Jólagjöfin sem heldur áfram að gefa

Nýja veiruafbrigðið er að reynast vera jólagjöf sem heldur áfram að gefa. Eftir því sem það breiðist meira út, þeim mun minna vandamál verður þessi svokallaði heimsfaraldur.

cov_smit_vs-death

Þetta hafa ýmis ríki nýtt sér og létt aðgerðir eða afnumið þær, hætt smitrakningu og aflýst neyðarástandi. 

Danir opna til dæmis kvikmyndahús og söfn og annað gott á sunnudaginn. Undanfarnar vikur hafa greinst um 20 þús. smit á dag í Danmörku sem svarar til um 1300 smita á dag á Íslandi miðað við höfðatölu. 

Á Íslandi eru að greinast um 1000 smit á dag og fjöldi innlagna undir bjartsýnustu spám. Samt er verið að herða aðgerðir.

En auðvitað kyngja Íslendingar þessu og sennilega af mörgum ástæðum: Vantrausti á lækna, oftrausti á opinbera embættismenn, viljaleysi til að endurheimta líf sitt, ótta við veiru sem fyrir langflesta er jafnhættuleg og flensan nú eða eru einfaldlega heilaþvegnir af fréttamönnum. 

Góða skemmtun Íslendingar í umhverfi 10 manna samkomutakmarkana. Sem betur fer eru allir með áskrift að Netflix og Stöð 2 til að stytta sér stundir í óttasleginni einangruninni. Fólk? Óþarfi. Félagalíf? Byrði. Vinna? Óþægileg. Bætur? Góðar.


mbl.is Nokkuð sátt með þátttöku í bólusetningum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

100% of Covid-19 Vaccine Deaths were caused by just 5% of the batches produced according to official Government data

https://howbad.info/

https://dailyexpose.uk/2021/10/31/100-percent-of-covid-19-vaccine-deaths-caused-by-just-5-percent-of-the-batches-produced/

Guðmundur Jónsson, 14.1.2022 kl. 23:31

2 identicon

Sæll Geir.

Þetta minnir á þegar prestar a.m.k. í katólskum sið
veittu mönnum síðasta sakramentið og sögðu þá er þeir
námu síðustu óskir og voru einir um skilninginn:

Gefur hann enn blessaður!

Þessi helvítismaskina sem gefur og gefur er athyglisverð!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.1.2022 kl. 14:57

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.1.2022 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband