Uppgjör við veirutíma

Nú er kominn tími til að gera upp veiruárin tvö sem má vonandi jarða sem söguleg mistök. Margir hafa áttað sig á þessu. Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Dr. Fauci, er horfinn af sjónarsviðinu. Sá íslenski telur þorandi að skella sér í frí og vill helst ekki láta flagga sér í fjölmiðlum lengur. Meira að segja grátkórinn á Landspítalanum fær litla áheyrn. 

Ríkisstjóri Flórída-ríkis, Ron DeSantis, blés til hringborðsumræðna um daginn með fjölmörgum sprenglærðum sérfræðingum á ýmsum sviðum heilbrigðisvísinda. Vonandi verða þessar umræður aðgengilegar í heild sinni en í bili þurfum við að styðjast við stutt myndskeið og frásagnir, svo sem þessa:

dr_sorry

Lengri útgáfa hér (á meðan jútjúb leyfir).

Við eigum ekki eftir að sjá margar afsökunarbeiðnir þeirra sem boðuðu afnám hins svokallaða gamla norms en þeim mun meira af ærandi þögn þeirra sem höfðu hvað hæst undanfarin tvö ár. Þetta fólk lætur sig einfaldlega hverfa og vonar að nýjustu fyrirsagnir fái okkur til að gleyma.

En við megum ekki gleyma. Við þurfum að muna að lýðræðið var tekið úr sambandi, embættismenn fengu öll völdin, gögn skiptu minna máli en sprautur, sprauturnar hafa reynst banvænar, veiran ofmetin, ógnin blásin upp af fjölmiðlum og hagkerfið nú í skuldaklafa í mörg ár á meðan týnd krabbameinstilvik drepa á sínum eigin hraða og týnd æska barna og ungmenna breytist í þunglyndi, brottfall, vímuefnavanda og í verstu tilvikum sjálfsmorð.

Þetta má aldrei koma fyrir aftur!

Aldrei!

En ef við gleymum og reisum ekki nauðsynlegar girðingar í kringum frjálst samfélag þá myndast fordæmi og það sem stjórnmálamenn kalla að láta aldrei góða krísu fara til spillis.

Boltinn er hjá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt hér að ofan.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2022 kl. 01:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég kontra hann um leið og ég fagna stólræðu þinni svo sefandi í allri sinni andstyggilegu opinberun.En eitthvað er enn eftir af undarlegu óeðlilegu bralli sem er farið að ná eyrum okkar.- Ég er farin að halda að til að hefta það óeðli,verði alþjóðasamkunda(ekki S.Þ.)að girða fyrir samansafn ofurauðmanna sem hafa ofan af fyrir sér gróflega á kostnað lítilmagnans.  

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2022 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband