Engin samstaða, nei

„Það sem ég held að sé nokk­ur samstaða um er að miða ekki endi­lega við fjölda grein­inga eða ein­stak­linga með já­kvæð PCR-próf held­ur frek­ar skoða áhrif bólu­setn­ing­anna á inn­lagn­ir á sjúkra­hús og al­var­leg veik­indi,“ seg­ir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 

Er samstaða um slíkt?

Á ekki að reka þriðju sprautuna í fólk eða loka skólum og kaffihúsum ef smitin byrja að tikka upp en leiða ekki til mikilla innlagna á sjúkrahús?

Er smittalan ekki lengur miðpunktur alheimsins?

Það væri stórfrétt!

Þá færi nú heimurinn að minna á hefðbundin flensutímabil þar sem viðkvæmir láta bólusetja sig og kannski einhverjir aðrir en afgangur samfélagsins fleytir veirunni á milli sín, nær sér af henni með eða án aðstoðar lækna og áður en hendi er veifað hefur myndast nægt ónæmi í samfélaginu til að bola veirunni frá.

En mun haustið þróast svona þegar árstíðin verður veirunni hagstæðari og fólk heldur sig meira inni við og skiptist á sama loftinu?

Verður ekki talað um enn eina bylgjuna og öllu skellt í lás?

Eða ætla menn að gera það sem lagt var uppi með í upphafi: Að verja viðkvæma, hvetja hnerrandi fólk til að taka sér veikindadaga og fylgjast með álaginu á heilbrigðiskerfið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Nú í aðdraganda kosninganna segja alþingismenn ekki múkk, þótt þeir séu allir búnir að fá óteljandi tölvupósta og jafnvel ábyrgðarbréf með sönnunum yfir þessa glæpi sem verið er að fremja gagnvart mannkyninu núna með þessum tilraunum lyfjarisanna og annarra afla.

Sumir velta því fyrir sér hvort landinu verði haldið opnu framyfir kosningar, og eftir þær muni gjósa upp eitthvað nýtt og svakalega hættulegt "afbrigði" af veiru sem hefur aldrei verið raðgreind/einangruð sem réttlæti það að landinu verði skellt í lás aftur.

Við verðum bara að sjá til með það, en við verðum núna að berjast gegn því af öllu afli að íslensk börn sem eru ekki í neinni hættu verði sprautuð með þessum eiturefnum, eins og til stendur!

Kristín Inga Þormar, 11.7.2021 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband