Sunnudagur, 7. nóvember 2021
Heilbrigðiskerfið og endalausa neyðarástandið
Eftir 20 mánuði af veiru eru margir byrjaðir að spyrja sig hvernig stendur á því að íslenska heilbrigðiskerfið virðist ekki geta tekið við örfáum hræðum án þess að allt ætli um koll að keyra. Einu sinni gat Landspitalinn tekið við tugum einstaklinga í bæði almenn legurými og gjörgæslu án þess að yfirmenn spítalans blésu til neyðarástands, meira að segja þegar fjármagn var af mun skornari skammti og starfsfólk töluvert færra.
Til að skilja vandræði heilbrigðiskerfisins í heild sinni er til gott dæmi í nýlegri frétt um vandræði konu sem þarf nauðsynlega að komast í aðgerð.
Fyrirsögnin segir hálfa söguna:
Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni
Svona svipað og gildir um liðskiptiaðgerðir (en þar er greitt fyrir aðgerðina í Svíþjóð en ekki heima).
Grípum niður í mismunandi staði í fréttinni:
Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. ...
Konan segir að steininn hafi tekið úr þegar hún var afar verkjuð en fékk þau svör að hún ætti ekki heima á kvennadeild Landspítalans þar sem kvenlíffærin hefðu verið fjarlægð úr henni og hún væri ekki ólétt. Var henni bent á að leita á bráðamóttökuna. ...
Konur geta nú þegar sótt sér aðstoð utan opinbera heilbrigðiskerfisins en frá og með næsta febrúar mun Jón Ívar Einarsson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sinna sjúklingum hjá Klíníkinni þrjár vikur í mánuði. ... Við förum bara af stað og svo vonumst við bara til að menn sjái að við erum að gera góða hluti og að það verði samið við okkur fyrir rest, segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. ... Aðgerðin hér heima mun kosta hana 600 þúsund krónur en ef konur sjá sér ekki fært að bíða eftir þjónustu Landspítalans og leita til Klíníkurinnar í staðinn þurfa þær að greiða 1,2 milljónir fyrir legnám og 1,2 milljónir fyrir aðgerð við legslímuflakki.
Hér blasir við að fé fylgir ekki sjúklingi. Það gerir það bara stundum gefið að peningarnir renni í vasa erlends aðila, opinbers eða einkaaðila. Hinn íslenski einkaaðili getur auðvitað sinnt sínum skjólstæðingum en þarf svo að afhenta stóran hluta af því sem hann rukkar til ríkisins í formi virðisaukaskatts (auk launatengdra skatta). Ríkisvaldið er því einfaldlega komið í blússandi hagnaðardrifinn rekstur á heilbrigðisþjónustu - með því að neita fólki um hana.
Hér virðist líka birtast dæmi um lélegan rekstur þegar kona með vel þekkt ástand sem þjáist af miklum sársauka er send úr deild niður í bráðamóttöku. Er ekki bráðamóttakan búin að kvarta mest allra deilda yfir álagi? Skiljanlega ef læknar annarra deilda geta fengið að geyma sína sjúklinga þar.
Spítalinn hefur úr að moða töluvert meira fé en fyrir örfáum árum. Þar vinna líka fleiri en áður. Samt fækkar rúmum og geta spítalans til að rækta skyldur sínar minnkar. Yfirvöld gera svo illt verra með því að raða fólki á langa biðlista og neita hreinlega að borga fyrir nauðsynlega þjónustu. Farðu til útlanda, fjarri tengslaneti, fjölskyldu og kunnuglegu umhverfi eða þegiðu á þínum biðlista!
Þeir sem eru heppnir sleppa svo kannski við utanlandsferðirnar en eru í staðinn sendir á milli landshluta til að finna lausa læknatíma. Kannski kostar það hið opinbera lítið en álagið sem lagt er á sjúklinga hlýtur að vera töluvert að ógleymdum kostnaðinum og tímasóuninni.
Til að kóróna vangetu spítala og þvermóðsku yfirvalda á svo að kenna örlitlu hlutfalli ungs og hrausts fólks, sem lætur varla sjá sig á spítala sama hvað, um að setja þurfi á takmarkanir og troða grímum upp í fólk.
Hvað segðu Íslendingar ef bílatryggingar þeirra dygðu jafnilla og sjúkratryggingarnar? Þeir myndu segja slíkum tryggingum upp og ýmist spara sér iðgjöldin eða finna betra tryggingafyrirtæki. Eða hreinlega stofna eitt slíkt.
En í staðinn er þeim gert að borga svimandi fjárhæðir og fá í staðinn ekkert. Hvað er slíkt kallað í daglegu tali? Jú, rán um hábjartan dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Við erum með heimsmet í alvarlegum aukaverkunum eftir þessar svokölluðu bólusetningar, svo og ef við höldum þessu áfram, þá verðum við með endalaust neyðarástand hér á landi.
En það er rétt það má víst ekki tala um alvarlegar aukaverkanir eftir þessar svokölluðu bólusetningar, sem að eru og hafa verið koma upp á bráðamóttökunni, hvað þá í Evrópu í þessu ritstýrðu og ríkisstyrktu fjölmiðlum hér.
KV.
COVID-19 MRNA VACCINE MODERNA (CX-024414)
COVID-19 MRNA VACCINE PFIZER-BIONTECH
COVID-19 VACCINE ASTRAZENECA (CHADOX1 NCOV-19)
COVID-19 VACCINE JANSSEN (AD26.COV2.S)
https:/1000covidstories.com
vaxpain.us
https://www.c19vaxreactions.com/real-video-stories.html
https://www.vaxlonghaulers.com/
https://mypatriotsnetwork.com/patriot/wtf-over-1000-pages-of-horrifying-pictures-stories-facts-about-covid-vaccines/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 10:57
Ríkið, maður. 3. flokks vara fyrir 3X verð.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2021 kl. 21:10
Dagurinn sem vísindin urðu að trúarbrögðum ...
Áttundi dagurinn?
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 22:11
Sæll Heiðar Þór,
"Dagurinn sem vísindin urðu að trúarbrögðum ..."
Hvað dagur er áttundi dagurinn?
"A group of medical doctors and the leader of the Turkish Welfare Party issue a grave warning to the world. They show photos of babies born with severe genetic birth defects, like a baby with a tail, one eye, covered in hair or with multiple arms and legs. 'This is what could happen, as the result of the gene therapies that are injected into our people' they say..“ sjá myndband
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 10:48
Áttundi dagurinn, nýtt upphaf eða nýr veruleiki.
Firsti dagurinn eftir endinn, sumir gætu kallað það " the great reset "
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.