæðum var bókstaflege 99,9 prósent fylgandi aðskilnaði frá Géorgíu. Á þessum punkti ákváðu Géorgíu menn að fara með her sinn inn í svæðin þar sem bókstaflega 99.9 prósent fólkins vildi aðskilnað og þótti það bara ágjæt hugmind. Að sjálfsögðu kom rússland rússonum til varnar. Á þessum tímapunkti ákvað bandaríkjaforseti að fordæma "innrás rússa" eins og rússarnir hevðu ekki firir löngu sact skilið við Géorgíu og lýsti yfir fullum stuðningi við beinlínis idíottískar krövur Gjeorgíumanna. Síðan endurtók sagan sig. Með úkraínu. að rót vandans sé að leita til vægast sact oraunhæfna krafna úkraínumenna til svæða þar sem ekkert nema rússar búa virðist vera ivir hausinn á vesturlandabúanum.
Jósep (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 11:17
Nú hef ég áhyggjur af sjálfum mér, ég er farinn að verða sammála Vagni. Nema kannski að ég efast um að Pútín hafi í raun verið kosinn, nema kannski í byrjun þessarar aldar. Síðan drap hann (stundum í orðsins fyllstu merkingu) niður alla andstöðu við sig og fór að stjórna með valdi óttans.
Ég er hinsvegar ekki sammála Jósefi. Nú þekki ég ekki sögu Georgíu, en ég veit að þar sem Rússar eru fjölmennir í Úkraínu, er það fyrst og fremst vegna þjóðarmorðs Stalíns á Úkraínumönnum (4 milljónir) og Tatörum (á Krímskaganum, eftir það fylltist allt af Rússum þar.)
Theódór Norðkvist, 26.3.2022 kl. 13:49
Annars hvet ég alla hér til að kíkja á grein Sigurðar Sigurðarsonar um málið. Hann rekur vel hvers vegna aðgerðirnar bíta ekki eins og til er ætlast.
Theódór Norðkvist, 26.3.2022 kl. 13:51
Afleiðingar viðskiptaþvingana verður ekki settar á herðar þeirra sem beita þeim heldur þeirra sem réttilega kalla þær yfir sig.
Ef vilji ofbeldisseggja er að viðskiptaþvingunum verði aflétt þá er það þeirr að láta af ofbeldisverkunum.
Bjarni (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 17:43
Bjarni, þetta er í sjálfu sér rétt, en þar sem Rússland er stór útflytjandi olíu og gass, þá er óhjákvæmilegt að það að loka þá úti frá markaðnum, hefur áhrif á verð.
Einfaldlega vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn. Það er óskandi að arabaríkin og BNA auki sína framleiðslu á móti, en við getum engan veginn treyst á það.
Sérstaklega ekki hvað varðar Persaflóaríkin, sem eru ekki þau sterkustu á mannréttindasvellinu og því líklegri til að standa með Rússum frekar en frjálsa heiminum. Sama má segja um Kína og kannski Indland.
Theódór Norðkvist, 26.3.2022 kl. 19:06
"En ég hef aldrei heyrt hver fjármagnaði Hitler,"
Planið hjá honum var að ræna Pólland, Frakkland, Danmörku ofl. Og það gerði hann. Allt landið var á hvínandi kúpunni, rekið samkvæmt marxískri hugmyndafræði. Allt var þjóðnýtt.
Hann gerði innrás í Sovétið áður en hann varð uppiskroppa með eldsneyti. Hann varð...
Semsagt... ekkert fjármagnað. Ekki í alvöru.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2022 kl. 19:38
"Hvar? Hvenær?" Eiginlega nær allstaðar og alltaf. Viðskiptahöft skapa óánægju innanlands, óróa og mótspyrnu við hegðun stjórnvalda. Og oft þarf þá ekki mikið til að her, lögregla og almenningur verði ógn við líf og heilsu stjórnenda.
Valdarán, uppreisn eða borgarastríð verður helsta áhyggjuefni stjórnenda. Orka stjórnvalda fer í að halda friði innanlands og spara skotfærin þegar þeir vildu helst geta einbeitt sér að öðru, eins og til dæmis hernaðaruppbyggingu og að kúga nágranna sína.
Viðskiptahöftin á Rússland eru að grafa undan stuðningi við Putin, Meðal almennings, oligarkanna og í stjórnkerfinu öllu. Rússneski herinn hefur átt í erfiðleikum með endurnýjun og viðhald síðan vopnasölubann var sett á Rússland. Og núna eru vopnaframleiðsla og vígvélar þeirra að stöðvast vegna skorts á varahlutum og íhlutum sem kaupa þarf erlendis frá.
Viðskiptabannið er að virka, og það jafnvel betur en menn áttu von á. Pútin gæti mögulega tórað áfram en hernaðarveldi Rússa er á leið til steinaldar. Björninn er að missa síðustu tennurnar og rödd Rússa sem stórveldi endanlega að þagna.
Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 19:41
Ég er ennþá að lýsa eftir dæmum.
Castro? Nei.
Saddam? Nei.
Íran? Nei.
Norður-Kórea? Nei.
Hvar? Hvenær? Og völvuspár, eins skemmtilegar og þær eru, eru ekki dæmi.
Geir Ágústsson, 26.3.2022 kl. 21:21
Þú lýsir aftur eftir dæmum og ætla því að endurtaka það sem ég hef áður sagt, abyrgðin á afleiðingum viðskiptahafta verður ekki sett á herðar þeirra sem fyrir þeim standa heldur þeirra sem til þeirra vinna með ofbeldi og yfirgangi
Bjarni (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 23:35
Castro? Já, hafa ekki angrað neinn nágranna síðan og hættu allri útþenslustefnu.
Saddam? Já, hafa ekki angrað neinn nágranna síðan og hættu allri útþenslustefnu.
Íran? Já, hafa ekki angrað neinn nágranna síðan og hættu allri útþenslustefnu.
Norður-Kórea? Já, hafa ekki angrað neinn nágranna síðan og hættu allri útþenslustefnu.
Tilgangur viðskiptaþvingana er ekki hernaðarsigur. Tilgangur viðskiptaþvingana er til dæmis að gera stjórnvöldum efnahagslega ómögulegt að vinna hernaðarsigra.
Að telja upp það sem liðið er er ekki spádómur. Minnkandi stuðningur við Putin, erfiðleikar með endurnýjun og viðhald hergagna og skortur á varahlutum og íhlutum eru engar völvuspár. Og við erum búnir að vera að horfa á hernaðarveldi Rússa á leið til steinaldar. Björninn að missa síðustu tennurnar og rödd Rússa sem stórveldi endanlega að þagna. Hið mikla fyrrum herveldi sem heimurinn bar óttablandna virðingu fyrir er í dag aðhlátursefni á undanhaldi frá nokkrum bændum í smáríki sem stjórnað er af grínista. Þannig að það er ekki nein spá.
Vagn (IP-tala skráð) 27.3.2022 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.