Eru engar kvikmyndatökuvélar í Kænugarði?

Nú efast ég ekkert um að Rússar eru að kasta sprengjum á fólk og innviði í Úkraínu, og það er auðvitað alveg hræðilegt. Úkraína er búið að vera í átökum í mörg ár innbyrðis og með aðkomu Rússa með einum eða öðrum hætti í nokkur ár og maður vorkennir almenningi mjög.

En mér finnst einkennilegt hvað er lítið af kvikmynduðu efni að berast frá Úkraínu. Ekki vantar vefmyndavélarnar [1|2] sem streyma beint frá föstum sjónarhornum og eru til merkis um að rafmagn og internetið virkar ágætlega. 

Ef almenningur á Vesturlöndum og jafnvel víðar sér rússneskt flugskeyti fljúga yfir fjölmennri borg og valda stórri sprengingu þá finnst mér líklegt að honum blöskri. Og jafnvel líka rússneskum almenningi sem laumar sér framhjá takmörkunum á samskiptum og streymi. Þetta ætti að vera hægðarleikur. Stillimyndir af fjölbýlishúsi í slæmu ástandi, sem rýkur ekki einu sinni úr, vekja ekki sömu hughrif. 

Þessi skortur á kvikmynduðu efni er galli á allri fréttamennsku frá Úkraínu. Og manni sýnist á skrifuðum fréttum að það yrði enginn vandi að ná í fullt af góðu myndefni. Nema það hafi farið framhjá mér. Ég tek gjarnan við ábendingum.


mbl.is „Svakalegar bombur í allan dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki bara búið að sprengja þær myndavélar sem eru nógu nálægt rússneskum hersveitum til að sjá þær? Þeir rússnesku vilja væntanlega síður að myndefni náist sem sýnir framferði þeirra...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2022 kl. 19:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki stanslaus vöktun með gervihnöttum?

Eitthvað hlýtur að svífa framhjá sjónarhornum vefmyndavélanna, er enginn að fylgjast með? 

Þegar hús springur í loft upp hlýtur að vera stór eldsvoði sem fólk er að hlaupa öskrandi frá og einhver með farsíma til að streyma úr, eins og forsetinn.

Blaðamenn eru alltaf nálægt svona aðstæðum, sofa þeir af sér lætin eða telja ekki ástæðu til að rísa úr rekkju?

Það vantar mörg púsl önnur en texta og stillimyndir. Því miður, fyrir hönd almennings, og sennilega þakkar Pútín fyrir.

Geir Ágústsson, 15.3.2022 kl. 20:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gervihnöttur getur í besta falli náð myndum í stuttan tíma einu sinni á sólarhring og það eru ekki myndbönd heldur kyrrmyndir.

Þau myndskeið sem hafa sést af sprengingum og öðrum hernaðaraðgerðum hafa aðallega verið að birtast á Twitter, hefur mér sýnst.

Á YouTube er hægt að finna nokkrar vefmyndavélar en þær virðast flestar vera staðsettar miðsvæðis í viðkomandi borgum og bardagarnir eru ekki þar heldur á útjöðrum þeirra. Kannski skýrir það skortinn á sprengjuregni.

Ekki það að ég hafi mikla löngun til að sjá sprengjum rigna yfir almenna borgara, en fyrst það er að gerast á annað borð þá kíkir maður á eitt og eitt myndband til að reyna að fylgjast með framvindunni...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2022 kl. 20:35

4 identicon

Þú ert að missa af flestu ... að því er virðist ...

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 15.3.2022 kl. 21:51

6 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Ég mæli eindregið með að þú kynnir þér þennan Þorstein og lokir snarlega á hann. Hann þarf á annarri hjálp en þinni að halda. Margfaldri.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 15.3.2022 kl. 22:35

8 identicon

Sæll Einar,


Æi, já ég kannast við þetta, eða attacking the messenger not the message and only for one purpose censoring.

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.3.2022 kl. 23:14

10 identicon

Rússar brenndu sig á því 2014 að það var hægt að staðsetja þá eftir myndum sem hermenn þeirra settu á samfélagsmiðla. Nú eru allir símar teknir af rússneskum hermönnum og úkraínumenn vita hvernig hægt er að nota myndefni og passa sig. Og svo á ég frekar von á því að þeir hafi ýmislegt annað að gera en filma eitthvað fyrir þig. Auk þess sem þeir sem ekki eru vel merktir sem fréttamenn á heimiluðu svæði til myndatöku eiga á hættu að vera skotnir sem njósnarar.

Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 02:27

11 identicon

Vagn,

"Rússar brenndu sig á því 2014 að það var hægt að staðsetja þá eftir myndum sem hermenn þeirra settu á samfélagsmiðla."

Rússnesku ættað fólk var brennt 2014, þú? Síðast liðin 8 ár hafa stjórnvöld í Úkraínu tekist að drepa yfir 14.000 rússnesku ættað fólk í Donbass í öllum  þessum skipulögðu fjöldamorðum og hreinsunum. En því miður þá hafa þessir líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlar hér ekki sagt frá því, þar sem að menn passa svona líka vel uppá lofgjörðaráróðurinn fyrir öllum þessum NATO stuðningi, eða þar sem að NATO hefur verið styðja og þjálfa neo -nasista í Úkraínu gegn þessu rússnesku ættaða fólki í Donbass. En sem betur fer þá er núna loksins í dag m.a. verið að því að skoða, mynda og kvikmynda þessar fjöldagrafir í Donbass.
KV.

Donbass 2014: "Ukraine Continues Killing Civilians" (full English subtitles)

New Videos Show Mass Grave In Mariupol, Ukraine

Russia claims it found mass graves in Ukraine

Mass graves dug in besieged Ukrainian city of Mariupol as locals bury their dead

The Aftermath of Donbass Genocide - The Mass graves have been opened..

Ukraine-Russia Crisis | Ukraine’s Mass Graves Highlight Grim Reality Of The Conflict

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 08:40

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er það bara ekki svo að fréttamönnum er haldið í skjóli í Kyiv og þar mataðir á áróðri  ríkisstjórnarinnar. Furðu oft sem maður sér sömu mundböndin aftur og aftur. 

Ragnhildur Kolka, 16.3.2022 kl. 09:17

13 Smámynd: Grímur Kjartansson

Biden hlýtur nú að bæta úr þessu fyrir þig
svo hann geti sýnt amerísku þjóðinni hvernig þessi 13 miljarðar viðbótar fjárveiting er notuð

Grímur Kjartansson, 16.3.2022 kl. 09:44

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er eitthvað í gangi en voðalega er þetta allt saman lélegt myndefni:

https://rumble.com/vvyacj-video-captures-automatic-gunfire-ringing-out-near-a-major-road-junction-in-.html

Og það er ekki eins og blaðamenn - stríðsfréttaritarar - séu ekki stundum í för með hermönnum með fullkomin upptökutæki. Hér er dæmi frá Jemen. 

Geir Ágústsson, 16.3.2022 kl. 10:51

15 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Geir,

Þetta er einmitt það sem fjölmargir eru að spyrja sig líka.. Eitthvað skrítið er að gerast í Ukraníu og þau fjölmörg myndefni sem maður hefur séð gæti þessvegna hafa verið tekin upp við venjulega æfingu. Eins og þú segir, það er eitthvað að gerast þarna en hvað nákvæmlega er að gerast er óvíst fyrir mér.

Annars er athyglisvert að sjá að þeir sem voru týndir í covid ætla sér að halda því áfram og eru líklega endanlega lost. Ekki að ég átti von á einhverju öðru.

Þröstur R., 16.3.2022 kl. 11:31

16 identicon

Hérna eru nokkur myndbönd sem fundust við leit á Youtube.  Síðasta myndbandið er dróni sem fer yfir Mariopól sem er orðin rústir einar.

https://www.youtube.com/watch?v=pq6nUd8xHgk

https://www.youtube.com/watch?v=ysyR0DeAVAU

https://www.youtube.com/watch?v=v-GnMYlj7kw

https://www.youtube.com/watch?v=xfdsFicQq1g

https://www.youtube.com/watch?v=z2NyVkKqhAA

https://www.youtube.com/watch?v=ulN1A41jf1Y

https://www.youtube.com/watch?v=YhxUq2fuiIg

https://www.youtube.com/watch?v=FSXJo8ljhNs

Kalli (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 16:18

17 identicon

Myndi síðan ráðleggja að horfa á France24 stöðina.  Hún er með stríðsfréttaritara sem ferðast með Úkraískum herdeildum, oft í miðjum bardögum.

Eini erlendi fréttamaðurinn sem ferðast með Rússneska hernum er Lu Yugauang:

https://www.youtube.com/watch?v=OZlxFllhMug

Kalli (IP-tala skráð) 16.3.2022 kl. 16:21

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vill svo til að ég er í samstarfi við konu frá Úkraínu hér á Skáni, en foreldrar hennar búa í Kænugarði. Það vill svo til að hún er nánast óvinnufær út af áhyggjum, svo ég þarf ekki að sjá vefmyndavélar frá hörmungunum. Er ekkert að gera lítið úr þeim sem vilja það, skil það vel og ég horfi á fréttatíma þar sem rústirnar eru sýndar og stundum sprengingar.

Þetta er harðdugleg kona og það þarf mikið að ganga á til að þannig manneskja verði hálfóvinnufær. Kemur mér ekki á óvart að það er Kínverji sem er eini fréttamaðurinn sem fær að fylgja rússneska hernum.

Auðvitað hleypa þeir eingöngu fréttamönnum (innan gæsalappa) inn á sig frá álíka einræðisríkjum og Rússlandi, sem ritskoða allt í tætlur eins og þeir sjálfir. Enda er Rússland-Kína-Íran hið nýja öxulveldi hins illa.

Má kannski kasta Tyrklandi með og kalla þetta einræðisherrafjórburana, en sjáum fyrst til hvernig Erdogan bregst við. Ég er tilbúinn að gefa jafnvel honum séns þar til annað kemur í ljós (sem ég á allt eins von á.)

Theódór Norðkvist, 16.3.2022 kl. 16:54

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Í þessum athugasemdaþræði eru að koma fram upplýsingar (og myndskeið) sem slá öllum hefðbundnum fjölmiðlum við. Ég er feginn að ég spurði. 

Geir Ágústsson, 16.3.2022 kl. 18:26

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Trúðu ekki allir Rússunum að þeir væru það öflugir að þeir myndu taka borgirnar á nokkrum dögum?? Lítið fréttaefni á meðan beðið er.

En Mogginn vísaði í frétt hjá AP um ástandið hjá almenningi í Mariupol, fróðleg lesning, sérstaklega handa fólki sem af einhverjum ástæðum efast um stríðsátökin.

https://apnews.com/article/russia-ukraine-war-mariupol-descends-into-despair-708cb8f4a171ce3f1c1b0b8d090e38e3

Þetta youtube videó er frá Skynews https://www.youtube.com/watch?v=9bTEHeLCpVk

Í ljósi þessa mynda þá vona ég innilega að það verði löng bið á sambærilegu myndefni frá Kiev eða Kharkiv.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2022 kl. 07:58

22 identicon

Sæll Ómar,

Við eigum að kaupa allar þessar lygar varðandi það að Rússar eiga að hafa  tekið uppá því að skjóta á sitt eigið rússnesku ættað fólk þarna í
Mariupol (Donetsk/ austurhluta Úkraínu), nú og síðan má fólk alls ekki spyrja neitt hérna, því að þú átt að kaupa allar þessar lygar. Þrátt fyrir að vitað sé um fleiri, fleiri vitni og annað, eins og t.d. þá Patrick Lancaster sem býr þarna, þá vilja fjölmiðlar hér að þú sért ekki að spyrja og/eða efast. Því eins og þú veist, þá er það mjög mikilvægt hjá fjölmiðlum, að reyna með öllum tiltækum ráðum að sverta Rússa ennþá meira.
 
Dozens Killed By Ukrainian Cluster Bomb Attack  

American Who Lived 8 Years in Ukraine Speaks Out on Russia War

Russia-Ukraine Conflict: Cluster charge explodes in the centre of Donetsk | WION

Hérna fyrir neðan er eitthvað hlægilegt og fyndið er þeir hafa nota til þess eins að sverta Rússa, en eins og þú veit þá eru rússneskir fjölmiðlar sérstaklega bannaðir, svo og furðum við okkur á því af hverju Rússar banna vestræna fjölmiðla (eða msm- fjölmiðla):

Media Lies About Ukraine/Russia DEBUNKED!

You’ve Been LIED To About Why Ukraine War Began

Fox Business Guest Tells Truth About Ukraine President

Propaganda and fake footage from the Ukraine invasion | Media Watch

Ukraine spreads misinformation as Putin silences critics | Media Watch

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 18:20

23 identicon

"A refugee from Mariupol said that militants from Azov nationalist battalion, while retreating, blew up the city drama theater, where there were civilians, whom they used as a “human shield”.

▫️The militants deployed military equipment near bomb shelters and residential buildings" (https://www.facebook.com/EvaBoBeeva/videos/1174215153119083).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 20:37

24 identicon

May be an image of 1 person and text
#DebunkingFakes

"Fighting fakes with facts.
https://waronfakes.com

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband