Mánudagur, 21. febrúar 2022
Okkar vitru stjórnendur
Stjórn samfélags er ekki einfalt mál. Við höfum til þess þingmenn og ráðherra, eftirlitsstofnanir, Seðlabanka Íslands, alþjóðlegar stofnanir, reglugerðir, nefndir, innvígða prófessora og vísindamenn, álitsgjafa, blaðamenn, embættismenn, sýslumannsembætti, leyfisveitandi stofnanir sem veita starfsleyfi og rekstrarleyfi og ég er sennilega að gleyma einhverjum helling.
Þessum frumskógi af stjórnunareiningum mistekst ítrekað.
Veirutímar eru bara nýjasta dæmið. Skerðingar, lokanir, takmarkanir, grímur, sprautur og spritt í 2 ár. Skuldafjallið óyfirstíganlegt. Peningaprentun sem eykur peningamagn í umferð (á heimsvísu) sem óumflýjanlega leiðir til hækkandi verðlags og þar með hækkunar á vöxtum sem gerir skuldafjallið enn óyfirstíganlegra. Brottfall úr skóla, íþróttum og tómstundum. Fólk deyr úr andlegri hrörnun. Hrædda fólkið tekur yfir umræðuna. Blaðamenn hunsa viðvörunartákn. Jafnvel dæmi um afskipti yfirvaldsins af næringarráðgjöf. Snemmmeðferðir og fyrirbyggjandi meðferðir teknar af borðinu. Lyfjafyrirtækin einráð um ráðlega lyfjagjöf.
Og til hvers? Til þess eins að ungt fólk geti ekki kastað veiru sín á milli og byggt upp hjarðónæmi. Fórnarkostnaðurinn gríðarlegur!
Fjármálakerfið hrundi að hluta árin 2008 og 2009 og það má skrifa á peningastefnu yfirvalda víða um heim. Of mikið af peningum prentaðir, þeir blésu í bólur og þær sprungu óumflýjanlega. Kannski er annað eins handan við hornið núna nema þá hrynja ekki bankar heldur ríkissjóðir.
Ekki hefur þessum stjórnunareiningum heldur tekist vel upp með að regla hitastig Jarðar. Einblínt á eina lofttegund sem hefur hverfandi áhrif á hitastig og hvað þá tíðni fellibylja og snjóstorma. En grænir skattar innheimtir eins og enginn sé morgundagurinn og hagkvæmri og hreinni framleiðslu þröngvað í kolareykinn í Asíu, þaðan sem við kaupum varninginn í vaxandi mæli. Kannski er mikil losun lofttegunda hinum megin á hnettinum minna vandamál en minni losun í eigin bakgarði.
Á meðan rottar fína fólkið sig saman í Sviss einu sinni á ári og ræðir fáránlegar hugmyndir eins og áskrift að sýklalyfjum og einhvers konar endurræsingu á samfélagi okkar.
Er ekki einhver lexía hérna sem stimplaði sig rækilega inn á veirutímum? Sú, að okkar vitru stjórnendur eru bara alls ekki það. Þeir eru mistækir, valdagráðugir samfélagshönnuður sem fengu prófgráðuna sína í morgunkornskassa.
Ég sé minni og minni ástæðu til að hlusta á þetta lið.
Það lærði ég af veirutímum. Aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Þú lærir, ég læri, einstaka menn læra.
Mér virðist hinsvegar auðveldega 25% mannkyns ekki útbúið til þess að læra.
Ameríski herinn veit að 10% mannkyns er of illa gefið til þess að geta lært. Það eru allir með IQ undir 83. Það eru til gögn sem segja hvað gerist ef þú reynir að nota það fólk í eitthvað.
Seinni tíma kenning gefur til kynna að fólk hætti að skilja "hvað ef?" spurningar þegar IQ sígur undir 90. Það eru meira en 10%. Ekki verið rannsakað mikið, en þetta virðist byrja við ~90IQ.
Þetta eru kjósendurnir.
Þeir sem hafa IQ yfir 100 eiga greiða leið til að vinna hjá einkafyrirtækjum. Það skilur eftir fólk með undir 100IQ til þess að stjórna.
Ljóslega fáum við þá úrval fólks með meðlagreindina 90 til þess að stjórna, valið af fólki sem er að 1/10 vanhæft til þess að hugsa. Bara eitthvað.
Er skrítið að kerfið virki illa? Mér finnst það ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.2.2022 kl. 16:19
Þegar stór hluti mannkyns hefur tekið upp á því að treysta einhverjum vísindamönnum og pólitíkusum í blindni þá er voðinn vís. Nú er staðan þannig að öllum ætti að vera ljóst að yfirvöld á hverjum stað fyrir sig eru samsæri gegn almenningi. Þögnin vegna atburðanna í Kanada er ærandi og óhugguleg. Það lítur út fyrir að getum átt von á hverju sem er. Þessi skuggaöfl sem eru á ferðinni eru búin að koma sínu fólki fyrir út um allt kerfið. Við stöndum allt í einu algjörlega varnarlaus gagnvart yfirvöldum.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 21.2.2022 kl. 17:01
Byrjum á að stofna stúku þar læra sumir óafvitandi, hún vex og allir trúa "Kapelán les nú bæn allir halda að sér höndum og hneygja höfuð". Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2022 kl. 19:07
Ásgrímur,
Sjötíu einstaklingar sóttu um stöðu fjölmiðlafulltrúa í íslensku ráðuneyti. Mig grunar að greindarvísitala samfélagsins sé á niðurleið.
Kristinn,
Þetta orð, "treysta", hefur tekið á sig stórkostlegan skell. Og kannski er það gott. Youtube (Odysee), Twitter (GETTR), Facebook (MeWe, Gab) og Whatsapp (Signal, Telegram voru svo gott sem einráð fyrir veirutíma en nú sjá valkostir við þessa miðla svimandi fjölgun notenda. Kunningi minn er í Facebook-banni fyrir að birta mynd af Adolf Hitler til að hæðast að yfirvaraskeggi vinar síns í lokuðum spjallþræði og segir við mig að hann sé jafnvel að gæla við álhattinn því það sé "eitthvað" á seyði.
Helga,
Veistu, það er góð ástæða fyrir því að ríkisvaldið setur "námsskrá" grunnskóla og kveður á um "skyldunám".
Geir Ágústsson, 22.2.2022 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.