Fimmtudagur, 3. febrúar 2022
Hægist á heilaþvottavélinni
Ef það er eitthvað sem veirutímar hafa kennt okkur þá er það að "mainstream media" (MSM) og klappstýrur þeirra hjá stóru samfélagsmiðlunum eru ekki veitur og upplýsingabrunnar heldur áróðursvélar.
MSM hafa fyrst og fremst talið það vera verkefni sitt að ritstýra umræðunni, loka á gagnrýni, uppnefna valkosti við ríkjandi kenningar yfirvalda hverju sinni, halda okkur hræddum, kasta þoku yfir stóru heildarmyndina og þagga niður í óþægilegum röddum hvort sem viðkomandi eru læknar, vísindamenn eða bara fólk úti í bæ að reyna ná utan um eitthvað umræðuefni.
En sem betur fer eru til valkostir við heilaþvottavélarnar. Sem reglulegur hlustandi Tom Woods þýðir ekkert fyrir mig að nota Youtube, til dæmis, því þar eru umræður fjarlægðar ef minnst er á snemmmeðferðir við COVID-19 og valkosti við sprauturnar (en jafnharðan hlaðið upp á öðrum veitum). Þess í stað er hægt að nota Odysee. Tom heldur úti lokuðum umræðuhópi sem hann færði fyrir ekki ýkja löngu síðan frá Facebook til MeWe til að forðast ritskoðun. Tom veltir því fyrir sér hvort hlaðvarpsveiturnar séu næstar á dagskrá ritskoðunar en þær hafa sloppið hingað til.
Við sem eldri erum munum sennilega halda okkur við Facebook eitthvað áfram. Þar er jú öll fjölskyldan og auðvelt að henda í viðburði sem ná til nánast allra, nú eða finna einhvern vin eða fjölskyldumeðlim og senda skeyti á viðkomandi. En eftir því sem fleiri raddir eru þaggaðar niður og færa sig annað, þeim mun minni ástæða er til að nota samfélagsmiðilinn að staðaldri.
Notendum Facebook fækkar og hlutabréfin hríðfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Líklega að detta í 2. ár síðan ég hætti á FB,Twitter,Instagram,Whatsup og útaf þeirri prinsip ástæðu að á einhverjum tímapunkti þarf maður að "stand your ground". Því fleiri sem gera þetta því meira erum við að slá vopnin úr höndunum á MSM og glóbalistum. Það er ekki hægt að berjast fyrir málfrelsi, berjast á móti ritskoðun með hægri ef maður er á sama tíma að fæða það með vinstri. Sá góðar fréttir í dag að FB er að missa daglega notendur þeim er sem sagt að fækka í fyrsta skipti í 18.ár. Hlutabréfin lækkuðu um 20% eða um 200 billin dollars sem er víst met á hlutabréfamarkaðinum. :)
Þröstur R., 3.2.2022 kl. 14:28
Þröstur,
Mér finnst fínt að hafa eitthvað torg sem allir stunda til að leita að notuðu hamstrabúri og rífast þar til ég er bannaður í einhverjum hópum. En fyrir þá sem vilja deila vísindagreinum og gagnrýna yfirvöld er hægt að finna aðra staði. Ég er að fóðra drekann, ég veit, en ef ég finn hamstrabúrið þá er það allt í lagi. Læt eiga siga að smella á auglýsiningar ef ég get, en er sjálfur að auglýsa svolitla þjónustu stundum og næ í kúnna á Facebook.
Geir Ágústsson, 3.2.2022 kl. 21:42
Eins og sjá má af Joe Rogan, eru streymisveitur og hlaðvörp í siktinu núna. Ég nota ekkert af þessu eins og Þröstur og er ekki að missa af neinu, heldur öðlast maður ansi margt í staðinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2022 kl. 23:39
Gotflýit að senda t að heyra hef engan þorað spyrja ég er ekk svo alræmdMikiðdjöss frekja er etta i okkar landi það er eins og það fengi flaut þegar nafnið c..vid birtist þá kom puttinn með þverstrik rautt og þó ég hætti ekki skrifau ég meira ruglingslegt því það truflar:::senda i flýti.Takk fyrir
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2022 kl. 23:42
Skil þig Geir þetta er ekki auðvelt og margir nýta þetta vinnulega séð líka. Konan mín myndi frekar skipta mér út en hætta á fb þannig tök getur þessir samfélagsmiðlar haft á fólk. Tengslanetið getur verið of mikið á fb sem gerir fólki ómögulegt að hætta. En maður sér hinsvegar að það eru alltaf aðrir sem geta og mun fylla í skarið ef þörf er á. Ég er á Telegram sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en ég hætti á hinum miðlunum og ég er mjög sáttur þar eins og er. Engin ritskoðun og er búin að búa mér til mjög gott og öflugt frétta tengslanet. Hinsvegar ef þessi miðill byrjar á ritskoðun þá mun ég flýtja mig yfir á næsta og svo koll af kolli.
Þröstur R., 4.2.2022 kl. 08:29
"Rogue remedies like ivermectin and hydroxychloroquine are most popular among people who are skeptical of vaccines and other treatments — precisely because those treatments haven’t gone through the same process of scientific and expert review that they distrust. For people who are suspicious of mainstream scientific thought, information that appears to come from other sources often seems independent, insightful and brave. These skeptics insist that they can evaluate health information themselves, and contested claims from nonofficial sources let them feel like they’re doing so, which can paradoxically make those claims seem truer and therefore more appealing than the mainstream ones." https://www.washingtonpost.com/outlook/2021/09/07/ivermectin-vaccine-skeptics/
Sama á sennilega við um þá sem sækja í samfélagsmiðla, vafasamar jaðarsíður, samsærissíður og falsmiðla frekar en traustar og viðurlkenndar fréttaveitur.
Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2022 kl. 10:34
Sæll Geir,
Fyrirgefðu en við höfum hér á landi mjög léleg heilbrigðisyfirvöld, svo og þar sem að allt er gert til þess eins að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum, eða svo embættismenn hér fái nú allar þessar stóru upphæðir greiddar inn á reikninginn hjá sér. Þrátt fyrir að til séu fleiri hundruð niðurstöður varðandi mátt D vítamíns, þá þarf þessi líka lélegi landlæknir okkar að reyna segja eitthvað annað, til þess þá að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum á tilraunarstigi.
Hvernig er það ætli þetta lið muni nokkuð eftir því að gefa upp allar þessar aukagreiðslur (eða upphæðir) til skatts hér á landi?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2022 kl. 12:02
Gósentíð núna fyrir nýja flytjendur á Spotify, vegna Rogan vs. Neil Young.
Nóg pláss fyrir nýja menn. Ljóslega.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2022 kl. 20:23
Þessi færsla þín Geir er svo mikilvæg fyrir mig sem geng í barndóm sem vísar til dægurlaga teksta (mér er sagt að þegja meðan fréttatiminn er),en melti hann samt og greini.Það er alltaf hægt að tjá sig um,ann seinna og aðrir gera það þótt forboið sé. Steini sendi þér kveðju og takk fyrir þitt framlag.
Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2022 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.