Föstudagur, 7. maí 2021
Loftslagsbreytingar
Það blasir við að loftslagsbreytingar eru að eiga sér stað. Hitavik apríl-mánaðar (af vef Veðurstofu Íslands):
Menn hafa auðvitað vit á því að tala ekki lengur um hlýnun Jarðar. Þess í stað er talað um "loftslagsbreytingar" þegar ný matartrog eru smíðuð fyrir opinbera starfsmenn, sem er auðvitað eilífðarverkefni sem verðskuldar endalausa styrki á kostnað skattgreiðenda. Loftslag Jarðar hefur aldrei verið stöðugt í neinum eiginlegum skilningi og verður það aldrei.
Auðvitað eiga menn að verja sig gegn náttúrunni. Hafnargarðar, holræsakerfi, ofanflóðsvarnir, hitaveitur, loftkæling, vararafstöðvar, stíflur og fleira slíkt eru mannanna verk. En skreytum okkur ekki með einhverjum háfleygum yfirlýsingum um að með því að gera fátæku fólki óbærilega erfitt að reka bíl og kveikja á ljósaperu að þá sé hægt að breyta loftslaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem dæmi; snjóaði á Spáni síðastliðið haust!?'þótt geti ekki munað hvaða mánuð sem var óvenjulegt, minni ég á það.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2021 kl. 14:29
Frá september 2019 hefur snjóað í öllum mánuðum í byggð á Spáni nema í júlí 2019. Ég fylgist mikið með spænska sjóvarpinu og hef veitt þessu alveg sérstaka athygli. Þetta er kannski óvísindaleg könnun en þó vísindalegri en mörg önnur vitleysan sem er í gangi.
Svo gekk náttúrulega stórviðrið "Filomena" yfir í janúar.
El lado positivo (IP-tala skráð) 7.5.2021 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.