Laugardagur, 20. mars 2021
Ókeypis viðskiptahugmynd
Núna er túristaeldgos á Reykjanesi. Ef þetta er ekki viðskiptatækifæri þá veit ég ekki hvað!
Fyrst þarf að finna nokkur laus hús á Reykjanesi. Næst er að gera samstarfssamning við bílaleigufyrirtækin. Ferðamenn - bólusettir, óbólusettir, hvað sem er - hoppa beint í bíl á flugvellinum og fara í húsin sín, sem þeir leigja á markaðskjörum, og geta svo keyrt að gosstað og skoðað og gengið um, frjálsir ferða sinna.
"Farðu í gosfrí til Íslands - engar sóttvarnir á meðan þú heldur þig við Reykjanesið!"
Eldtungur leika um Geldingadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og það besta við þetta að það er alveg hægt að selja útlendingunum það að það gjósi "í Reykjavík"!
El lado positivo (IP-tala skráð) 20.3.2021 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.