Þessir fávísu þursar

Eldgos á Reykjanesi er að draga að sér fjölda manns sem vilja upplifa magnaðan kraft jarðarinnar með stórkostlegri sýningu. Úti um allan heim eru milljónir manna sem vildu óska þess að geta séð eldgos með berum augum. Íslendingar hafa slíkt tækifæri og nýta sér það.

En þessu fylgir hætta. Eldgos eru hættuleg. Hraun er hættulegt. Snerting vatns og hrauns er hættuleg. Hitinn einn og sér er hættulegur. En ætli fólk sé ekki að passa sig? Engin slys hafa komið upp og vísindamenn hafa ekki upplifað truflanir á vinnu sinni.

En nú þegar enginn hefur slasast og ekkert hefur komið upp á sér almannavarnadeild lögreglu tækifæri til að lýsa yfir miklum áhyggjum. Auðvitað. Fólk gæti jú farið sér að voða við eldgosið! Og í umferðinni. Og í hálku. Og þegar það sest á hjól. Og bara allstaðar. Að vísu hefur ekkert komið upp á við eldgosið en það gæti gerst, ekki satt?

Ég bíð hreinlega spenntur eftir því að lesa orðasambandið "smithætta við eldgos" og þá er hægt að nota regluverk veirunnar til að halda fólki frá eldgosi. Almannavarnadeild lögreglu hlýtur hreinlega að vera hugleiða það. Þá þarf ekki lengur að biðla til fólks um að fara varlega því ný reglugerð heilbrigðisráðherra hreinlega lokar svæðinu - vegna smithættu!


mbl.is Hefur áhyggjur af því að fólk fari sér að voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Ég hugsa svipað, en þú orðar það betur. Smithættan, maður lifandi.

Haukur Árnason, 21.3.2021 kl. 16:34

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Æri-Tobbi 21. aldar er verkfræðingur í Danmörku, sem skrifar í hálfgerðum hótunarstíl því hann heimtar "frelsi" sem hann telur vera fjárhagsviðskipti.

Úti í heimi er hrjáður heimur. Fólk er lasið, Covid er aftur í uppsveiflu í t.d. Þýskalandi og Frakklandi og það síðasta sem löghlýðnir borgarar í löndum sem oftast ferðast til Íslands dreymir um í eymdinni er að halda til Íslands til að sjá jarðelda sem þeir geta horft á á streymi hjá RÚV - já RÍKISFJÖLMIÐLINUM : Þetta er auðvitað allt samsæri gegn mönnum eins og þér.

Helvítis ríkisgosið kom líka of snemma fyrir þig, þar sem allt of fáir höfðu verið bólusettir. Surt sjov, eins og vinnuveitandi þinn myndi segja þegar hann rekur þig.

Maður sem notar orð Publiusar Terentius Afers sem einkennisorð á bloggi sínu, en kallar samt kallar fólk sem gerir góða hluti "Þessa Fávísu Þursa", skilur frekar lítið af því sem er að gerast í umhverfis hans.

FORNLEIFUR, 22.3.2021 kl. 05:30

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fornleifur,

Ég þakka uppnefnið.

Nú berast fréttir af því að fólk sé að feta langa og hættulega slóða til að komast að gosinu það bestu og nálægustu gönguleiðirnar eru... lokaðar! Auðvitað! Og niðurstaðan? Neyðarástand, björgunarsveitir og hvaðeina!

Ætli almannavarnadeild lögreglunnar sé hérna að vinna enn einn stórsigurinn?

Geir Ágústsson, 22.3.2021 kl. 12:09

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það koma kórónuveirur úr iðrum jarðar. Það er ástæðan fyrir því að smitum fór að hraðfjölga um leið og tók að gjósa.

Grín?

Ekki í heimi þar sem gestum skemmtigarða eru gefin fyrirmæli um að öskra ekki í rússíbönunum og þeir sem gefa fyrirmælin trúa því í alvöru að eftir þeim verði farið.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2021 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband