Miðvikudagur, 11. ágúst 2021
Ríghaldið í aðgerðir fortíðar
Svo virðist sem það eigi að ríghalda í gömlu og íþyngjandi aðferðirnar í sóttvörnum á Íslandi.
Hraðpróf hafa verið tekin í notkun í stórum stíl í mörgum ríkjum og ég veit ekki til þess að reynslan af þeim sé slæm. Hérna í Danmörku eru fjölmargar prófunarstöðvar sem bjóða upp á hraðpróf og svarið komið á hálftíma.
Heimapróf finnast líka. Sjá til dæmis hér og hér og hér (ekkert sem þú finnur með notkun Google vel á minnst - ég fann þessar síður í gegnum duckduckgo.com).
Og meðferðir finnast líka, sumar betri en aðrar en eftir 18 mánuði af stanslausum prófunum vita menn töluvert meira en áður. Læknar tjá sig samt alltof lítið, þó eitthvað. Og þögnin er kvíðavaldandi og fáir vita nokkuð um hegðun loftborinnar veiru og geta fengið það staðfest með því að lóðfalla í þessu prófi.
Sóttvarnaryfirvöld eru föst í vormánuðum ársins 2020 þegar ný veira fór á stjá og enginn vissi neitt.
Kannski það sé kominn tími til að gefa sumum varanlegt frí og hleypa öðrum að. Einhverjum sem nennir að fylgjast með vísindum.
Óskhyggja að skipta sóttkví út fyrir hraðpróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.8.2021 kl. 18:29
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.8.2021 kl. 20:14
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.8.2021 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.