Þriðjudagur, 9. mars 2021
Fleiri kínversk úrræði innleidd á Vesturlöndum
Fyrir um ári síðan hentu Vesturlönd áratugareynslu- og þekkingu í sóttvörnum út um gluggann og tóku upp kínversk úrræði: Að loka heilbrigt fólk inni til að reyna útrýma loftborinni veiru.
Af einhverjum ástæðum "virkaði" þetta í Kína, strax, en ætlar ekki að ganga jafnvel á Vesturlöndum.
Núna bæta Kínverjar í og gefa út veiruvegabréf, og Vesturlönd fylgjast auðvitað spennt með og ætla að gera það sama.
Væntanlega verður enginn vandi að samtvinna þessi vegabréf við bólusetningarskráningar almennt og hafna fólki inngöngu í flugvélar ef það er ekki búið að fá nýjustu flensusprautuna, eða ef einhver bólusetning er allt í einu talin vera of gömul. Möguleikarnir eru endalausir þegar borgararnir raða sér upp til að láta flokka sig, í von um að komast til Tenerife í smávegis sól.
Hvaða fleiri hugmyndir frá kínverskum kommúnistum ætli skjóti upp kollinum á Vesturlöndum á næstu misserum? Andlitsrakning með myndavélum á opinberum stöðum?
Fyrstu veiruvegabréfin gefin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona upp á "Kínversku" framtíðina.
https://www.youtube.com/watch?v=-8b3m3OE-i4
Magnús Sigurðsson, 9.3.2021 kl. 13:05
Kínverjar mega eiga það að þegar þeim er sagt að bera grímur og halda sig helst heima, hafa sem minnst samskipti við annað fólk og varast að smita aðra þá gera þeir það. Vesturlandabúar halda fjölmenn partí fram á síðustu mínútu, hópast saman til að mótmæla því að fá ekki að smita fólk og svindla ef þeir halda að þeir komist upp með það. Heimska og óábyrg hegðun trompar almannaheill hjá mörgum.
Bólusetningarvottorð eru hvorki ný né Kínversk. Mörg lönd hafa í áratugi heimtað sannanir fyrir bólusetningum gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum síðustu 50 árin þurft að ferðast með bólusetningarvottorð og jafnvel bæta við bólusetningum. Aðal vandamálið í dag er að fólk virðist halda að falsaðir pappírar geri sama gagn.
Vagn (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 14:31
Vagn,
Grímurnar, í alvöru? Ég þarf að fara henda inn línuritum aftur. Til dæmis frá Japan, þar sem er 98% hlýðni við grímu-hókuspókus-fyrirmælin.
Geir Ágústsson, 9.3.2021 kl. 20:03
Grímur virka, línurit ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 22:43
Bleyjur fyrir flugfreyjur;
https://edition.cnn.com/travel/article/china-civil-aviation-administration-coronavirus-guidance-intl-hnk/index.html
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 9.3.2021 kl. 23:13
Sýnataka úr endaþarmi fyrir aðra en aðalinn.
https://www.frettabladid.is/frettir/thurfa-ekki-ad-fara-i-endatharmssynatoku-vegna-covid-19/
Magnús Sigurðsson, 10.3.2021 kl. 06:29
"Ef fólk gæti bara notað grímurnar eins og Asíubúar, með 98% hlýðni við grímuskyldu. Þá færu smitin."
https://twitter.com/ianmSC/status/1366148529983426560
Geir Ágústsson, 10.3.2021 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.