Nýtt spor

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, segir að með nýjustu takmörkunum og hertum sóttvarnaraðgerðurm séu yfirvöld á leið út af sporinu.

Hvaða spori?

Íslensk sóttvarnaryfirvöld hafa aldrei markað einhverja stefnu. Einn daginn á að fletja út kúrvuna, þá næstu að útrýma veirunni. Um morguninn er boðað að ná fram hjarðónæmi en um síðdegið að telja smitin. Eina stundina þarf að herða á landamærum til að verja skólana og þá næstu að loka bæði landamærum og skólum. Spítalinn þolir ekki meira og það þarf að aðlaga samfélagið að honum en þegar innlögum fækkar eða fjöldi þeirra stendur í stað þá eru aðrar veirur nú orðnar skæðar og viðhalda neyðarástandi. Nema auðvitað að það sé eldgos sem viðheldur sóttvarnaraðgerðum.

Sem sagt: Ekkert spor annað en hræðsla og örvænting.

Mörg ríki og raunar heimsbyggðin í heild sinni upplifa nú mikla fjölgun smita en í sífellt minni mæli fjölgun innlagna og veirutengdra dauðsfalla. Á einu sporinu eru ríki sem ætla að nýta tækifærið og minnka áherslu á smitrakningu, losa um takmarkanir og leyfa unga fólkinu að kasta veiru sín á milli þar til hún finnur ekki fleiri viðtakendur. Á hinu sporinu eru smitteljararnir sem sjá ekkert annað. Þeir vilja takmarka og herða. Þennan mun má sjá með berum augum með því að horfa á brot úr fótboltaleikjum Evrópu um helgina. Á sumum leikvöllum sitja örfáar hræður með grímur í stúkunni. Á öðrum er þéttsetið af grímulausu fólki að fagna liði sínu og lífinu.

Ísland er ekki á leið út af sporinu. Það hefur aldrei verið á einhverju spori öðru en að telja smit, finna afsökun til að túlka þá talningu á sem verstan veg og skrifa minnisblöð upp úr þeirri hugmyndavinnu. Flóknara er það víst ekki að vera eini sóttvarnalæknir lítillar og hræddrar þjóðar.


mbl.is Erum á leið út af sporinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband