Jahérna!

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælir fyrir tveimur frumvörpum um ávana- og fíkniefni í dag. Annað þeirra snýr að afglæpavæðingu neysluskammta og hitt að iðnaðarhampi.

Þetta eru ótrúlegar fréttir. Alveg ótrúlegar. Ég átti bara alls ekki von á því að svona lagað kæmi fram frá íslenskum vinstrimanni. Alls ekki. Nú er kastljósið á hinum svokölluðu hægrimönnum Alþingis: Munu þeir styðja þetta frábæra fyrsta skref eða finna á því einhverja tæknilega vankanta og sitja hjá eða kjósa á móti?

Vonandi verður næst á dagskrá að afglæpavæða fermingaveislur, giftingar, tónleika, íþróttamót og heimsóknir til vina og ættingja. Þá fer árið 2021 að líta betur út en 2020. 


mbl.is Mælir fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski er þetta til að fólk sætti sig frekar við að hanga inni allt árið.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2021 kl. 15:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður punktur. Áfengis- og vímuefnaneysla hefur einmitt verið vinsælt úrræði til að komast í gegnum þessar svokölluðu sóttvarnaraðgerðir, þar sem aðgerðirnar eru verri en sóttin. 

https://collateralglobal.org/addiction

Geir Ágústsson, 12.4.2021 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband