Skaðsemi sóttvarnaraðgerða

Fyrir aðdáendur breska vinstrifjölmiðilsins The Guardian langar mig að benda á þessa frétt um skaðsemi harðra sóttvarnaraðgerða sem fá jákvæða umfjöllun hjá fjölmiðlinum. Þar segir meðal annars:

Largely voluntary behaviour change worked in Sweden and it should have been allowed to progress in the UK, argues Woolhouse. Instead, we plumped for an enforced national lockdown, in part because, for the first time in history, we could. Enough business is now done online to allow large parts of society to function fairly well – through video conferences and online shopping. “But it was a lazy solution to a novel coronavirus epidemic, as well as a hugely damaging one,” he adds.

Eru blaðamenn vinstrifjölmiðilsins orðnir eitthvað skotnir í sænsku leiðinni? Það er gott. Enda eru nú sóttvarnaraðgerðir að bráðna af fjölmörgum ríkjum í Norður-Evrópu, nema Íslandi auðvitað en sjáum hvað setur með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Íslendingar virðast margir hverjir ennþá hlynntir þessum sóttvarnaraðgerðum og ekki tilbúnir að sleppa þeim svo glatt, enda skunda þeir í þúsundavís með grímurnar sínar í sýnatökur til að láta athuga hvort þeir séu með einhverja pest sem leggur enga nema aldraða og/eða fólk sem var veikt fyrir.

Rétt eins og gamla góða flensan sem ákvað að taka sér frí þegar "drápsveiran" kom til sögunnar, hefur gert í gegnum tíðina án þess að öllu sé skellt í lás.

Það er ótrúlegt að við séum núna að fara inn í þriðja árið af þessari hysteríu.

Kristín Inga Þormar, 7.2.2022 kl. 18:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Þetta er alveg hreint magnað. Ég get sosem skilið að fólk sé margt hvert bara að láta prófa sig til að fá frelsi án þess að nágrannar sigi á það lögreglunni en alveg magnaðar þessar spurningar í ýmsum hópum sem hefur ekki hugmynd um hvort það eigi að vera í stofufangelsi eða ekki og fær þau svör að vera heima eða fara í enn eina sýnatökuna.

Nú fyrir utan hvað yfirvöld gera þessa sýnatöku á Íslandi óþægilega með því að nota enn langa pinna og nefkoksýni. Sadismi?

Geir Ágústsson, 8.2.2022 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband