Fimmtudagur, 22. apríl 2021
Blaðmaður og fréttaskrif
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að gera höfuðborgina, Washington, að 51. ríki Bandaríkjanna.
Já, þetta er áætlunin. Blaðamaður byrjar vel. En svo rúllar hann meðvitundarlaus niður brekku.
Ákveðin áætlun er í gangi í Bandaríkjunum til að tryggja að Demókrataflokkurinn þurfi ekki lengur að eiga við Repúblikana. Hún er einföld.
Í fyrsta lagi að bæta District of Columbia (stjórnmálaelítan og fjölskyldur þeirra) og síðar Puerto Rico (velferðarþegnar sem vilja bætur) í hóp fullgildra ríkja. Bæði kjósa yfirgnæfandi Demókrata. Þar með er meirihluti þeirra á þingunum tryggður.
Í öðru lagi að fjölga dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna með því að bæta við Demókraka-hlynntum dómurum við réttinn. "Pack the court" ef einhver vill slá inn í leitarvél (aðra eða Google ef nothæfar niðurstöður eiga að koma fram).
Þetta heitir lýðræði og tryggir að rödd almennings heyrist.
Ekki satt?
Frumvarp um 51. ríkið komið til öldungadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Blaðabörnin eru meðvitundarlaus frá fæðingu. Þarf bara að ýta aðeins við þeim svo þau rúlli niður brekkuna.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2021 kl. 23:02
Kemur ekki skýrt fram í fréttinni að í borginni njóti demókratar yfirgnæfandi stuðnings og fyrir vikið séu demókratar fylgjandi þessu en repúblikanar ekki?
Alexander (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 00:08
Alexander,
Það er mjög skýrt, bæði í þessari frétt og annarri umfjöllun. Og eins að með því að "pack the court" er hægt að nota Hæstarétt til að vinda ofan af ýmsum málum.
Það er með öðrum orðum verið að gera mjög róttæk inngrip inn í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Stjórnlagaráð íslenskra hattakalla sinnum hundrað.
Fyrir utan alla hina vitleysuna sem er í gangi: Biden ætlar að gerast enn einn stríðsforsetinn, verið er að eyðileggja íþróttir kvenna og peningaprentunin verður sett á stera.
Venjulega væri ég rólegur yfir því þegar íbúar einhvers ríkis kjósa yfir sig ofstækið og grafa sína eigin gröf en ég er því miður með taugar til Bandaríkjanna og finnst þetta dapurleg þróun.
Geir Ágústsson, 23.4.2021 kl. 06:49
Það er verið að setja upp prógrammið sem Obama boðaði með "BREYTINGUNNI." Og Biden er látinn framkvæma það meðan hann er enn fær að standa í fæturna, því enginn tekur mark á hinni flissandi frenju, Harris, sem engin vildi og engin kaus.
Ragnhildur Kolka, 23.4.2021 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.