Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Bæði og
Svíar hafa nú af einhverjum ástæðum ákveðið að innleiða einhvers konar bólusetningarpassa, eða hvað? Á nú að fara mismuna fólki? Útiloka suma?
Það eru einhver atriði við sænsku leiðina sem er mikilvægt að benda á til aðgreiningar frá ráðstöfunum í ýmsum öðrum ríkjum. TheLocal gerir það ágætlega. Dæmi:
Swedens culture minister, Amanda Lind, stressed that the government was not enforcing vaccine passes on those holding larger indoor events, only allowing them to dispense with restrictions if they decided required them.
Einnig:
The possibility of requiring a vaccine pass is not currently expected to be extended to restaurants, bars or similar establishments, as has been the case in France, Denmark and other countries so long as they do not hold dance events.
Nú er að sjá hvort einhver fylgist með þessu eða taki mark á þessu eða velji að nýta sér þessa leið til að fækka viðskiptavinum sínum.
Svíar kynna bólusetningarpassa fyrir samkomuþyrsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeim fækkar sífellt löndunum þar sem mannréttindi eru virt.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.11.2021 kl. 13:47
Ummæli menntamálaráðherrans eru hreinræktuð nýlenska (newspeak). Það á ekki að skylda viðburðahaldara til að krefjast sprautupassa, heldur bara að setja á þá harðar takmarkanir ef þeir gera það ekki. Eini munurinn er að í stað skyldu kemur þvingun, sem er bitamunur en ekki fjár.
"so long as they do not hold dance events"
Á semsagt að banna ósprautuðum að dansa, nema þá kannski bara einir heima hjá sér? Það væri fróðlegt að sjá rök fyrir því að fólk smiti meira þar sem er dansað en á öðrum stöðum. Reyndar má alveg bera þetta saman við Ísland þar sem er nú þegar bannað að dansa á börum vegna þess að samkvæmt gildandi reglum verða gestir að vera sitjandi. Munurinn er þó sá að þær reglur gilda fyrir alla og mismuna engum (ekki ennþá a.m.k.).
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 16:00
Guðmundur,
Það er alveg rétt hjá þér. Ef þú vilt halda eðlilegan viðburð þá kemur þessi passi inn sem hálfgerð forsenda. En þeir orða hlutina svo krúttlega stundum, Svíarnir og nú er bara að vona að yfirvöld nenni ekkert að fylgjast með framkvæmd á meðan viðburðarhaldarar svindla eins og enginn sé morgundagurinn.
Geir Ágústsson, 18.11.2021 kl. 16:54
Æ ó aumingja Geir.
Enginn hlustar á þig nema kannski hugsanlega ég.
Hvernig fór þetta svona hjá þér??, fyrrum kotrosknum í Danaveldi sem benti mörgum fingur á ættjörð sína?
"Þið eruð út úr kú miðað við afslakanir nágrannalanda ykkar".
Og núna erum við líka út úr kú, nema í þá vegu að við mismunum ekki ennþá fólki sem kýs að láta ekki bólusetja sig.
Einhver hefði talið þörf á naflaskoðun eða jafnvel afsökunarbeiðni??
Ekki gagnvart rafeindinni, hún er hvorki þessa heims eða annars, heldur gagnvart öllu því fólki sem sótti sér næringu í fingur þína gagnvart íslenskum sóttvarnaryfirvöldum.
Vitnaði jafnvel Andrés greyið ekki i því í Staksteinum, á ákveðnum tímapunkti þóttir þú fóðra hið svarta myrkur hægri öfga.
Allavega Geir, það er ekki mikil syndaaflausn að rífast við Svía, þjóðina sem skimaði ekki, falsaði dánartölur, gerði sig seka um glæpi gegn mannkyni.
Ekki nema að þér hugnast ekki lengur þeir vesalingar, ólíkt hægri öfganum á Morgunblaðinu sem sívitnar í það auma fólk, að þú hafir fengið nóg af því.
Persónulega held ég að þér hafi aldrei líkað það skrifræði dauðans.
En það er jú aðeins mitt mat.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.11.2021 kl. 18:11
Ómar,
Takk fyrir vorkunn þína og samúð fyrir aðstæðum mínum. Ég er afskaplega ánægður með Íslendinga og hvernig þeir hafa spyrnt við fótum þegar kemur að mismunun gagnvart læknisákvörðunum. Vonum að það endist þótt þrýstingurinn sé gríðarlegur. Meira að segja Þórólfur er "sem stendur" á móti slíkri mismunun.
Annars er nú alltaf í boði í DK að fara í próf eð krækja sér í veiru til að öðlast full borgaraleg réttindi í skamman tíma. Í danska fangelsinu er mögulegt að skreppa út og viðra sig til jafns við aðra. Mér sýnist Svíar ekki ætla að bjóða upp á slíkt í ákvörðun þeirra sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti (flöt smitkúrva svo vikum skiptir og þá er boðað til takmarkana frá 1. des. - af hverju í ósköpunum?).
Annars er nú gott og slæmt við öll samfélög. Í veirumálum alveg sérstaklega.
Geir Ágústsson, 18.11.2021 kl. 18:23
Þórólfur segir nú bara "að svo stöddu" en er nú að ýja að því að:
Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta.Frá sóttvarnalækni (covid.is)
Á þetta vera gulrót til þess að drífa sig í þriðju sprautu?
Auður (IP-tala skráð) 18.11.2021 kl. 19:28
Auður,
Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er Þórólfur meiri stjórnmálamaður en stjórmmálamennirnir. Enda lífseigur með eindæmum nú þegar varað er við ferðalögum til Íslands og Íslendingar í herkví á leið í þriðju sprautuna af tíu. Nema kannski þeir sem drápust úr sprautum, enduðu í hjólastól eða eru komnir með gangráð.
Geir Ágústsson, 18.11.2021 kl. 20:46
Jamm og jæja Geir.
Þetta gerist alltof oft hjá okkur, svona miðað við útgangspunkt okkar í stjórnmálum.
Við endum sammála.
Shit.
Heyrðu, þó ég legði mig fram, get ég ekki búið til ágreining við andsvar þitt.
Dagurinn sem réttmæt gagnrýni þín, og munum að aðeins andlega dauð samfélög líða ekki gagnrýni, gerir ekki lítið úr alvarleik veirukvikindisins, þá er það dagurinn sem ekki hægt að bögga þig lengur með hinu og þessu, eins og hér að ofan, sem tengist þér lítt eða ekkert.
En ég hygg að fái þig til að svara út frá hjartanu, ekki frösum.
Það sem er, það er, og í raunheimi eru viðbrögð við því alltaf ófullkomin, en öll gagnrýni á hin ófullkomnu viðbrögð, missir mark ef á einhvern hátt er gert lítið úr alvarleik mála.
Hversu sanngjörn og réttmæt hún er.
Og það í raun Geir styrkir hið ófullkomna sem manni finnst að mætti betrumbæta, eða nálgast út frá öðrum og skynsamari sjónarmiðum.
Margt má setja út á hérna, en það gildir líka um önnur lönd, öll lönd.
Alveg eins og margt gott er gert hérna, líkt og annars staðar.
Ef forsendurnar eru heilar, þá er gagnrýnin það líka, þá er hún tæk í rökræðu og mat.
Og skilar einhverju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.11.2021 kl. 21:00
Trump fer að líta út eins og hvítskúraður engill.
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 18.11.2021 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.