Kína sér við G7

Á leiðtoga­fundi G7 ríkj­anna í dag var hul­unni svipt af áform­um sem ætlað er að sjá við  innviðafjár­fest­ing­um Kína með efna­hagsaðgerðum fyr­ir fá­tæk­ari lönd og nýj­an samn­ing­um um hvernig tek­ist verður á við framtíðar far­aldra, segir í frétt. Einnig segir að fyrirætlanir G7 ríkj­anna feli í sér hundruði millj­arða fjár­fest­inga­hvata fyr­ir lág­tekju- og milli­há­tekju­lönd.

Þykjast nú G7 ríkin hafa séð við Kínverjum og þeirra innviðafjár­fest­inga­verk­efni, „Belti og braut“.

Hvaða rugl er þetta? Það eina sem hjálpar fátækjum ríkjum er aðgangur að frjálsum markaði og að þau sjálf grýti ekki höfnina sína með tollamúrum og hindrunum.

Hér hefur enginn séð við neinum. Miklu frekar ætti að tala um keppni tveggja unglinga sem berja höfðum saman þar til annar gefst upp, en hvorugur vinnur í raun. Það má vel vera að annar missi meðvitund og hinn ekki en báðir misstu heilafrumur.

Ég verð oft gáttaður á algjörri fjarveru gagnrýninnar rökhugsunar í fréttaflutningi. Kannski hef ég of háar væntinga en það mun aldrei hætta.


mbl.is G7 ríkin sjá við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Best er að hafa nákvæmlega engar væntingar. Ef síðuastu sextán mánuðir hafa kennt okur eitthvað, er að við getum aðeins vænst áframhaldandi innantómrar sturlunar.

Guðjón E. Hreinberg, 13.6.2021 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband