Mánudagur, 1. mars 2021
Ef þetta væri bara spurning um dánartíðni
Rakst á þessa samsettu mynd (enginn vandi að biðja um frumheimildir):
Dauðsföll vegna COVID-19 eru oft notuð sem rökstuðningur fyrir því að fletja út samfélagið. En hvar voru sömu raddir seinustu 100 ár? Þegar lítil börn dóu úr flensu? Þegar skólakrakkar dóu úr flensu? Þegar vinnandi fólk dó úr flensu? Þegar aldraðir dóu úr flensu?
Hvergi, auðvitað, enda ganga veirur yfir okkur og ýmist leiða til uppfærða bóluefna, mótefnaframleiðslu eða eru punkturinn yfir i-ið.
En auðvitað hafa bandarísk sóttvarnaryfirvöld bara rétt fyrir sér þegar þau syngja með kórnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Komdu þá með frumheimildir. Og finndu þær hjá CDC en ekki einhverjum vafasömum fréttaveitum sem velja, túlka, breyta og bjaga, fávitum til blekkinga.
Til fróðleiks þá má benda á að í Bandaríkjunum skilaði versta flensuár síðustu 10 ára 61.000 dauðsföllum, samtals 359.000 á 10 árum, en þetta eina covidár hefur skilað þeim 514.000 dauðsföllum. Og samt hafa mun færri smitast af covid en smitast venjulega af flensu, hvað þá samanlagt á 10 árum. https://www.cdc.gov/flu/about/burden/index.html
Vagn (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 23:33
https://1.bp.blogspot.com/-fsha2ZMmLBs/YD5GNnK03lI/AAAAAAAAWLI/TwvekSirfSQSoOClH2OpCrGumSko4VEoQCNcBGAsYHQ/w534-h640/Heimild.jpg
Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2021 kl. 14:06
Ég fékk sprautu í morgun. Á eftir var ég látinn sitja um stund og bíða eftir áhrifum hennar. Á meðan fylgdist ég með gamla fólkinu, jafnöldrum mínum, sem gekk í halarófu eins og fé til slátrunar, til þess að fá sprautuna.
Mér var þá hugsað til þess hvílíkur sparnaður það væri fyrir þjóðarbúið ef það væri eitur í sprautunni.
Auðvitað er þetta forboðin hugsun frá siðferðislegu sjónarmiði, en eflaust er ég ekki sá eini sem hefur dottið eitthvað þess háttar í hug.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.3.2021 kl. 14:16
COVID-19 tölurnar eru undir fyrirsögninni "Scenario 5: Current Best Estimate", hér:
https://www.cdc.gov/coronavirus/2019-ncov/hcp/planning-scenarios.html
Í mjög fljótu bragði finn ég ekki uppruna skjáskotins um flensuna. Ég gæti þurft að éta hattinn minn þar.
En auðvitað deyja færri vegna flensu sem er árlega bólusett fyrir meðal eldri og allra annarra sem vilja, og margir sem fá hana þeir liggja í rúminu í viku og senda engin smitpróf inn til tölfræðigrunna yfirvalda. Og deyi mjög hrumur einstaklingur úr flensu er það jafnvel bara skráð sem ellidauði.
Hörður,
Er það ekki bara það sem menn eru að gera núna? Þessi bóluefni voru ekki prófuð á þeim aldurshópum sem fengu það fyrstir. Hugrekki þess fólks er aðdáunarvert en það er sennilega margt þess virði að gera til að losna úr stofufangelsi.
Geir Ágústsson, 2.3.2021 kl. 14:36
Hér er eitthvað um flensuna:
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/2019-2020.html#anchor_1601407136591
Aðeins öðruvísi skipting eftir aldri en gróflega er dánartíðni vegna flensu svona:
0-4 ára: 1,2%
5-17 ára: 0,8%
18-49 ára: 12,2%
50-64 ára: 23,4%
65+: 62,4%
Ég ætla rétt að vona að ég sé að misskilja eitthvað og að þetta sé ekki dánartíðni vegna flensu í sjálfu sér.
Geir Ágústsson, 2.3.2021 kl. 16:14
COVID-19 tölurnar undir fyrirsögninni "Scenario 5: Current Best Estimate" eru áætlanir byggðar á nokkrum vísindagreinum frá Kína og Evrópu síðasta vor og sumar. Til dæmis "Estimation of SARS-CoV-2 mortality during the early stages of an epidemic: a modeling study in Hubei, China, and six regions in Europe." sem kom út í júlí og þar er unnið með tölur sem ná fram í maí 2020 þegar 4,5 milljónir höfðu smitast. Nú hafa 114 milljónir smitast og margt er betur vitað.
Þegar flensu tölurnar eru svo langt frá raunveruleikanum að þú fyllist grun þá er örugglega um einhvern misskilning að ræða. En að setja þær samt fram eins og þær væru viðeigandi misskilst engum. Eða fannst þér það virkilega geta verið að nærri fjórðungur fólks milli 50 og 65 dræpist við að fá flensu og um þriðjungur þyrfti spítalainnlögn? Nei Geir, grófleg dánartíðni vegna flensu er ekki svona.
Tölur þínar eru áætlun yfir þá 65.000 sem hafa lífshættulega sjúkdóma og fá flensu en ekki yfir allar þær 38.000.000 sem áætlunin gerir ráð fyrir að veikist af flensu.
Vagn (IP-tala skráð) 2.3.2021 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.