Eyrnatappar verja gegn smiti

Ég velti því stundum fyrir mér hvaða íslenski fjölmiðill er fremstur meðal jafningja í að hræða almenning nánast til dauða með endalausum smittölum og neyðarköllum frá illa reknum opinberum stofnunum og fyrirtækjum.

Í dag á Morgunblaðið sennilega vinninginn.

Þar er eina sóttvarnalækni Íslands gefið orðið:

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sagði í skrif­legu svari að marg­ar veir­ur smit­ist í gegn­um aug­un og því geti gler­augu verndað gegn smiti. Hann var spurður hvort það geti verið ráðlegt að nota gler­augu til viðbót­ar við and­lits­grím­una, hand­sprittið og handþvott­inn auk þess að gæta að ör­uggri fjar­lægð frá öðru fólki í ljósi þess sem kem­ur fram í grein­inni?

„Ég tel ekki ástæðu til að breyta um til­mæli fyrr en niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar ligg­ur fyr­ir,“ svaraði Þórólf­ur.

Það er ekkert annað! Já, vissulega eru til rannsóknir sem sýna að smit geti átt sér stað í gegnum augun. Á þá ekki að verja fólk? Setja á það gleraugu ofan á grímuna? Þokan sem myndast hægir þá kannski á fólki líka. En sundgleraugu henta ekki eins og tímaritið The Lancet bendir á:

Eye protection is underappreciated but still has problems. Various eye protectors might not exclude circumventing air currents, such as the human convective boundary layer. Protectors can obstruct vision, fog up, get in the way (particularly with optical instruments), are uncomfortable (hence diminished or improper use), and when worn as part of a helmet device, reduce communication. Hermetically sealed eye protectors, are generally designed for short-term or medium-term use rather than for 4–8 h intensive care unit shifts. Fogging remains a major problem, due to tear and sweat evaporation, limiting usability and compliance.

Hvað stendur þá eftir?

  • Gleraugu geta varið gegn smiti í gegnum augun
  • Venjuleg gleraugu duga illa
  • Sundgleraugu eru ekki hönnuð fyrir langtímanotkun
  • Leiðbeiningar verða ekki gefnar út um gleraugnanotkun

Blaðamaður ákveður í kjölfarið að setja í stóra fyrirsögn: 

Gleraugun verja fólk mögulega gegn smiti

Í þessu er ekki heil brú. Ætli sundgleraugu séu að seljast upp á Íslandi í þessum skrifuðu orðum? Og kannski eyrnatappar líka? Eða er kannski auðveldast að setja pappírspoka á hausinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta er alveg dásamlegt! Það verður spennandi að fá að heyra um niðurstöður þessarar rannsóknar sem hann verður aldrei beðinn um að sýna máli sínu til sönnunar - frekar en fyrri daginn.

Hvað verður það næst, að rannsóknir bendi til þess að það sé góð vörn gegn smiti að ganga afturábak - eða eitthvað annað jafn gáfulegt?

Kristín Inga Þormar, 10.2.2022 kl. 09:52

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þegar smit er komið út um allt, margir smitaðir og fáir veikir er þá komin endir á þessa inflúensu? 

Hefur þetta allt verið leikrit, en í raun venjuleg inflúensa. 

Hvernig getum við þá hjálpað þessu fólki að hætta leikaraskapnum? 

Ef þjóðin vill gefa bóluefna framleiðendum peninga getur þá Alþingi borgað skatt til bóluefna fyrirtækjanna. Þá gætum við verið laus við að taka þátt í þessu. 

Fyrir nokkrum vikum voru að minnsta kosti 100 milljónir atvinnulausir í heiminum vegna þessarar leikfléttu og vinnustöðum þeirra lokað. 

Við fáum greitt í svona aðstæðum en fólkið í mörgum löndum fær ekki neitt. 

Við megum skammast okkar. 

Leikhúsin gætu haft svona leiksýningar, en við gætum leift fólkinu að búa til vörurnar til að allir geti lifað. 

En þetta er ekkert grín. 

Egilsstaðir, 10 02,2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.2.2022 kl. 19:06

3 identicon

hér er lausnin :) Mr Grey a Twitter:

Emil (IP-tala skráð) 11.2.2022 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband