Mánudagur, 11. október 2021
Tökin hert
Sprautur áttu að bjarga málunum og enda veirutíma. Allir í sprautu og höftum má aflétta! Svo fór þó ekki. Sprauturnar verja ekki gegn því að smita eða smitast. Í besta falli verja sprauturnar þá sem fá þær gegn alvarlegum veikindum, rétt eins og fæðubótarefni, heilsusamlegur lífsstíll, ýmis lyf og gott mataræði. Að því sögðu er sjálfsagt að þeir sem vilji fái sprautu en ekki í nafni heimsfaraldurs heldur sem tæki til að verja eigin líkama gegn alvarlegum veikindum. Og þrátt fyrir sprauturnar eru ennþá margir áhættuhópar sem þarf að huga sérstaklega að, eða eins og nýleg rannsókn kemst að:
Several clinical risk factors for severe covid-19 outcomes despite vaccination have been identified: Downs syndrome, kidney transplantation, sickle cell disease, care home residency, chemotherapy, recent bone marrow transplantation or a solid organ transplantation ever, HIV/AIDS, dementia, Parkinsons disease, neurological conditions, and liver cirrhosis
Og hvernig hugar maður sérstaklega að áhættuhópum? Jú, með markvissri vernd sem svo er skilgreind (í hinni svokölluðu Great Barrington yfirlýsingu):
Mannúðlegasta nálgunin, þar sem jafnvægi ríkir milli áhættu og ávinnings meðan hjarðónæmi næst, er að þeir sem eru í lágmarkshættu fái að lifa eðlilegu lífi í því skyni að byggja upp náttúrulegt ónæmi gagnvart veirunni, meðan þeir sem í mestri hættu eru njóta betri verndar en nú er.
Þessi orð voru gefin út 4. október 2020 og eru smátt og smátt að verða að veirunálgun margra ríkja á meðan önnur sigla dýpra í fen alræðis.
Veirur geta allar verið einhverjum hættulegar. Margir áhættuþættir eru rækilega kortlagðir og þekktir, svo sem offita. Sprauturnar eru í boði fyrir þá sem vilja (en er víða þröngvað upp á þá sem vilja ekki). Læknar eru seinustu 18 mánuði búnir að finna lyf, meðferðir og aðferðir til að takast á við alvarleg veikindi. Lífum margra er búið að rústa í nafni sóttvarna og skuldafjallið verður sennilega aldrei borgað til baka.
Þess vegna er dapurlegt að lesa fréttir frá ríkjum sem færa sig óðum í átt að fasisma en að sama skapi gleðilegt að norrænu ríkin og mörg önnur eru að færast frá almennu kverkataki á samfélaginu og í átt að markvissri vernd og opnu samfélagi.
Spurningin sem eftir stendur: Hvora leiðina ætla Íslendingar að velja?
Framlínustarfsfólki án bólusetningar sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Athugasemdir
Ef Svandís fær ráðið, nú eða Þórólfur,
þá er ekki spurning hvaða leið þetta fólk tæki okkur.
Beint til andskotans.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.10.2021 kl. 11:12
Það er búið að opna á að yfirvöld geti tekið frelsi af fólki fyrirvaralaust sem er virkilega ógnvekjandi. Þau þráast óeðlilega lengi við að aflétta öllum takmörkum vegna víruss sem er ekki hættulegri en flensa. Þegar þetta er hægt hvað kemur næst???
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2021 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.