Meira að segja CNN er að bugast undan gögnunum

Bandaríska fréttastofan CNN hefur frá upphafi talað í takt við þá sem vilja ganga sem lengst í sóttvarnaraðgerðum. Meginstefið er alltaf í öndvegi þar: Lokanir, grímur, útivistarbann og hvaðeina.

En núna er eins og þeir hjá CNN séu að gefa eftir og reyna að kyngja þeirri pillu sem heitir að fólk getur kannski passað sig á veiru án þess að verða gjaldþrota og svipt börn sín menntun og íþróttastarfi.

Í greininni A year into the pandemic, Florida is booming and Republican Gov. DeSantis is taking credit eru tekin stór skref í áttina að því að kyngja slíkri pillu. Þetta er erfitt fyrir CNN. Betri fyrirsögn, miðað við efni greinarinnar, hefði verið: "Everybody we have talked to in Florida - including political opponents of the governor - celebrate the chosen approach", eða álíka. En þetta er jú CNN.

Ætli New York Times sé næst? Kemur í ljós.

Ég býst ekki við miklu af íslenskum fjölmiðlum. Þannig er það bara.


mbl.is Engu fórnað fyrir aðra bylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Við þurfum samt að fagna varlega, svo við verðum ekki fyrir eiturvopni eins og John Magafuli.

Guðjón E. Hreinberg, 19.3.2021 kl. 23:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff, ég held að seinustu 12 mánuðir verði efni í bókaskrif í marga áratugi.

Geir Ágústsson, 20.3.2021 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband