Allar þessar góðu fréttir!

Vöknuðu blaðamenn í rosalega góðu skapi í dag? Eða vondu skapi? Ég er að rekast á miklu fleiri jákvæðar fréttir en venjulega!

Risapöndur ekki lengur í útrýmingarhættu segir frétt. Hvernig stendur á þessu? Eru manngerðu loftslagsbreytingarnar ekki að kála pandabjörnum? Batnandi ástand pandastofnsins er ólíðandi. 

Covid-19 hættuminni börnum en talið var segir frétt. Hræðileg frétt! Núna vilja foreldrar síður láta sprauta tilraunaefnum í börn sín og munu síður sætta sig við að þau missi allt félagslíf í næstu bylgju. Skaðleysi veiru á börn er ólíðandi.

Tilfellum fjölgar í Færeyjum100 vísindamenn vara við afléttingu sóttvarnaaðgerða, virkni bóluefna talið [sic] minnka með tímanum og gengur hægt að bólusetja í Austur-Evrópu. Þarna þekki ég blaðamenn! Tilfelli! Smit! Bóluefni! Ekki allar þessar jákvæðu fréttir takk. Maður verður alveg ruglaður í ríminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt okkur að þakka. Eru nokkur stjórnarandstöðu blöð! 

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2021 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband