Þessar háfleygu áætlanir

Mikið hlýtur að vera erfitt að tilheyra hinni alþjóðlegu stjórnmálaelítu. Eilíf vonbrigði!

Elítan vill að við hættum að leita að olíu og gasi og hættum að nota kol. Og hvað gerist? Eftirspurnin eftir nákvæmlega þessum orkugjöfum eykst í sífellu og hefur aldrei verið meiri. Þeir sem eiga þessar auðlindir eru að skófla inn seðlum sem þeir ætla að nota til að fjárfesta í enn meira framboði. 

Elítan vill að við skerum á öll tengsl við Rússa (þar á meðal rússneskan almenning, íþróttafólk og skyndibitastaði). Og hvað gerist? Ríki austan og sunnan við Rússland keppast við að stofna til viðskiptasambanda við Rússland og hirða þá rússnesku orku og aðrar auðlindir sem er búin að missa kaupendur til vesturs.

Elítan vill að við höldum áfram að sprauta okkur með gagnslausu glundri sem er mögulega stórhættulegt. Og hvað gerist? Fleiri og fleiri ríki eru að henda glundrinu í ruslið og skila aftur borgaralegum réttindum borgara sinna. Fólk hikar við að plata börn sín í sprautur. Hlutabréf lyfjafyrirtækja lækka. 

Elítan vill helst ekki að við ferðumst of mikið og það hlakkaði í henni þegar ríki heims lokuðu fólk inni í nafni veiruvarna og skelltu í lás á landamærunum. Vonir stóðu til að fólk myndi bara njóta þess að hringsóla í garðinum sínum um alla tíð og gleyma öllu um utanlandsferðir. En svo fór ekki.

Ef ekki væri fyrir svimandi launagreiðslur, fríðindi, athygli og ótakmarkaðan aðgang að kampavíni þá mætti halda að tilvera stjórnamálaelítunnar væri full af gremju og vonbrigðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fæ stundum efasemdir um viðskiptabönn, en hvað á að gera við brjálæðing sem veður inn í önnur lönd á skítugum hermannastígvélum ef sá brjálæðingur er með fingur á kjarnorkuvopnatakka?

Theódór Norðkvist, 23.3.2022 kl. 16:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Það er auðvitað lykilspurningin.

Mig vantar dæmi, helst nokkur, þar sem viðskiptaþvinganir á venjulegt samfélag fólks hafa haft áhrif á hegðun moldríks einræðisherra með alla þræði á sinni hendi. Og þá án þess að drepa alltof mörg börn í leiðinni.

Geir Ágústsson, 23.3.2022 kl. 21:15

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, því miður er það fyrst og fremst almenningur í Rússlandi sem líður, rétt eins og almenningur í Úkraínu af sjálfu stríðinu.

Ágætis grein á Mbl um þetta, m.a. bent á að viðskiptaþvinganir á Íran höfðu ekki áhrif á stefnu æjatollans og þrátt fyrir að Rússlans sé að mörgu vanþróað ríki, eru þeir samt mun sterkari efnahagslega en Íran.

Nenni ekki að fara í HTML-ham núna þannig að ég set inn tengilinn hráan. Geri ráð fyrir að þú Geir vitir hvernig á að opna hann, en fyrir aðra þá bara velja textann, hægrismella og opna í nýjum flika.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/23/verstu_mogulegu_refsiadgerdirnar/

Theódór Norðkvist, 24.3.2022 kl. 00:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er þannig séð ágæt greining en hér er önnur betri:

https://mises.org/wire/will-biden-sanction-half-world-isolate-russia

"Now, by extending very harsh sanctions to Russia, the US is greatly expanding the scope of its sanction regime, and to a country that is far more globally connected than Iran or Cuba or North Korea. It's one thing to demand other countries sanction a handful of small countries with a small global economic footprint. It's quite something else to demand that the world go along with US sanctions of a large country like Russia."

"Moreover, the US's recent seizure of Russia's central bank reserves should make any regime think twice about holding large amounts of dollars. If Washington can do it to Russia, Washington can do it to anyone, and other regimes are likely to see this and slowly flee the dollar. 

Washington, however, thinks only in the short term, and it's clear that the US regime now fancies itself the leader of some kind of new world order in which are revived old notions of a "free world" (i.e., the "first world") followed by lesser regions of poorer states and rogue states. The United States, though, is no longer in any position to remake the world in its image. It's not 1945 or even 1970, so the United States will find itself contending with a Global South that has many more options than it did in the first decades following the Second World War. "

Þetta minnir á iðnaðarmanninn sem er bara með eitt verkfæri - hamarinn - og sér bara nagla. 

Geir Ágústsson, 24.3.2022 kl. 11:44

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

7% af íbúum Jemen eru algjörlega háð erlendum matargjöfum til að tóra
að hluta til vegna viðskiptaþvingana sem við íslendingar tökum þátt í

yemen.pdf (treasury.gov)

Grímur Kjartansson, 25.3.2022 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband