Styttist í áfengi í matvöruverslanir og fjölgun hverfisbúða

Ný aðgerðaáætl­un og lofts­lags­stefna Reykja­vík­ur­borg­ar var nýlega samþykkt á fundi borg­ar­stjórn­ar og felur meðal annars í sér svokölluð 15 mínútna hverfi þar sem allt er innan hjólafæris.

Sérstaklega er tekið fram að í þessu felist aðgangur að græn­um svæðum, úti­vist og þjón­ustu. 

Ekki er tekið fram að þjónustan skuli vera "allt nema áfengi". 

Og ólíklegt er að ÁTVR sé að fara stórfjölga útibúum sínum og pipra yfir Reykjavík.

Það blasir því við að til að ná markmiðinu um 15 mínútna hverfi þurfi borgarstjórn að taka aftur til umræðu að senda áskorun til Alþingis um að hleypa áfengi í matvöruverslanir. Með tilkomu áfengisins breytist rekstrargrundvöllur lítilla hverfisverslana alveg og þeim mun stórfjölga og vera lengur opnar. Fólk þarf þá ekki lengur að sækja í stærri verslunarkjarna á bílum sínum til að gera stórinnkaup sín. Svolítill göngutúr er nóg og kippa af bjór tryggð fyrir fótboltaleikinn.

Góð tíðindi, dömur mínar og herrar!


mbl.is Reykjavík verði hjólreiðaborg á heimsmælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Borgin getur samið við ÁTVR um að taka að sér rekstur krúttlegra vínbúða í þessum krúttlegu hverfum. Yrði það ekki krúttlegt?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.3.2021 kl. 19:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jú, mikil ósköp. Þá er líka hægt að ráða fleiri opinbera starfsmenn til að selja okkur áfengi.

Geir Ágústsson, 4.3.2021 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband