Ferðalög í heimsfaraldri!

Þeir sem hafa kvartað yfir yfirgengilegum sóttvarnaraðgerðum vegna neikvæðra áhrifa á hagkerfi Íslands og þá sérstaklega ferðamannaiðnaðinn hafa oftar en ekki fengið þær mótbárur að það vilji enginn ferðast hvort eð er. Það er jú heimsfaraldur! Ferðamenn hefðu ekki komið þótt stofufangelsið við landamærin væri ekki til staðar!

Þetta er auðvitað bara bull og vitleysa. Vissulega er minna um ferðalög og margir hræddir við veiru. En aðallega fylgir því einfaldlega of mikið af flækjustigum að ferðast. Til dæmis er oft erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða sóttvarnarreglur gilda á hverjum stað. Grímuskylda? Fjarlægðaskylda? Háar sektir? Er hægt að gera eitthvað, t.d. fara á barinn eða í skemmtigarð? Allt þetta bætist ofan á ótta við veiruna.

En margir vilja ferðast og bíða bara eftir því að geta það án yfirgengilegra sóttvarnarráðstafana. Um leið og Ísland opnaðist seinasta sumar flykktist fólk í flugvélar, og um leið og stofufangelsi við landamærin var komið á þá hurfu ferðamennirnir jafnharðan. Það var ekki vegna einhverrar bylgju eða smitrakningar. Það var vegna stofufangelsisins.

Kannski sumarfríið í ár verði bara til frjálsu ríkjanna vestan við Atlantshafið? Til dæmis Norður-Dakota þar sem er hreinlega ólöglegt að skylda fólk til að vera með grímur.


mbl.is Íslendingum hefur fjölgað á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband