Sagnfræði og samhengi

Ekki hafa allir áhuga á sagnfræði og skilning á henni til að setja viðburði dagsins í dag í samhengi. Gott og vel, þú getur þá horft á stutta fréttaþætti og lesið fyrirsagnir fjölmiðla. 

Það tekur tíma til að sjá í gegnum þokuna. Og með þoku þá meina ég stanslausan áróður fjölmiðla og yfirvalda til að berja í gegn einni ákveðinni frásögn, hinni einu sönnu skoðun. Til að vita hver er vondi kallinn og hver er góði kallinn, eins og í Disney-kvikmynd. Ekkert grátt svæði. Nei, vondi og góði. Við og þau. 

Hvað er til ráða? Sækja í allskyns samsæriskenningar sem virka trúverðugar en eru lygi? Slökkva á öllum tækjum?

Persónulegt val, býst ég við.

En fyrir þá sem vilja taka sér frí frá kvöldfréttunum get ég bent á ýmislegt.

Árið 2016 kom út heimildamynd framleidd af Oliver Stone, Ukraine on Fire, sem má horfa á hér (meðal annars). Þessi heimildamynd fer rosalega mikið í taugarnar á ýmsum aðilum sem er þeim mun meiri ástæða til að horfa á hana. Hún grípur frá upphafi og má jafna við að horfa á spennumynd. Þarna er vel útskýrt af hverju hægt er að tala um virka og öfluga nasistahreyfingu í Úkraínu, og jafnvel þótt forsetinn sé Gyðingur.

Ýmsir blaðamenn hafa lagt allt undir til að veita viðburðum í Úkraínu samhengi. Vil ég sérstaklega nefna blaðakonu (margverðlaunuð) að nafni Lara Logan og þá sérstaklega viðtal við hana hér

Önnur blaðakona, Anne-Laura Bonnet, gaf líka út heimildamynd um ástandið í Úkraínu fyrir nokkrum árum, Donbass, sem má horfa á hér

Það er slegið af borðinu að í Úkraínu starfi öflug og fjölmenn nasistahreyfing af því að forsetinn er Gyðingur. En bæði er rétt.

Það er slegið út af borðinu að Úkraína sé misnotuð sem ríki í einhverju valdatafli við Rússland. En það er rétt.

Sífellt er gefið til kynna að allar tilraunar til að sjá hluti í samhengi séu einhvers konar stuðningur við hernaðaraðgerðir rússneskra yfirvalda. Það er útúrsnúningur.

Ef þú treystir ennþá á fréttatíma og fyrirsagnir þá ertu að láta plata þig. Og ert sennilega af þeirri gerð að þú hefur látið plata þig í gegnum veirutímana líka. En það er aldrei of seint að vakna. Það er aldrei of seint að henda dópinu í ruslið. Sjálfur lét ég selja mér að innrás í Írak hafi verið af hinu góða á sínum tíma. Ég hef reynt að passa mig síðan þá. 

Hvað með þig?

Uppfært:

Viðtal við Scott Horton hér sem kemur meðal annars inn á það hvers vegna Gyðingur í stól forseta er að láta undan harðkjarna-nasistum sem eru að herja á ákveðna íbúa landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sagnfræði er eitt. Falsfréttir og upplýsingaóreiða (held það sé orðið yfir disinformation) er annað. Þetta tvennt (ef ég kalla það sem er í setningu númer tvö eitt fyrirbæri) er ekki það sama.

Ég las greinina á DR2 sem þú vitnaðir til í fyrri pistli. Hún var ágæt, en mér fannst nú einna helst niðurstaðan af henni vera að nýnasistar séu fámennur og valdalaus hópur í Úkraínu, sem ég hef sjálfur alltaf sagt.

Einu getum við treyst og það er að ekki er hægt að treysta neinu af því sem kemur frá Kreml. Pútín hefur logið stanslaust í þessu stríði, fyrst að það væri alls ekkert ætlunin að ráðast inn í Úkraínu.

Þess vegna voru það vonbrigði að sjá tengla í DR2 greininni til rússneskra vefsíðna, þó þeir drægju ekki beinlínis ályktanir af þeim. Það er vitað mál að það eru engir frjálsir fjölmiðlar í Rússlandi. Þeir sem ekki fylgja Kremlarlínunni eru annað hvort skotnir eða eitrað fyrir þeim.

Ég hef áður tjáð mig um Ukraine on fire og þessa heimildarmynd Anne-Laura Bonnet. Þær koma með mjög lítið bitastætt.

Það sem ég held að sé öruggt, er að það eru um 6 milljónir Úkraínumanna á flótta, hafa ýmist flúið til annarra landa eða eru á vergangi í eigin landi. Ég tel það vera nokkuð örugglega satt að Rússar eru að ráðast á borgaraleg skotmörk af ásettu ráði.

Jafnvel þó eitthvað væri til í þessum ásökunum um fjöldamorð á rússneskumælandi fólki í mjög litlum hluta Úkraínu, þá réttlætir það ekki að Rússar hafa lagt nánast allt landið í rúst, drepið þúsundir óbreyttra borgara og valdið ómældu tjóni. Það verður að láta þá svara til saka fyrir það á endanum.

Theódór Norðkvist, 19.3.2022 kl. 21:05

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er auðvelt að trúa því að innrásin í Úkraínu hafi ekki átt sér aðdraganda eins og fjölmiðlar láta. En fólk sem fyrir ári taldi Úkraínu eitt spilltasta land í heimi verður að íhuga hvers vegna það er nú orðið að e-u Disneylandi þar sem allir eyða kvöldinu í að fægja geislabauginn. Sannleikurinn er að Úkraína hefur látið oprúttna aðila spila með sig. Kannski gegn loforðum sem aldrei hafa verið eða verða uppfyllt.

Takk fyrir viðtalið við Löru Logan ég sá bara hluta þess í morgun á Gateway Pundit og fannst það magnað. Enda er þetta alvöru blaðamaður sem vinnur vinnuna sína af kostgæfni. 

Ragnhildur Kolka, 19.3.2022 kl. 21:11

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rússland er líka spillt, en enginn er að sprengja það í tætlur.

Theódór Norðkvist, 19.3.2022 kl. 21:28

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Það er enginn hér að hvetja til að sprengja neitt í tætlur. En núna þarf ég að vega og meta alvarlega hvaða athugasemdir eru byggðar á þekkingu og hverjar eru byggðar á fyrirsögnum. 

Geir Ágústsson, 19.3.2022 kl. 21:51

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hélt að upphafspistillinn snerist um að finna skýringar á því að Rússar eru að sprengja Úkraínu sundur og saman. Kolka kom með þá skýringu að Úkraína væri spillt. Ef hún var ekki að svara upphaflega pistlinum, hverju(m) var hún þá að svara og hver var tilgangurinn með því að koma með þennan punkt? Er það ekki venjan að athugasemdir séu svar við pistlinum sem þær eru skráðar undir?

Er annars einhver að tala um að Úkraín sé eitthvað Disneyland? Það var ósköp einfaldlega ráðist inn í landið og hvort Mikki Mús sé búinn að flytja lögheimili sitt þangað eða ekki, hefur ekkert með það að gera.

Annars er skoðun mín skýr í þessu máli. Pútín er ástæðan fyrir árás Pútíns. Punktur. 50 klukkustundir af myndbandsefni munu ekki breyta henni, ég stórefast um það a.m.k. og ætla ekki að sóa fleiri vinnudögum í að láta reyna á það.

Auk þess skil ég ekki hvers vegna sumir eru að koma með tilvísanir í einhverjar langlokur sem enginn hefur tíma til að horfa á, í stað þess að draga saman sínar eigin niðurstöður og setja inn stuttar heimildir fyrir þeim. Auðvitað máttu skrifa hvað sem er á þitt eigið blogg, en ég er bara að efast um að tilvísanir í langa umræðuþætti séu gagnlegar einar og sér.

Ég hef sagt það sem ég ætla mér að segja og ef fólk er ekki sátt við það eða skilur það ekki, hef ég ekki meira um málið að segja. Þá er enginn tilgangur með því að tjá sig frekar og sennilega best að hætta því.

Theódór Norðkvist, 19.3.2022 kl. 22:44

6 identicon

Sæll Geir,

Hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum er það mjög mikilvægt að byrja alla uppbyggingu aftur á öllum þessum hættulega lífefnafræðilega vopnaburði á yfir 26 stöðum þarna í Úkraínu. Það er líka mjög mikilvægt hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, að hafa svona tvöfaldan staðall áfram, eða þar sem að allar aðrar þjóðir þurfa að fara eftir alþjóðalögum, svo og þar sem að öll svona tilraunarstafsemi er stranglega bönnuð, nú og þar sem að stjórnvöld Bandaríkjunum komst hjá því að fara eftir alþjóðalögum (
Article 1 of the Biological and Toxin Weapons Convention).
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru svona leynt og ljóst á því að það sé mjög mikilvægt að gera fleiri tilraunir áfram á kóleru,
tularemia, miltisbrandi og fleiri, fleiri skýlavopnum, svo og öllum smitleiðum með leðurblökum, fuglum og með sýklum, eða eins og kemur fram í þessum gögnum allt frá árinu 2014 varðandi m.a. "UP-4 project". Það er greinilega mikilvægt að hafa þetta svona sérstaklega nálægt Rússum, og ekki í Bandaríkjunum, eða svo hægt sé kenna Rússum beint um þetta allt saman, en EKKI einhverjum neo- Nasistum sem að NATO og stjórnvöld í Bandaríkjum hafa verið að styðja, þjálfa og vopna.
KV.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 08:14

7 identicon





Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 09:34

8 identicon

@Theódór það er án efa rétt hjá þér að rússneskir fjölmiðlar séu að dreifa áróðri fyrir sína ríkisstjórn, málið er það þó að vestrænir fjölmiðlar eru því miður ekkert skárri, þeir fá allir sínar "fréttir" frá einu batterýi sem passar vel upp á að einungis "fact" tékkaðar fréttir komist út, ef það er ekki áróðursmaskína þá veit ég ekki hvað er. 

Ég tel að seinustu 2 ár hafi virkilega sýnt hversu spilltir og siðlausir fjölmiðlar, pólitíkusar og samfélagsmiðlar eru og skiptir eingu máli hvort þeir eru staðsettir í bandaríkjunum, evrópusambandinu, á íslandi eða í rússlandi.

Hver man ekki eftir því þegar Obama fékk friðarverðlaun nóbels á sama tíma og hernaðarbrölt bandaríkjanna var í hæstu hæðum.

Halldór (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 10:52

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru nú farnar að renna á mig tvær grímur með þennan Zelenskyj. Nú er hann búinn að banna alla stjórnmálaflokka sem eru ekki sammála honum og sömuleiðis alla fjölmiðla og netsíður sem ganga ekki í takt. Hann birtist á þingum Breta og Ameríkana og heimtar vopn og aðstoð eins og það liggi einhver kvöð á heiminum að borga stríðsreksturinn þarna. Kannski er hann svona kokhraustur af því að Ameríkanar störtuðu þessum ósköpum fyrir átta árum með kostaðri uppreisn og stjórnarskiptum eins og þeim er best lagið.

Samúð mín með þessum vitleysingi minnkar með hverjum degi, þótt ekki sé ég að rettlæta ofbeldi Rússa. Innrás þeirra varð ekki til í lofttæmi. Það voru ögranir hægri vinstri. Innganga í NATÓ og ESB auk áætlana um að endurheimta Donbass, Lukansk og Krím. Allt að undirlagi USA að sjálfsögðu.

Að banna og fangelsa þá sem ekki vilja ESB aðild eða Nató aðild er helst til langt gengið allavega og ekki hægt að tala um að þetta land sé lýðræði. Maðurinn aktar og hljómar eins og einræðisherra. Þáttur hans í að rústa Úkraínu er ekki síðri en Pútín. Það þarf tvo til.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2022 kl. 12:37

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með Jón Steinari.

Það er ekkert allt sem sýnist og

það þarf tvo til.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.3.2022 kl. 16:33

11 identicon

Sæll Sigurður,

Já, "Það er ekkert allt sem sýnist og það þarf tvo til."

"On 9 March 2022, the Russian Defense Ministry released the secret documents seized from the Ukrainian National Guard, revealing the blueprint for an attack on the Donbass “separatists” planned for 8 March 2022.

Since 24 February, Russian officials have persistently alluded to a Ukrainian attack on the People’s Republics of Donestk and Lugansk anticipated for 8 March. The imminence of this attack is what would have prompted Russia to urgently recognize the independence of these two states. During the signing of the treaties in the Kremlin, we had observed that, contrary to the Protocol, the flags of the two Republics were missing - a sign that the ceremony was hurriedly put together.

The eight pages of published documents attest to the authenticity of this threat. To implement it, the Ukrainian National Guard had incorporated the bulk of the neo-Nazi forces......

....the Russian Defense Ministry decided to release the six pages of documents below. 

Ukrainian secret plans to attack Donbass on March 8

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 18:39

12 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 19:08

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Theodór,

Aðeins um "langlokur": Þær eru á við um tvo sjónvarpsfréttatíma í lengd, eða stutta bíómynd. Kannski forgangsröðun sé heppilegra orð. Sjálfur lenti ég í því óhappi að sjá íslenskan sjónvarpsfréttatíma um daginn. Það var tímasóun. Hálftímaviðtal við Scott Horton var mun gagnlegra. 

Og þegar allar þessar langlokur eru nú þegar að þjappa saman flóknum atburðum á sem skemmstan tíma er engin leið að draga frekar saman án þess að stúta samhenginu.

Geir Ágústsson, 20.3.2022 kl. 20:23

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég horfði á viðtalið við Löru í dag og smá hluta af Oliver Stone myndinni. Ákvað að skella í grein sjálfur um nokkrar af þessum heimildum og þú ert velkominn að tjá þig þar. Skólpinu frá Þorsteinum tveimur verður hinsvegar ekki hleypt inn.

Theódór Norðkvist, 20.3.2022 kl. 20:43

15 identicon

Theódór Norðkvist,

Þú verður nú að reyna réttlæta þetta áframhaldandi stríð Úkraínumanna gegn Donbass (eða gegn bæði Doneskt og Luhansk), svo og þar sem að yfir 14.000 rússnesku ættað fólk hefur verið drepi þarna sl. 8 ár. Einnig þar sem að Úkraínumenn voru búnir að skipuleggja svona vel þetta stríð gegn Donbass þann 8. mars("Ukrainian secret plans to attack Donbass on March 8"), þú?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 00:13

16 identicon

Sæll

Ég hef verið ca. 150 sinnum í Úkraínu. "Úkraníu" eins og biskupinn segir. Þar er núll eftirspurn eftir Pútín líkt og í öðrum löndum sem hann telur sögulega tilheyra Rússlandi. - Öllum.

Pútín er fasisti og barnamorðingi. Saga afa Pútíns er merkileg; af ávöxtunum ... Vei þeim sem bera í bætifláka fyrir hann. Í Guðs bænum lokaðu svo á illmennið með langa ættarnafnið.

Nema hvað; hér á landi er bloggari sem virðist greindur og allvel að sér um sumt, en reyndar oftar en ekki bara á yfirborðininu. En vílar ekki allt fyrir sér. Áróður Páls Vilhjálmssonar og félaga hans er utan við öll mörk. Líkt og ummæli heimskasta forseta USA (auðvitað var Obama ekki heimskur; bara mjög illa að sér) bera með sér. Hefði Mogginn birt greinar Hitlers eftir 1939? Eða Vidkuns næsta ár þar eftir?

Svo er um aðra sem ganga "götuna meðfram honum#.

Einar .S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 00:34

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn ég svara þessari síbylju frá þér og Pútín í grein minni og er margoft búinn að svara henni. Komdu með traustar heimildir fyrir þessari ásökun Pútíns og blaðafulltrúa hans, þér. Lygagreinar frá Pravda, Tass, Russian Today o.s.frv. eru ekki traustar heimildir - held það skilji allir það nema þú.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 00:51

18 identicon

Theódór Norðkvist,

Þar sem þú treystir ekki rússneskum fjölmiðlum í allri þessari rússafóbíu, nú og ég hins vegar veit ekki hvað zíonista fjölmiðlum þú treystir, þá ættir þú að leita að öllum þessum upplýsingum sjálfur, annars er þessi tala yfir 14.000 gefin upp á ykkar Zíonista Wikipedia.org yfir öll þessi sl. 8 ár, þú?
KV.

 

     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 09:05

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bull og þvæla, ég er búinn að lesa fjölmargar Wikipedia-greinar um þetta stríð og þar er hvergi minnst á eitthvað 14.000 manna þjóðarmorð á Rússum í Donbass eins og þú ert að halda fram. Komdu með tengil ef þú veist betur.

Það eru margir fallnir því miður vegna stríðs sem Rússar og leppar þeirra hófu, en þessi 14 þús. fórnarlamba þjóðernishreinsana er tilbúningur ættaður frá falsfréttastofum Kreml.

https://www.politifact.com/factchecks/2022/feb/25/vladimir-putin/putin-repeats-long-running-claim-genocide-ukraine/

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 10:01

20 identicon

Theódór Norðkvist,

Það er greinilegt að fleiri en þú þjást svona af of miklu Rússahatri og Rússafóbíu, en hvað um það, það geta allir skoðað þetta á en.wikipedia.org/wiki/Casualties_of_the_Russo-Ukrainian_War undir "War in Donbas, prior to 2022 invasion", en þú vilt ekki sjá þetta, eða : "Ukraine claimed Russian combat losses were around 14,700", þar sem þetta passar alls ekki inn áróðurinn gegn Rússum.  Annars treysti ég mjög vel honum Patrick Lancaster og því sem hann hefur verið að segja, eða hérna: 
First Western Journalist In Russia & DPR Controlled Mariupol (Special Report)


Dozens Killed By Ukrainian Cluster Bomb Attack On Center Donetsk


Shelling Attack Hits Donetsk Destroying Home

First Western Journalist In Russia & DPR Controlled Volnovakha (Special Report)

American Who Lived 8 Years in Ukraine Speaks Out on Russia War


18+ 2 Teachers Killed In Shelling Of School. The blame goes to Ukraine. (My Investigation)

Ukrayna Donetsk'i füzelerle vurdu


Russia-Ukraine Conflict: Cluster charge explodes in the centre of Donetsk | WION

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 11:38

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú gerir engan greinarmun á fórnarlömbum stríðs og fórnarlömbum stríðsglæpa. Ef þú skilur ekki muninn þarna á milli, þá er tilgangslaust að ræða við þig.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 12:01

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Traustar heimildir! Getur nokkur vantreyst frásögn Íslendings sem lifir og starfar nálægt átakasvæði þaðan sem einhliða fréttir berast okkur jafnan. Ég vaknaði snemma í morgun og vildi kúra lengur,opnaði útvarpið í leit að rólegri röddu.Datt inn í viðtal Arnars Þórs lögfræðings sem tekur oft viðtöl við menn og að þessu sinni við mann sem heitir Jónas,en náði ekki hvar hann býr nákvæmlega,en víst er hann fróður um upphaf þessa striðs.Fáir hafa þennan kost sem Arnar Þór hefur á sinn hæverksa hátt skynji hann hvað hlustandi vildi vita meira um þetta stríð og var Jónas með afbrigðum fróður um það. Þeta viðtal hlýtur að vera á Útvarpi Sögu,eins og svo mörg önnur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2022 kl. 13:40

23 identicon

Theódór Norðkvist,

"Þú gerir engan greinarmun á fórnarlömbum stríðs og fórnarlömbum stríðsglæpa.


Þar sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa aldrei farið eftir Minsk 1. friðarsamkomulaginu, nú og hvað þá Minsk 2. friðarsamkomulaginu, heldur hafið hvert stríðið á fætur, þá eru og hafa öll þessi dauðsföll verið flokkuð svona, og hvar hefur þú verið í öll þessi sl. 8 ár?
Þetta stríð byrjaði EKKI fyrir nokkrum dögum síðan, heldur fyrir meira en 8 árum síðan, þú? Þú verður að athuga það, að allt þetta stuðningslið fyrir Úkraínu núna hefur aldrei einu sinni grátið (nú og hvað þá með hráum hvítlauk) og/eða hvað þá einu sinni slysast óvart til þess að mótmæla þessu stríði þarna í austurhluta Úkraínu, fyrr en rússneskur her hóf þessar hernaðaraðgerð eða stríð gegn Úkraínu.
Stjórnvöld í Úkraínu eru og hafa verið á þeirri skoðun á þau hafi fullan rétt á því að drepa fólk sem þeir kjósa að nefna sérstaklega "aðskilnaðarsinnar", en Rússar eiga ekki að hafa nein rétt á verja sitt rússnesku ættað fólk þarna, ekki satt þú? 
Nú og talandi um sagnfræði, þá eru fleiri, fleiri fjöldagrafir (þeas. þá 4m X 4m með uþb. 25 ónafngreinum mannslíkum í), sem að er verið að grafa upp þarna í austurhluta Úkraínu (Donbass), þannig að tölur eiga eitthvað eftir að hækka, þú?  
     
New Videos Show Mass Grave In Mariupol, Ukraine


Russia claims it found mass graves in Ukraine


Mass graves dug in besieged Ukrainian city of Mariupol as locals bury their dead


The Aftermath of Donbass Genocide - The Mass graves have been opened..



Ukraine-Russia Crisis | Ukraines Mass Graves Highlight Grim Reality Of The Conflict

Donbass 2014: "Ukraine Continues Killing Civilians" (full English subtitles)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 17:19

24 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 17:30

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn minn, ég skal alveg viðurkenna að ég fylgdist ekki mikið með þessum átökum þó ég hafi heyrt um þau í fréttum alveg síðan 2014. Það þýðir ekki að mér sé sama um þá sem verið er að drepa, hvort sem um er að ræða beina stríðsglæpi eða óbeinar afleiðingar af stríðsátökum.

Hvort sem um er að ræða drepna Rússa, Úkraínumenn eða Tatara (já, vinur þinn Pútín er líka að stúta þeim í þessum skrifuðu orðum og hefur verið að gera það í átta ár.) Það bætist við þjóðarmorð Stalíns á sama hóp (og auðvitað Úkraínumönnum, fjórar milljónir af þeim a.m.k. drepnar af honum.)

Því miður er það svo að það eru stríðsátök nánast út um allan heiminn, nema á Vesturlöndum. Af hverju skyldi það vera? Þú ættir kannski að spyrja þig þeirrar spurningar þegar þú ert að hrauna yfir BNA og Vesturlönd almennt, kannski úthúða þeim fyrir að vera nánast eini heimshlutinn þar sem helst sæmilegur friður?

Það eru stríðsátök um allan heiminn og hörmungar sem þeim fylgja, en sjálfkrafa vekur þessi deila meiri athygli, vegna stóraukinnar hættu á kjarnorkustyrjöld af hennar völdum.

Ég hef svarað því margoft hvernig á að bregðast við ásökunum um þjóðernishreinsanir á báða bóga. Rannsaka allt slíkt. Það eru nú vinir þínir Rússarnir, sem stoppa alla möguleika á slíku, þar sem þeir eru með skriðdreka sína um allt landið og hleypa ekki einu sinni hjálpargögnum í gegn.

Að lokum, það þýðir ekkert að senda mér súpu af tenglum, tala nú ekki ef þeir eru frá samsæringarsíðum. Ég hef engan tíma til að lesa eða horfa á eitthvað slíkt og leyfi mér að efast um að nokkur sem les þetta, hafi hvorki tíma né áhuga á að lesa þetta flóð frá þér. Hugsaðu aðeins út í það.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 18:30

26 identicon

Theódór Norðkvist,

Ég er EKKI þinn, því að ég er Anti- Zíonisti, Anti- War, Anti- Proxy War og Anti- NATO. Ég er auk þess EKKI hrifinn af Pútin, þú?
Í þessari upptalningu þinni næst þá mátt þú alls EKKI gleyma öllum þessu Úkraínsku Nasistum hans Stefans Bandera, svo og tengslum hans við Hitler og aðild þeirra á öllum þessum fjöldamorðum á Rússum í síðari heimsstyrjöld.   

En ef ég væri Putin karlinn (og/eða í hans sporum) þá hefði örugglega farið inn, nú og þá bara inn í austurhluta Úkraínu (eða Donbass) til að verja mitt rússnesku ættað fólk þarna, og þá sem bara friðargæsla. Nú síðan hefði ég sett viðskiptabann og/eða viðskiptaþvinganir á allar þjóðir sem að styðja með einu eða öðrum hætti Úkraínu í allri þessari kynlífssölu- mannsali, líkamsparta sölu, fjárkúgunum, spillingu, svo og gegn þeim ríkjum (og innan NATO) sem að styðja fjöldamorð eða sem að styðja þessar hreinsanir neo- nasista í austurhluta Úkraínu. Ég hefði örugglega eyðilagt allar þessar 26 lífefnavopna- framleiðslustöðvar (eða bioweapons) á vegum ríkisstjórnar Bandaríkjanna í Úkraínu, en ég skil mjög vel alla þessa heift og reiði hans Putins gangvart þessu ógeðslega ógnar- og hernaðarbandalaginu NATO.
Í allri þessari Rússafóbíu eða Rússahatri þá eru menn því, að annað hvort ertu með Úkraínu og á móti Rússum, eða með Rússum og á móti Úkraínu, nú og ef þú ert eins og ég á móti þessu proxy- stríði, þá færðu ekki heldur að vera í friði.
KV.        

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.3.2022 kl. 22:42

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, þú ert ekki minn, meinti ekkert með því, var bara að reyna að vera kurteis. En við skulum hlífa Geir við meira þrasi, ég dáist að þolinmæði hans og mun því ekki segja meira að svo stöddu.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband