Fimmtudagur, 19. ágúst 2021
Lambið er tilbúið til slátrunar
Í svolítilli frétt á visir.is segir af ungum manni sem lenti í sóttkví. En maðurinn sem fréttin fjallar um mætti hæglega kalla lambið sem er tilbúið til slátrunar. Verki bóndans er lokið.
Grípum inn í fréttina:
Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu.
Hræðilegt! En getur þú ekki skotist til vinar þíns í sturtu eða bara fengið mann til að klára sturtuna á meðan þú ferð í langan göngutúr? Nei, greinilega ekki:
Ég fór í gegnum alls konar aðferðir til að reyna að þvo mér með litlum handklæðum en nennti því svo einhvern veginn ekki. Ég ákvað að þrauka og mér leið bara eins og algjörum kúk, segir Ólafur og skellir upp úr.
Það er ekkert annað. Til að halda veiru í skefjum (ég sé ekki á fréttinni að maðurinn hafi í raun greinst með eitt né neitt og hvað þá fundið fyrir einkennum) ákvað maðurinn að stunda óþrifnað. Ætli það hafi verið betra fyrir heilsu hans?
En er sóttkví ekki erfið fyrir mann í stétt sem hefur meira og minna verið svipt tekjum og verkefnum í 1,5 ár? Grípum í fréttina:
Aðspurður um hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti fundið fyrir gremju eða pirringi þegar hann var sendur í sóttkví segir Ólafur svo ekki vera. Mikilvægt sé að reyna að temja sér ákveðið æðruleysi í núverandi ástandi.
Æðruleysi já. Ástand? Það er ekkert ástand annað en hræðsluáróður og maðurinn er gjörsamlega fallinn fyrir honum. Hann fær eitt símtal og lokar sig inni svo dögum skiptir, sleppir því að baða sig og hugsar ekkert um að það sé verið að taka af honum lífsviðurværið.
Yfirvöld þurfa ekki að fóðra þetta lamb meira. Það er tilbúið til slátrunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta var mjög slappt hjá honum.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2021 kl. 15:02
Sæll Geir,
Já, "Það er tilbúið til slátrunar."
Þegar vitað er til þess að við höfum yfir 180 alvarlegar aukaverkanir skráðar hjá Lyfjastofnun Íslands (https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/), þá er aðalmálið núna að troða inn þessum svokölluðu bóluefnum í börn og unglinga, nú og það þrátt fyrir að vitað sé um þessar 1600 alvarlegu aukaverkanir á tíðarhringnum hjá kvenfólki, svo og um þessar 8 lamanir, nú og auk þess 140 augnavandamál eftir bólusetningar gegn covid hér á landi. Því að aðalatriðið hér er koma inn þessu eiturefna-drasli (svokölluðu bóluefnum) í fólk, sama hvað fólk segir, þrátt fyrir að vitað sé til þessa að börn og unglingar hafa litið sem ekkert veikst af covid, eða hvað þá einu sinni þurft að leggjast inn á spítala. Því að aðalmálið hér hjá heilbrigðisyfirvöldum er klára þetta tilraunarverkefni fyrir lyfja- og bóluefnafyrirtækin sem að skrifað var undir í þessum leynilega kaupsamningi.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2021 kl. 15:09
„En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt."
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2021 kl. 16:10
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2021 kl. 18:05
Þorsteinn,
Þú ættir að safna þessu saman og vera duglegri að vísa í heimildir. Þá væri hægt að vísa í eitthvað eða vera með svona upplýsingar við hendina.
Geir Ágústsson, 19.8.2021 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.