Stjórnlyndinu vex fiskur um hrygg

Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður með meiru, skrifar mjög áhugaverða grein á mbl.is undir heitinu Frelsið hefur hopað í faraldrinum (aðgengileg öllum skráðum notendum vefsins). 

Þar segir hann meðal annars (og ég er hjartanlega sammála):

En mig grun­ar að það sé meira en ótti og óör­yggi sem er að ýta vax­andi hópi fólks í átt að hug­mynda­fræði og hag­fræðilausn­um vinst­ris­ins. Rót vand­ans er, öðru frem­ur, hvað hinn al­menni borg­ari er illa upp­lýst­ur um grund­vall­ar­atriði hag­fræði, stjórn­mála­fræði og hag­sögu.

Einnig:

Ef við [hægrimenn] ger­um ekki annað en að græða á dag­inn og grilla á kvöld­in held­ur bara áfram að molna úr frels­inu.

Þetta er heróp til okkar frjálshyggjumanna og ég vona að eftir því sé tekið.

Sem svolítið framlag til hugmyndafræðibaráttunnar langar mig að taka við ábendingum um einstaklinga sem hafa bæði þörfina og mögulega áhugann á að lesa bókina Hagfræði í hnotskurn, og ég mun senda einum aðila eintak af bókinni. Ábendingar sendist á netfangið geirag hjá gmail.com. Þekkir þú einhvern sem er að sjúgast inn í svarthol vinstrisins, jafnvel ómeðvitað eftir of mikið áhorf á einsleitan hræðsluáróður fjölmiðlanna seinustu 12 mánuði, og þarf björgunarhring?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er merkilegt hvernig sumir halda að það sé hægt að auka frelsi með því að setja boð og bönn. Svo er eftirlitið alltaf að aukast. Maður er marg myndaður allan daginn, gengur um með rakningarforrit o.s.frv.

Það er nefnilega ákveðið frelsi fólgið í því að geta brotið dálítið af sér og hagað sér illa!

El lado positivo (IP-tala skráð) 6.5.2021 kl. 16:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

El lado,

Löstur á ekki að vera glæpur og ekki eru öll lög réttlát.

Geir Ágústsson, 6.5.2021 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband