Fimmtudagur, 4. mars 2021
Var bara hringt í fólk vestan við Elliðaárdalinn?
Þegar fylgi flokka í Reykjavík er mælt er mikilvægt að hafa í huga að um er að ræða meðaltal allra Reykvíkinga. Ef margir Vesturbæingar svöruðu símtalinu þá mælast vinstriflokkarnir hátt. Ef margir austan við Elliðaárdalinn svöruðu símtalinu þá mælast vinstriflokkarnir lágt.
Árið 2018 var gerð athyglisverð könnun á fylgi flokka í Reykjavík og má lesa um hana hér. Þegar meðaltal allra sem svöruðu var reiknað út endaði Samfylkingin með 31%. Ef Grafarvogur er skoðaður sérstaklega endar Samfylkingin með 22% (og Sjálfstæðisflokkurinn með 42%).
Það skiptir því máli hvort skoðanakönnunin nái til margra námsmanna í niðurgreiddu húsnæði við Eggertsgötu eða vinnandi fólks með reikninga og skattgreiðslur austan við Elliðaárnar. Það skiptir máli hvort viðmælandi lifir hinum bíllausa lífsstíl í nágrenni ÁTVR á Austurstræti eða þurfi að sækja sína þjónustu og sitt áfengi í stærri verslunarkjarna eftir að hafa plægt þunga umferð á heimleið úr vinnunni.
Bara svo því sé haldið til haga.
Samfylkingin stærst í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.