Afbrigði og afleiðingar

Úr frétt visir.is:

Einn hefur greinst með suður-afríska afbrigði SARS-CoV-2 hér landi, það var fyrir fjórum dögum.

Þetta afbrigði virðist vera mikil blessun. Það breiðist að sögn hratt út og verður ráðandi. Í kjölfarið dregur úr faraldrinum. 

Eða svo Suður-Afríka sé notuð sem sýnidæmi um hegðun hins suður-afríska afbrigðis:

sa

Hér er annað dæmi þar sem er búið að merkja inn spakmæli hinna vitru sóttvarnarsérfræðinga  um tilkomu hins nýja afbrigðis:

us

Það er vitað að flensuveiran stökkbreytir sér þannig að hún smiti hraðar en verður um leið hættulausari. Með því að halda smituðum á lífi lengur nær veiran þannig meiri útbreiðslu. Kannski - og ég segi bara kannski - er hið sama að eiga sér stað hérna? Þá verður kannski fagnaðarefni að fá hin nýju afbrigði sem leysa hin fyrri af hólmi.


mbl.is 8 fölsk neikvæð PCR-próf við landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn er ekkert sem bendir til að þessi coronaveira stökkbreytir sér þannig að hún smiti hraðar en verði um leið hættulausari.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2021 kl. 20:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég býst nú heldur ekki við að það komi í ljós strax.

Það sem blasir við, engu að síður, er að Suður-Afríka er í einhvers konar lóðréttu falli í smitum og dauðsföllum:

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/south-africa/

Frænka mín er þarna að njóta lífsins (hvort eð er búið að loka vinnustað hennar fram yfir páska), svo ég vona að veiran sé á þessum farvegi: Að minnka skaðsemi sína til að auka útbreiðslu sína.

Geir Ágústsson, 4.3.2021 kl. 20:53

3 identicon

Ef þrír mánuðir nægja ekki til að sjá hvort lægra hlutfall smitaðra látist er mjög líklegt að svo sé ekki.

Fækkun dauðsfalla virðist bara fylgja fækkun smita. Lóðrétt fall í smitum og dauðsföllum hefur fylgt hertum sóttvarnaraðgerðum án þess að lægra hlutfall smitaðra hafi látist. Frænka þín verður að vera með grímu fari hún úr húsi og yfir nóttina er útgöngubann. Og fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk verður hún að virða. Hennar vinnustaður er ekki einn um að hafa þurft að loka.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2021 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband