Miđvikudagur, 17. nóvember 2021
Tómur strćtó
Ţćr verđa alltaf furđulegri ađferđirnar til ađ lokka fólk til ađ láta sprauta sig. Nú á ađ keyra tóman strćtó hingađ og ţangađ ţví hugmyndin er sú ađ fólk vilji alveg rosalega láta sprauta sig en bara kemst ekki á stađinn. Eru menn hérna vísvitandi ađ blekkja sjálfa sig?
Allir Íslendingar yfir 40 ára aldri eru yfir 90% tvísprautađir og sumir núna ţrísprautađir. Fyrir sjötuga og eldri er hlutfalliđ nálćgt 100% í tvísprautun og sennilega mjög hátt í ţrísprautun. 74% hlutfall 12-15 ára (ţar af 67% tvísprautađir) hafa látiđ sprauta sig (og sumir náđ sér í hjartavöđvabólgu og óreglu á tíđarhringnum í leiđinni).
Fleiri og fleiri vita ađ ţeim stafar frekar lítil hćtta af ţessari veiru eins og öđrum og ađ sprautur geti haft í för međ sér hćttulegar og jafnvel banvćnar aukaverkanir. Ţetta fólk vill einfaldlega ekki taka áhćttuna. Menn geta svo básúnađ um smithćttu og álag á illa reknum spítala eins og ţeir vilja og auđvitađ um hćttuna af ţví ađ smita ţetta svokallađa bólusetta fólk en ţeir sem vilja ekki veđja heilsu sinni og lífi á sprautu eru ekki ađ fara skipta um skođun af ţví tómur strćtó keyrir framhjá.
En hvernig má ţá fá fólk í sprautur? Jú, međ gömlu góđu ađferđunum sem Ţórólfur nokkur Guđnason lýsti í grein áriđ 2018 (áhersla mín):
Fá lyf undirgangast eins viđamiklar og strangar rannsóknir hvađ öryggi og árangur varđar og bóluefni áđur en ţau eru tekin í almenna notkun. Áđur en bóluefni eru sett á markađ eru ţau rannsökuđ hjá mörg ţúsund einstaklingum til ađ kanna árangur ţeirra og öryggi. Ţessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgćfum aukaverkunum og ţví er einnig fylgst náiđ međ hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir ađ ţau hafa veriđ tekin í almenna notkun. Međ ţessu móti er hćgt ađ finna mjög sjaldćfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna. Niđurstöđur slíkra rannsókna hafa sýnt ađ alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuđ eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíđar, eđa um ein aukaverkun á hverjar 500.000-1.000.000 bólusetningar. Ţetta ţýđir ađ á Íslandi má búast viđ einni alvarlegri aukaverkun á um 40 ára fresti. Fjöldi aukaverkana er ţannig óverulegur í samanburđi viđ ţann árangur sem sést af bólusetningum.
Sem sagt: Andstćđan viđ ađ drífa nýjum tilraunalyfjum í gegnum neyđarleyfi og sprauta svo í hverja einustu lifandi sál međ margfalt hćrri líkum á lífshćttulegum aukaverkunum en gengur og gerist í bólusetningum. Margfalt!
Vilji menn ná seinustu hrćđunum inn í sprautu ţá ţurfa menn einfaldlega ađ vinna heimavinnuna sína: Prófa lyfin til fulls, sannreyna virkni ţeirra og minnka líkurnar á alvarlegum aukaverkunum og andlátum í kjölfar sprautu.
Ţeir sem vilja taka áhćttuna í prófunarferlunum eiga auđvitađ ađ fá ađ gera ţađ (međ ţessi lyf eins og önnur) en stjórn samfélagsins á ekki ađ miđast viđ ađ sem flestir gerist tilraunarottur.
Hinn möguleikinn, sem ţví miđur er ađ vaxa í vinsćldum, er ađ merkja ósprautađa sem einhvers konar holdsveikisjúklinga, meina ţeim ađgang ađ samfélagi manna og uppnefna ţá sem álhatta og samsćriskenningasmiđi.
Megi sprautustrćtóinn keyra tómur sem lengst.
Strćtó notađur viđ bólusetningarátak | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er ekki búiđ ađ stíga regndansinn nema í nokkra daga og viđ erum farin ađ sjá árangur strax. Ţađ vćri samt mjög ánćgjulegt ađ fá einhverja áćtlun um hvernig eigi ađ losna út úr vítahring sóttvarna sem eru til ţess fallnar ađ viđhalda vírusnum. Ţađ er alveg ljóst ađ ţađ gerist ekki međ eitur sprautum heldur međ ţví ađ láta vírusinn ganga yfir á međan hann er ekki hćttulegur. Ef sjúklingar eru međhöndlađir strax međ lyfjum sem virka vel eins og ivermctin og hcq ásamt zinki og d og c vítamíni ţá er enginn ađ leggjast á spítala. Hin leiđin er ađ ađlaga spítalann ađ ţjóđinni og láta vírusinn ganga yfir.
Ţetta er eins og rússnesk rúlletta ţessar sóttvarnir og sprautur. Er enginn međ viti sem getur stöđvađ ţetta?
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráđ) 17.11.2021 kl. 13:28
Ég segi ţađ međ ţér, megi ţessi strćtó keyra tómur sem lengst. Ţetta er ekkert annađ en andstyggileg leiđ til ađ lokka sem flesta í eiturgjafirnar.
Manstu eftir viđtalinu viđ Ţórólf á sínum tíma ţar sem hann sagđi ađ ţađ ţyrfti ađ tryggja ađ nýtt bóluefni ylli ekki skađa?
Hrađspólum fram til gćrdagsins, ţá var búiđ ađ tilkynna um 5.549 aukaverkanir, ţar af 32 andlát og 199 ađrar lífsógnandi.
Ţórólfur er ţögull sem gröfin yfir ţeim, enda aldrei krafinn svara um ţau í fjölmiđlunum.
Kristín Inga Ţormar, 18.11.2021 kl. 09:11
Kristinn,
Mér sýnist nú veiran vera ađ hegđa sér međ svipuđum hćtti í Danmörku og á Íslandi ţótt í Danmörku séu engar grímur og takmarkanir helst bundnar viđ ađ sýna vottorđ um sprautu, fyrra smit eđa nýlegt neikvćtt próf á veitingastöđum eđa ţar sem fleiri en 200 manns koma saman innandyra.
En fyrirbyggjandi međferđir? Snemmmeđferđir? Ekki komiđ á kortiđ í Vesturlöndum ţví miđur. Indlandi, El Salvador og fleiri ríkjum sem fá engar sprautur eđa hafa ekki efni á ţeim, en ekki Vesturlöndum.
Kristín,
Ţessi ţögn er ćrandi. Ég varđ t.d. fyrir svolitlum vonbrigđum međ ađ aukaverkanir hafi ekki komiđ til tals í annars mjög góđu hlađvarpi um veiruna á vegum Ţjóđmála. Ţar rćddu ţrjár efasemdarmanneskjur um ágćti Covid-fasismans um ástandiđ en nefndu aldrei neikvćđ áhrif af sprautunum og álagiđ sem ţćr hafa valdiđ heilbrigđiskerfinu og fólki.
Geir Ágústsson, 18.11.2021 kl. 10:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.