Laugardagur, 1. maí 2021
Er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá pólitískt athvarf frjálshyggjumanna?
Á mínum mennta- og háskólaárum var ég skráður meðlimur Sjálfstæðisflokksins í gegnum aðild að Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar á bæ fóru menn ekki í felur með skoðanir sínar og buðu upp á hvassa penna sem æddu í báknið og voru opinberlega frjálshyggjumenn.
Ég skráði mig úr flokknum þegar Frjálshyggjufélagið var stofnað því svo virtist sem að Sjálfstæðisflokkurinn væri hættur að vera pólitískt athvarf fyrir frjálshyggjumenn.
Sú tilfinning hefur jafnvel bara ágerst með árunum.
Í nýlegu viðtali við Höllu Sigrúnu Mathiesen, formanns Sambands ungra Sjálfstæðismanna, kemur fram margt um hugmyndafræði ungs hægrifólks (ég ætla a.m.k. að leyfa mér að heimfæra skoðanir hennar á ungt hægrifólk almennt).
Sumt var gott og sumt ekki, rétt eins og gildir um tillögur SUS. Það er enginn skortur á stórum og breiðum lýsingum á framtíðarsýninni, yfirlýsingum um að hleypa einkaaðilum að, vinda ofan af aðgerðum og þess háttar. En til hvaða aðgerða á að grípa? Að tala um að endurskoða og ná fram einhverjum breytingum og hugsa upp á nýtt er ekki aðgerðaáætlun.
Ekki heyrðust orð eins og skattalækkanir og frjálshyggja (nema þegar spyrill kallaði sig brjálaðan frjálshyggjumann).
Minnst var á prinsipp, en hver eru þau?
Talað var um sjálfstæðisstefnuna, en hvað er það? Þessi samansuða? Halla Sigrún var mjög vandvirk að kalla sig ekki frjálshyggjumanneskju, bara að hún fylgdi einhverri hugmyndafræði.
Ég varð fyrir vonbrigðum. Dropinn holar steininn sagði Halla Sigrún, en geislasverð klífur hann. Reynið frekar að vera geislasverð en dropi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.