Laugardagur, 1. maí 2021
Er Sjálfstćđisflokkurinn ennţá pólitískt athvarf frjálshyggjumanna?
Á mínum mennta- og háskólaárum var ég skráđur međlimur Sjálfstćđisflokksins í gegnum ađild ađ Heimdalli, félagi ungra sjálfstćđismanna í Reykjavík. Ţar á bć fóru menn ekki í felur međ skođanir sínar og buđu upp á hvassa penna sem ćddu í bákniđ og voru opinberlega frjálshyggjumenn.
Ég skráđi mig úr flokknum ţegar Frjálshyggjufélagiđ var stofnađ ţví svo virtist sem ađ Sjálfstćđisflokkurinn vćri hćttur ađ vera pólitískt athvarf fyrir frjálshyggjumenn.
Sú tilfinning hefur jafnvel bara ágerst međ árunum.
Í nýlegu viđtali viđ Höllu Sigrúnu Mathiesen, formanns Sambands ungra Sjálfstćđismanna, kemur fram margt um hugmyndafrćđi ungs hćgrifólks (ég ćtla a.m.k. ađ leyfa mér ađ heimfćra skođanir hennar á ungt hćgrifólk almennt).
Sumt var gott og sumt ekki, rétt eins og gildir um tillögur SUS. Ţađ er enginn skortur á stórum og breiđum lýsingum á framtíđarsýninni, yfirlýsingum um ađ hleypa einkaađilum ađ, vinda ofan af ađgerđum og ţess háttar. En til hvađa ađgerđa á ađ grípa? Ađ tala um ađ endurskođa og ná fram einhverjum breytingum og hugsa upp á nýtt er ekki ađgerđaáćtlun.
Ekki heyrđust orđ eins og skattalćkkanir og frjálshyggja (nema ţegar spyrill kallađi sig brjálađan frjálshyggjumann).
Minnst var á prinsipp, en hver eru ţau?
Talađ var um sjálfstćđisstefnuna, en hvađ er ţađ? Ţessi samansuđa? Halla Sigrún var mjög vandvirk ađ kalla sig ekki frjálshyggjumanneskju, bara ađ hún fylgdi einhverri hugmyndafrćđi.
Ég varđ fyrir vonbrigđum. Dropinn holar steininn sagđi Halla Sigrún, en geislasverđ klífur hann. Reyniđ frekar ađ vera geislasverđ en dropi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.