Föstudagur, 11. febrúar 2022
Danir búa sig undir að henda bóluefnunum í ruslið
Danir eru ekki síður sprautuglaðir en Íslendingar. Stanslaus pressa hefur verið á að sprauta sem flesta og þeir byrjuðu langt á undan Íslendingum að sprauta 5-11 ára krakka að óþörfu. En nú er endirinn í sjónmáli. Í nýrri tilkynningu Sundhedsstyrelsen, sem má kannski kalla hið danska landlæknisembætti, er nú boðað að fjórða sprautan fari ekki í aðra en þá með mjög bælt ónæmiskerfi, að 18 ára og yngri verði ekki boðin þriðja sprautan og að bólusetningar hætti meira og minna með vorinu.
Ástæðan er meðal annars hækkandi sól sem dregur úr smitum og mikið útbreitt ónæmi í kjölfar hins óstöðvandi ómikrón-afbrigðis. Auðvitað þakka þeir líka sprautunum fyrir en það eru allir fyrir löngu hættir að tengja þær við stöðvun smita þótt sumir trúi því að þær forði fólki frá alvarlegum veikindum (sem má vel vera þótt gögnin séu götótt en varla nauðsynlegt fyrir aðra en háaldraða að þiggja slíka lyfjagjöf þótt fullorðið fólk megi sprauta sig með hverju sem er mín vegna).
Hvað ætli stóru lyfjafyrirtækin segi við þessu? Pfizer, sem hefur malað gull á óreyndum lyfjum, er búið að segja sínum fjárfestum að þeir ætli að selja vörubílsfarma af sprautum og glænýjum pillum í ár. Svona skilaboð gætu skaðað hlutabréfaverð þeirra sem er nú þegar á hægri niðurleið.
Ég býst við að Danmörk fái enn eina skammargreinina í New York Times og fleiri slíkum fjölmiðlum. En vonandi halda þeir sínu striki og fleygja þessum sprautum í ruslið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.