Miðvikudagur, 23. mars 2022
Lygar og trúgirni
Sem dyggur áhorfandi á sjónvarpsfréttir og lesandi helstu fjölmiðla og hlustandi á hefðbundna umræðuþætti í útvarpi þá hefur þú sennilega ekki hugmynd um að sonur forseta Bandaríkjanna var og jafnvel er ennþá með vægast sagt drungaleg tengsl við ýmis hagsmunaöfl í Úkraínu og hefur meðal annars komið vafasömum viðskiptamönnum í beint samband við föður sinn sem þá var varaforseti (ég efast um að einhver nenni að beygja reglurnar til að komast í samband við Bandaríkjaforseta í dag, enda lítið eftir í þeirri skel).
Og hvers vegna hefur þú sem dyggur neytandi hefðbundinna frétta ekki hugmynd um neitt af þessu? Jú, því það mátti jú ekki spilla forsetaframboði Biden með því að afhjúpa dularfull tengsla - fjölskyldutengsl - við landlæga spillingu ákveðinna heimshluta.
New York Post, eitt elsta dagblaða Bandaríkjanna, reyndi vissulega að flytja fréttir af baktjaldamakki Biden-feðga en samfélagsmiðlar lokuðu á dreifingu slíks, a.m.k. þar til búið var að klára kosningarnar. Þetta minnir á að ekki mátti tala um að veira hefði átt uppruna sinn á rannsóknarstofu fyrr en eftir sömu kosningar. Allt tilviljanir auðvitað.
Fjölmiðlar eru áróðursmaskína, bæði þá og nú. Maður má þakka fyrir að þeir segi rétt frá fjölda marka í fótboltaleik.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Hvaða erindi á þessi frásögn við samtímann? Þeir sem ekki hafa lengi vitað um stjórnarsetu Huners í Úkraínu hafa verið illa úti á túni. Hvernig skýrir hún innrás Pútíns? Áhyggjuefnið er miklu fremur trúgirni þeirra sem ljá uppvakningum fasisma og kommúnisma eyra. Og líta fram hjá stríðsglæpum Pútíns og líta á NATO sem árásaraðila gagnvart Rússlandi.
Það er hins vegar óhætt að trúa skýringum Pútíns um ástæðuna fyrir því að Úkraína eigi ekki tilverurétt sem þjóð. Pútín hefur skrifað eigin "Mein Kammp". Sýn hans og hrollvekjandi og þeir sem honum fylgja verri en hinir nytsömu sakleysingjar. - Maður, líttu þér nær.
Einar .S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 23.3.2022 kl. 10:48
Hér er ekki orði vikið að innrás Pútíns og persónulega tengi ég ekki spillingu Biden-feðga og úkraínskra ólígarka við innrásina.
Geir Ágústsson, 23.3.2022 kl. 11:12
En jú, tenging við samtímann er kannski sú að þeir sem hafa látið fjölmiðla plata sig seinustu tvö ár eru sennilega ennþá að láta fjölmiðla, og þá sem fóðra fjölmiðla af "sannleikanum", plata sig.
Geir Ágústsson, 23.3.2022 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.