Mánudagur, 17. janúar 2022
Súlan og faðmlag forsetafrúarinnar
Hér er mynd sem ég tek að láni (héðan) því hún er einfaldlega of góð til að deila ekki:
Þetta er forsetafrú Íslands að faðma súlu.
Sturlunin er orðin algjör.
Ætli súlan sé sprittuð eftir hvert faðmlag?
Gott að sjá að frúin er með grímu úr því hún virðir ekki tveggja metra fjarlægð frá smitandi súlu.
Viltu vera hluti af þessum sértrúarsöfnuði sem faðmar súlur í staðinn fyrir manneskjur? Eða er kannski kominn tími til að ranka við sér úr 2 ára roti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Klapp fyrir þessu..
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.1.2022 kl. 11:04
Ekkert sem bannar faðmlög...getir þú treyst því að viðtakandinn kvarti ekki yfir kynferðislegu áreiti og láti reka þig.
Vagn (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 11:34
Þessi mynd ber því glöggt vitni hvernig vitleysan og "HJARÐHEGÐUNIN" í kringum þessa "VEIRU" er orðin......
Jóhann Elíasson, 17.1.2022 kl. 11:35
Af hvaða tilefni var Eliza Reid Th. Johannesson
að faðma súlu? Steypta súlu.
Var hún að kolefnisjafna hana, eða veiruverja?
Eða var hún að kyngreina súluna?
Var Gudni Thorlacius med i for?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 12:29
Vagn,
Takk fyrir að leiðrétta útbreiddan misskilning sem meðal annars var einhverjum tilefni til að búa til skilti og hengja á súlu sem laðaði svo að sér forsetafrú.
Ég faðma og knúsa og tek í hendur sem aldrei fyrr og hef blessunarlega sloppið við neikvæðar afleiðingar af slíku hátterni svo ég held uppteknum hætti. Vil árétta að ég faðma bara manneskjur, ekki súlur (finnst nauðsynlegt að taka það fram til að forðast allan misskilning).
Geir Ágústsson, 17.1.2022 kl. 12:58
Áttu svör við spurningum mínum, Geir,
um súlublæti Elizu?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 13:12
Regla 34.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2022 kl. 17:44
Símon,
Ég hef engin svör en vona að forsetafrú fái nóg af faðmlögum í hennar einkalífi og hafi hér bara verið að niðurlægja sjálfa sig til að láta öðrum líða betur.
Geir Ágústsson, 17.1.2022 kl. 20:17
Ég hef engan áhuga á því að vera hluti af þessum Covid sértrúarsöfnuði, hef umgengist og faðmað fólk án þessarar furðulegu hræðslu við einhverja veiru - þrátt fyrir að mér sé sagt nánast 24/7 að ég eigi að vera það.
Og merkilegt nokk, þrátt fyrir að vera ósprautuð með öllu, þá hefur veiruskrattinn engan áhuga á að smita mig, eða getur það kannski ekki því ég hef eitthvað sem heitir meðfætt ónæmiskerfi sem ég hef passað upp á að viðhalda allt mitt líf.
Ég hef heldur aldrei fengið mér flensusprautu - og aldrei fengið flensu.
Kristín Inga Þormar, 17.1.2022 kl. 22:36
Takk fyrir svarið, Geir.
Líkast til rétt til getið, að hún hafi bara verið að lítillækka og niðurlægja sjálfa sig, af sýndarmennskuþörf. Það ku vera í tísku núna, sér í lagi hjá hinum pólitískt rétttrúuðu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 22:53
Sæll Geir,
Það er eins og hún sé að styðja og/eða taka undir hræðsluáróður allra þessar ritsýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðla hér á landi.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2022 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.