Föstudagur, 18. mars 2022
Heiðarleg blaðamennska, kannski?
Heiðarleg blaðamennska er sjaldgæf. Hún fæst kannski hjá minni og óháðum fjölmiðlum en þeir eru oft afskrifaðir sem jaðarefni og samsæriskenningamiðlar, afþvíbara. En hvað nú ef hefðbundnari fjölmiðlar bera á borð heiðarlega umfjöllun sem færir okkur a.m.k. svolítið samhengi? Það væri eitthvað!
Hér verða nefnd tvö dæmi um slík frávik.
Hin danska TV2 er hér (Google Translate á ensku) með umfjöllun um öfgafull samtök í Úkraínu sem hafa verið að herja á rússneskumælandi íbúa Austur-Úkraínu í mörg ár.
Hin breska Guardian er hér að fjalla um það sem margir kalla samsæriskenningu en er sú upplifun rússneskra yfirvalda að NATO ætti ekki að teygjast nær landamærum Rússlands en að mörkum Þýskalands, og af hverju það skiptir máli.
Ábyrgð Rússa á innrás og voðaverkum er auðvitað algjör, en forsagan er nothæf engu að síður til að skilja bæði viðburði dagsins í dag og leiðina út úr þeim. Kannski.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er margt sem finnst á fréttamiðlum.
Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2022 kl. 22:36
Vagn..þetta er nú ein aumasta athugasemd þín til þessa. Ert þetta þú Björn Ingi?
Pétur Ari Markússon (IP-tala skráð) 18.3.2022 kl. 23:52
Mér finnst þessir allt í lagi: https://www.lotuseaters.com/
Þeir taka sig mátulega alverlega, og vita alveg að það sem þeir fjalla um gæti verið dáldið iffy.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2022 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.