Þriðjudagur, 14. september 2021
Rotnandi innviðir
Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur ráðið rúmlega 40 sérfræðinga í ár vegna innleiðingar á stafrænni þjónustu. Alls er áformað að ráða rúmlega 60 manns í þessar stöður í ár. Er um að ræða eftirsótta sérfræðinga sem víða er skortur á.
Ég sem hélt að borgin væri gjaldþrota?
Hvað um það. Verkefninu er meðal annars lýst sem svo:
Heimsfaraldurinn sýndi skýrt fram á verðmætin sem felast í góðum tækniinnviðum og sjálfvirkum ferlum og í lok árs var ÞON [Þjónustu- og nýsköpunarsvið borgarinnar] falið að leiða stafræna þjónustuumbreytingu og sjálfvirknivæðingu til næstu þriggja ára. Vegferðin er hluti af Græna plani borgarinnar sem er viðspyrnuáætlun ætluð til að takast á nýstárlegan hátt á við þær samfélagslegu áskoranir og efnahagslegu áhrif sem heimsfaraldurinn olli.
Ég hélt að góðir tækniinnviðir og sjálfvirkir ferlar hefðu sýnt fram á ágæti sitt löngu áður en einhver veira fór á stjá.
Hvað um það. Í ársskýrslu ÞON fyrir árið 2020 kemur meðal annars fram:
Stefna um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg nær til allra sviða borgarinnar og borgarstjórnar en stefnunni er ætlað að draga fram áherslur borgarinnar í upplýsingatæknimálum. Kjarni hennar er að upplýsingatækni verði nýtt á skynsaman og upplýstan hátt, þannig að tæknin stuðli að því að borgin nái markmiðum sínum á öllum sviðum. Til að það náist þarf að fylgjast grannt með tækniþróun en gæta þess jafnframt að nýjungar séu innleiddar að vandlega ígrunduðu máli með tilliti til þeirra innviða og lausna sem til staðar eru.
Munum að hér er um opinbert apparat að ræða og mér sýnist hreinlega opinber stefna þess sé að flækja alla ákvarðanatöku í endalausa fundi og kynningar. Eða eru einhver dæmi um að hið opinbera innleiði nýjustu tækni á skilvirkan hátt?
Óhætt er að segja að skattgreiðendur séu að fá mikið fyrir sinn snúð. Grípum aftur í ársskýrsluna:
Í samstarfi við Menningar- og ferðamálasvið voru smíðaðir tveir nýir vefir; visitreykjavik.is, upplýsingavefur fyrir ferðamenn og borginokkar.is fyrir íbúa landsins sem stefna á borgarferð til Reykjavíkur. Aðstoðað var við uppsetningu á vefverslum fyrir Listasafn Reykjavíkur með enskri þýðingu, tengingu við póstinn og sjálft vefsvæði safnsins.
Ætli margar götur borgarinnar hafi misst af malbikslaginu sínu á meðan stafrænu innviðirnir voru ræktaðir?
Fundir eru mikilvægur hluti af daglegu lífi opinberra starfsmanna og ef ekki er nóg af borgarbúum til að tala við má alltaf búa eitthvað til:
Gróðurhúsið er vinnustofa í þjónustuhönnun fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og er ætlað að vera miðstöð frjórra hugmynda og skapandi verklags. Markmiðið er að bæta þjónustu við borgarbúa með því að leggja rækt við notendamiðaða hugsun og leysa vandamál með því að nota aðferðafræði þjónustuhönnunar. Í Gróðurhúsinu er kennd aðferðafræði notendarannsókna og stutt er við skapandi teymisvinnu og lausn vandamála. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglegt samstarf og unnið er markvisst að því að brjóta niður múra innan borgarkerfisins.
Ekki er að sjá að nokkur almennur borgarbúi komi að hinni skapandi starfsemi borgarinnar enda óþarfi: Stór hluti borgarbúa vinnur jú hjá borginni og óþarfi að leita lengra.
Allt þetta á meðan útsvarið er í botni, fasteignagjöld í himinhæðum og fjármálin í rúst. En hey, það er jú heimsfaraldur sem sýnir fram á að allt þetta bruðl sé nauðsynlegt, ekki satt?
Borgin setur tíu milljarða í þróun stafrænna innviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist Dagur Bé sé að taka Joe Biden á þetta. Biden ætlar að spreða 3 -þrem- trilljónum (3milljónir milljóna)dollara hingað og þangað og á Pelosi þingforseti að fá dágóða summu í uppáhalds klúbbinn sinn.
Dagur Bé ætlar að spreða 10 milljörðum (10þúsund milljónum) króna í verkefni sem kemur til með að gera borgina endanlega gjaldþrota. Ætli það þýði ekki um 250þúsund krónur á hverja fjölskyldu í borginni. Þá er borgarlínan eftir sem sagt er að muni kosta 75milljarða, en ef að líkum lætur, svona eins og venjulega má margfalda þá tölu alla vega með tveimur, muni kosta að lokum 150 til 170milljarða króna.
Mikið held ég að útsvarsgreiðendur í Reykjavík verði ánægðir ! ! !
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.9.2021 kl. 14:39
Það sorglega við þetta allt saman að það er ekki hægt að kenna þessu fólki umm. Þegar Reykvíkingar kusu síðast þá vissu þeir hvernig þetta fólk er. Hjá Reykjavíkurborg er búið að vera stanslaust partý í mörg og það bara rennur ekki af fólkinu.
Kristinn Bjarnason, 14.9.2021 kl. 15:21
Það var rosalega photoshoppuð kynning á þessu þann 11 júní
en einsog við var að búast þá hafa verið tæknilegir örðuleikar á að sjá þetta streymi síðustu 3 mánuði
Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa (reykjavik.is)
Grímur Kjartansson, 14.9.2021 kl. 15:34
Það er veisla þarna hjá ÞON.
Til dæmis vantar þeim alveg mjög nauðsynlega manneskju til að sinna eftirfarandi hlutverki:
"Viðkomandi er í hlutverki leiðtoga þegar kemur að viðskiptaþróun og stefnumótandi hugsun í i-teyminu, hann styðst við gagnagreiningar og framsæknar rannsóknaraðferðir og freistar þess að brjóta til mergjar hvað það er sem hefur áhrif á og mótar hegðun fólks til framtíðar, samþættir innsýn í atferli einstaklinga við vöruþróun og hönnun á viðmóti í stafrænni vegferð og hefur forgöngu um tilraunir með nýstárlegar lausnir til að leysa áskoranir í þjónustuveitingu."
https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/10005
Allt þetta mætti umorða svohljóðandi: Þróa grafískt viðmót (en án þess að kunna forrita það).
Geir Ágústsson, 14.9.2021 kl. 16:46
Hér eru líka mörg ný mjúk stöðugildi með starfsheiti sem mætti stytta verulega. Enginn virðist þó vera ábyrgur fyrir neinu samkvæmt þessu skipuriti
Grímur Kjartansson, 14.9.2021 kl. 17:58
Sérfræðingadýrkunin lætur ekki á sér standa. "Samskiptatækni. Snýst vafalaust um að stilla upp súmm og skypfundud, sem hvaða barn getur gert.
Reynslan er sú að þessir verktakar fá blankó tékk á borgina það sem eftir er. Ekkert eftirlit er með þessu og enginn af þessum bjánum hefur vit til að skilja hvað þetta er.
Það er nýlokið uppgjöri nú við nokkra verktaka í tækniþjónustu sem voru bæði á tímakaupi og rukkuðu svo fyrir vinnuna sem verktakar ofan á það. Þeir sluppu með sveiattan, því málið var of vandræðalegt fyrir verkkaupann.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2021 kl. 19:10
Grímur,
Og ég sem hélt að mitt fyrirtæki væri með flókið skipurit (fyrirtæki í fjölmörgum löndum með 5 svið, auk stoðdeilda). Geta þessi "ráð" tekið ábyrgð á sama hátt og framkvæmdastjórar?
Geir Ágústsson, 14.9.2021 kl. 19:47
Skipurit og ábyrgðarskiptingin var skýr 2015
Grímur Kjartansson, 14.9.2021 kl. 20:27
Þetta er einungis enn eitt dæmi um lymskuleg áform Dags B. o/co til að koma Reykjavíkurborg fram af hengifluginu og gera hana gjaldþrota, þannig að grípa verði til nauðungar samninga og sölu á verðmætum eignum.
Allt er þetta skipulagður liður í að neyða okkur til að leyta eftir hjálp og auðvitað aðild að ESB.
Jónatan Karlsson, 15.9.2021 kl. 07:13
Leið kerfisins er að gera eyðsluna ógagnsæa þannig að engin leið sé fyrir venjulegt fólk að greina í hvað er í raun verið að eyða peningunum.
Það eru aðallega embættin og embættismennirnir innan borgarinnar sem kalla eftir þessu og fávitarnir í borgarstjórn segja bara já og amen, oft ófær um að skilja þvæluna sem borin er á borð fyrir þau.
þegar einhver maldar í móinn fer embættismannakerfi borgarinnar í ófrægingarherferð geng þeim. Skúringarkona eða ritari í ráðhúsinu er látin hringja í fjölmiðla og saka viðkomandi borgarfulltrúa um eitt eða annað misjafnt sem engin fótur reynist á bak við en dugar til að halda kjarna málsins frá almúganum.
Vigdís Hausdóttir og Kolbrún Baldurstóttir eru dæmi um fórnarlömb þessa óþvera.
Dagur B er borgarstjóri vegna þess að hann þóknast eimbætiönnunum og er hluti af óværunni sem er að leggja borgina í rúst.
Guðmundur Jónsson, 17.9.2021 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.