Þriðjudagur, 13. júlí 2021
Eru fátæk ríki að bíða eftur bóluefnum?
Ég velti því fyrir mér hvort yfirvöld víða um heim eigi ekki að líta í spegil bráðum og spyrja sig: Er ég kannski vandamálið frekar en lausnin?
Svolitlar getgátur og vangaveltur í því samhengi:
Mikið hefur verið rætt um bóluefnin og hvernig þau eigi að bjarga deginum. En það gera þau ekki. Þótt ríkustu hlutar heims nái að sprauta allt niður í ungabörnin sín þá eru milljarðar í öðrum heimshlutum að kasta á milli sín veiru sem um leið stökkbreytist í sífellu og setur bóluefnin í uppnám og þá þarf að sprauta alla aftur en bara ríkustu heimshlutana, og svona keyrir hringekjan út í hið óendanlega.
Svo úr því það á ekki að duga að vernda þá viðkvæmustu, og vernda þá þvert á alla heimshluta, heldur bara ofvernda/ofsprauta fáa heimshluta að öllu leyti en aðra að nánast engu leyti, þá mun hringekjan aldrei stöðvast.
En eru fátækustu heimshlutarnir að bíða eftir bóluefnunum? Eru þau ekki miklu frekar neydd til að rannsaka ódýrar meðferðir byggðar á þekktum lyfjum utan einkaleyfis?
Jú, að sumu leyti. Í Brasilíu, Mexíkó, Suður-Afríku og Indlandi hafa verið gerðast tilraunir með lyfjameðferðir, ýmist sem meðferðir við sýkingu eða fyrirbyggjandi, og margt gott komið í ljós.
En þá kemur einhver og segir: Það vantar læknisfræðilegar sannanir! Hættið að nota þessi lyf!
Og sum þeirra hlýða.
Til dæmis Suður-Afríka, þar sem lyfið ivermectin var í notkun þar til yfirvöld bönnuðu á innflutning þess. Og hvað gerðist?
Tilviljun! Eða hvað? Kannski. Kannski ekki. Frá Indlandi til Mexíkó má finna fréttir þar sem tilraunum með ýmis lyf fylgdi minnkandi dánartíðni, færri spítalainnlagnir, vægari veikindi og hvaðeina. Nógu mikið virðist vera til í þessu til að Oxford-háskóli hafi nú nýlega ákveðið að nú eigi að prófa ivermectin sem meðferð við COVID-19, og ýmsir fylgjast spenntir með.
Staðreyndin er sú að ríkustu heimshlutarnir munu halda áfram að ryksuga upp öll bóluefni og sprauta allt niður í unga krakka á meðan aðrir heimshlutar fá ekkert og neyðast til að skoða aðrar lausnir.
Kannski vestræn vísindi endi hér á að duga verr en tilraunir í bílskúrum þróunarríkjanna. Sjáum hvað setur.
Sakar rík ríki um græðgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Það getur vel verið að lyf á borð við Ivermectin dugi vel, og kannski jafnvel betur en bóluefnin. Það breytir þó ekki því að gagnrýni forstjóra WHO er hárrétt.
Viðbrögðin við þessari pest hafa fyrst og síðast einkennst af algeru siðleysi. Fyrst fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim milljörðum fátækra sem hafa þurft að þjást vegna lokana og hindrana að óþörfu, og gagnvart börnum, framtíð þeirra og lífi. Og þegar lausn er fundin, sem gagnast þeim sem eru í hættu heldur siðleysið áfram: Í stað þess að deila bóluefninu til þeirra sem þurfa á því að halda er þeim leyft að smitast og deyja, en efninu sprautað í börn, sem það er hættulegra en pestin.
Eitt sinn var nasisminn viðmiðið um hámark siðleysisins. Nú höfum við fengið alveg nýtt viðmið.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.7.2021 kl. 23:45
Tek undir það.
Nú er búið að gefa 3,5 milljarða skammta. Gefum okkur að Janssen sé í minnihluta þá svarar það til ca. 1,7 milljarða fullbólusetninga eða rúmlega 20% mannkyns, sem gæti þá auðveldlega hafa varið elstu aldurshópana og jafnvel aðra viðkvæma hópa, á heimsvísu!
En nei, frekar skal stefnt að 80-90% í sumum ríkjum, allt niður í börn sem eru líklegri til að veikjast af sprautu en veiru, og 0-5% í (flestum) öðrum ríkjum.
Og þetta varið með kjafti og klóm með orðum eins og "hjarðónæmi" og "útrýmum veirunni" en næsta dag er talað um "afbrigði" og "óútskýrð smit" og það gefið til kynna að öllu verði á ný skellt í lás ef fólk hagar sér ekki.
Ég hef alltaf velt því fyrir mér hvernig herramenn eins og Hitler, Mussolini, Stalín og Maó tókst að fá stuðning almennings við voðaverkum. Og hvernig viðtekið viðhorf hafi einu sinni verið stéttaskipting, þrælahald og kynþáttaaðskilnaður. En núna skil ég hvernig almenningur er heilaþveginn. Með ótta.
Geir Ágústsson, 14.7.2021 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.