Áréttað og áréttað aftur

Nokkrar setningar úr stuttri frétt:

  • Þar er tekið fram að ekk­ert bendi til or­saka­sam­heng­is á milli þeirra 20 and­láta sem til­kynnt hafa verið í kjöl­far bólu­setn­ing­ar og bólu­setn­ing­ar­inn­ar sjálfr­ar. 
  • Alls hafa 92 til­kynn­ing­ar borist Lyfja­stofn­un vegna gruns um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­ing­ar. Tekið skal fram að ekki er vitað hvort um or­saka­sam­hengi milli bólu­setn­ing­ar og til­kynntra til­vika sé að ræða. 
  • „Að svo komnu er ekk­ert sem bend­ir til or­saka­sam­heng­is milli til­kynntra and­láta og bólu­setn­inga gegn COVID-19,“ seg­ir í svari Lyfja­stofn­un­ar. 
  • Aft­ur skal áréttað að or­saka­sam­hengi á milli bólu­setn­ing­ar og and­láta hef­ur ekki fund­ist. 

Það er vissara að árétta en fyrr má nú vera. Ef ekkert væri að þyrfti varla að árétta svona hressilega, eða hvað? Ef ríki heims væru ekki ósammála um öryggi hinna og þessara efnakokkteila þá þyrfti sennilega ekki að árétta svona. Ef Danir væru ekki byrjaðir að greiða út bætur vegna aukaverkana þyrfti kannski ekki að árétta svona mikið.

Kannski blaðamaður ætti að reyna velta fyrir sér af hverju hann þarf að árétta svona oft í einni lítilli frétt. Ekkert að sjá hér, er það nokkuð?


mbl.is Einungis ein alvarleg tilkynning vegna Janssen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er full ástæða til að árétta oft og aftur og svo einu sinni í viðbót meðan það veður uppi fólk sem heldur því fram að dauðsföllin séu vegna bólusetninga. Ganga jafnvel svo langt að segja látið fólk hafa dáið vegna bólusetninga þó það fólk hafi ekki verið bólusett.

Pólitísk ákvörðun Danskra stjórnvalda um að greiða bætur, kaupa atkvæði fyrir skattfé almennings, er byggð á misvísandi upplýsingum, sögusögnum, slúðri og því að pólitíkusar eru jafn auðblekktir og aðrir. En sú ákvörðun kallar á það að bullinu sé andmælt og dregið úr vægi þess feilspors af enn meiri krafti. Það er ekki allt rétt og skynsamlegt sem gert er í útlöndum.

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2021 kl. 12:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Um leið er því haldið fram að hrum gamalmenni sem fengu veiru ofan á óteljandi undirliggjandi sjúkdóma hafi dáið "úr COVID-19".

En sjáum við. Kannski Facebook, Þórólfi og fleirum snúist hugur í þessu máli eins og í málinu um uppruna veirunnar. Batnandi mönnum er best að lifa.

Geir Ágústsson, 2.6.2021 kl. 13:08

3 identicon

Stjórnmálamenn skipta um skoðanir eftir vinsældum frekar en vísindum. Uppruni veirunnar hefur bara verið flöktandi hjá pólitíkusum og öðrum sem litla þekkingu hafa.

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2021 kl. 14:00

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Eftirfarandi setning úr fréttinni segir í raun allt sem segja þarf:

Tekið skal fram að ekki er vitað hvort um or­saka­sam­hengi milli bólu­setn­ing­ar og til­kynntra til­vika sé að ræða.

Sem sagt að allt eins getur verið að öll 92 tilkynntu tilvikin um alvarlegar aukaverkanir séu bóluefnunum að kenna.   Ekkert hefur verið sannað hvorki í aðra áttina eða hina.   Það eru auvitað bara forhertir  hrokagikkir,  berjandi höfðinu við steininn, sem reyna að lesa út úr þessari frétt að afsannað sé að bóluefnin séu sökudólgurinn og að allt annað sé bull.

Daníel Sigurðsson, 2.6.2021 kl. 14:02

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála Daníel.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.6.2021 kl. 14:56

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er mjög grunsamlegt.

CDC segir að 1/100.000 hafi dáið úr bóluefnununm í USA.  Hér er hlutfallið nær 1/10.000, eða 10X hærra, svo þetta ættu bara að vera 2 dauðsföll.

Hvað er málið?

Svo aftur að því: öll venjuleg bóluefni til þessa hafa haft dánartíðni *undir* 1/1.000.000.  Sem gerir þessi bóluefni að þeim banvænustu fráupphafi bóluefna.  Miðað við CDC.  Hér?  FUCK!

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2021 kl. 16:18

7 identicon


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2021 kl. 16:39

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og Vagn segir eru danskir stjórnmálamenn, og þá væntanlega danskir vísindamenn líka, því stjórnmálamennirnir fara eftir áliti þeirra, upp til hópa óheiðarlegir og hugsa bara um atkvæðakaup. En það á ekki við um íslenska stjórnmála- og vísindamenn.

Auk þess eru aukaverkanir og dauðsföll í Danmörku ekkert til að hafa áhyggjur af á Íslandi, enda eru Íslendingar allt önnur dýrategund en Danir.

Svona fer nú þegar óskhyggjan og órökvísin taka völdin.

Og áréttingarnar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hvernig er hægt að staðhæfa að X sé ekki til staðar og um leið að ekki sé vitað hvort X er til staðar? Blaðamaðurinn kveikir bersýnilega ekki, og Vagnar þessa lands að sjálfsögðu ekki heldur.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2021 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband