Föstudagur, 24. september 2021
Orkukreppan breiðir úr sér
Evrópubúar þjást nú af gasskorti og sá skortur á sér margar ástæður og jafnvel að breiða úr sér á heimsvísu eins og hér er rakið.
Í Danmörku er stærsta gasvinnslusvæðið, Tyra, í stórri endurnýjun og opnar ekki fyrr en á næsta ári eða jafnvel seinna. Danir þurfa því að flytja inn mun meira af gasi en í venjulegu árferði.
Í Hollandi eru menn smátt og smátt að loka hinu risastóra Groeningen-gasvinnslusvæði vegna ótta við jarðskjálfta.
Í Noregi kom í fyrra upp eldur í risastórri gasvinnslustöð sem breytir gasi í fljótandi gas (LNG). Hún opnar sennilega ekki fyrr en á næsta ári.
Græna orkan veitir litla aðstoð. Óvenjulítið hefur blásið í Evrópu í ár og í Noregi vantar vatn í uppistöðulónin.
Samhliða öllu þessu hefur fjárfesting í nýjum olíu- og gasvinnslusvæðum ekki verið mjög fjörug, bæði vegna lágs olíuverðs en einnig grænna heimsendaspádóma og þrýstings á að hreinlega hætta að leita að olíu og gasi og treysta á veðrið til að framleiða orkuna.
Sem betur fer styttist í að Rússar opni hina risavöxnu (en umdeildu) Nord Stream 2 gasleiðslu, og sem betur fer er hægt að bæta aðeins í raforkuframleiðsluna með vannýttum kolaorkuverum, t.d. í Þýskalandi, gefið auðvitað að það finnist kol og skip til að flytja þau.
Fer ekki að koma tími til að hleypa borpöllunum á Drekasvæðið?
Áhyggjur af matarskorti vegna orkukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sólarsellur og vindmyllur standa ekki undir væntingum og geta ekki knúið grunnorkukerfi. Aðeins hægt að bæta orkunni inn á kerfi sem fyrir er. Dýr orka og óhagkvæm. Lausnin er saltkjarnorkuver sem geta ekki sprungið. Kaldur samruni.
GB (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 12:01
Það er ansi langt síðan Þjóðverjar fóru að verða óþyrmilega varir við að "græna orkan" dugir eim ekki, en áfram halda þeir þó.
Grunar mig að hér séu ekki vitsmunaverur á ferli.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2021 kl. 15:56
Enda þótt Þjóðverjar séu orðnir "grænir" þá er vart hægt að segja að þeir séu grunnhyggnir.
Hvernig sem loftslaginu líður þá munu olíulindir ganga til þurrðar innan skamms, kolanámur einnig þótt síðar verði. En sumir hafa kannski ekki áhyggjur út af því þar sem það muni ekki verða fyrr en eftir þeirra dag.
Það er því óumflýjanlegt að mannkynið finni sér sjálfbæra orkugjafa. Sem betur fer er nú mikil áhersla lögð á að þróa hagkvæmar aðferðir til sjálfbærrar orkuvinnslu, þar gefur nýting sólarorku góðar vonir.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 17:54
Organische Solarzellen aus einer Solarfabrik in Franken | Frankenschau | BR Bayerischer Rundfunk Bayerischer Rundfunk Verified • 141K views 3 months ago
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 18:07
Vandamálið er að þassir loftslags-költistar hafa eitthvað á móti kjarnorku.
Ég er ekki nógu úrkynjaður einu sinni til þess að geta byrjað að skilja hvað liggur þar að baki.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2021 kl. 19:54
Hörður,
Auðvitað verður ekki hægt að sækja meira af kolum, olíu og gasi í jörðina, hvort sem það af þurrð eða óhagkvæmni. Menn hafa í áratugi spáð endalokum olíuvinnslu en svo þurfa kjánaprik eins og Brasilíumenn að finna upp leiðir til að græða á olíu frá 2500 m dýpi djúpt undir glerhörðum saltlögum fyrir litla 35 dollara á tunnuna. Önnur saga.
Kjarnorkan á auðvitað að vera brúin hér á milli jarðefnaeldsneytis og samrunaorku eða annars slíks. Kannski Arabar þeki eyðimerkur sínar með sólarorkuverum og umbreyti orkunni í vetni, metan eða eitthvað annað sem má geyma, og selji svo gegn vægu gjaldi til Vesturlanda, eða hvað? Kínverjar mala svo gull á sjaldgæfu hráefnunum sem þarf til að reisa sólarplöturnar og seglana í vindmyllurnar.
En það er nóg af gasi, svo dæmi sé tekið. Danir hafa samt ákveðið að leita ekki lengur að því. Tyra-svæðinu á að loka árið 2050. Þetta er val, og það kostar. Mikið.
Geir Ágústsson, 24.9.2021 kl. 20:11
Sem smávegis áhersla:
"In terms of the environment, the emissions-intensity rebound in Japan shows what we should expect if nuclear is phased out in the United States. In terms of the economics, the UAE’s success at Barakah dissolves the claim that nuclear energy is inherently too expensive. Nuclear’s high cost in the U.S. is a product of our vetocratic institutions, not of physical systems."
https://www.humanprogress.org/u-s-nuclear-energy-is-falling-towards-a-historic-nadir/
Geir Ágústsson, 24.9.2021 kl. 20:55
Geir.
Upp úr miðri síðustu öld ríkti mikil bjartsýni um að kjarnorkan yrði orkugjafi framtíðarinnar. Ef ég man rétt, þá lýsti ónefndur forsætisráherra yfir áhyggjum af því að ef við yrðum ekki nógu fljótir að virkja vatnsorku landsins, þá myndum við missa af lestinni vegna kjarnorkunnar.
En nýtanlegar úranbirgðir jarðarinnar eru ekki óþrjótandi og svo fóru ýmis vandamál að koma í ljós sem gerðu þennan orkugjafa ófýsilegri, fór þeim fjölgandi með árunum.
Á síðari árum hafa komið upp hugmyndir um að nota þóríum til kjarnorkuvinnslu, í stað úrans, en þar virðast líka vera ýmis ljón á vegium.
Eflaust eru til miklar gasbirgðir í jörðu og gas er umhverfisvænna heldur en kol og olía, en þær eru ekki heldur ótakmarkaðar.
Kannski verður einhvern tímann hægt að virkja vetnissamrunnann, en það er óviss framtíðardraumur.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 21:21
Með bara því úrani sem búið er að vinna úr jörð núna er hægt að lýsa upp heiminn í 250 ár.
Með því að nota Þóríum orkuver er hægt að lýsa heiminn í 2000+ ár.
Svo er til einhver tækni sem getur nýtt núverandi geislavirkan úrgangi í 200.000 ár eða svo.
Menn hafa alveg tíma til að uppgötva nýja hluti. Það má alveg nota það sem er til í millitíðinni.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2021 kl. 23:11
Orkukreppa í Evrópu kallar á hvatningu frekari einkavæðingu raforku á Ísland til útflutnings til Evrópu.
Verða slagorðin: Við Björgum Evrópu! Hvar Væri Evrópa Án Okkar! Gerum Okkar Skyldu! Án Evrópu Værum Við Ekkert! Við Erum Evrópa! ???
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 02:41
Rafmagnsverðið í Svíþjóð heldur bara áfram að hækka og hækka enda er gamla Nordel sem lengi var sameiginlegur markaður Norðurlandanna um raforku nú hluti af European Network of Transmission System Operators for Electricity
Höga elpriser kan bli ännu högre i höst | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 25.9.2021 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.