Sunnudagur, 21. febrúar 2021
Frosnar vindmyllur
Kuldakast reið yfir Texas-ríki Bandaríkjanna. Vindmyllurnar frusu. Þær frusu fastar! Skiljanlega kom lítið rafmagn frá frosnum vindmyllum.
Endurnýjanlegu orkugjafarnir eru flestir háðir veðri: Sól og vindur, úrkoma, straumar og öldur. Þeir krefjast mikils landflæmis.
Menn hafa auðvitað áttað sig á þessu. Þess vegna hugsa menn núna í auknum mæli um svokallaða "power-to-X" tækni þar sem endurnýjanlega orkan er notuð til að framleiða orku sem má geyma (vatnsfallsorkan er hérna í sérflokki auðvitað). Þetta getur verið vetni (með rafgreiningu vatns) eða metangas (með því að binda vetnið við koltvísýring), ammoníak, metanól eða eitthvað annað.
En þetta er dýr æfing og því eru allskyns aðilar núna með hendurnar í vösum skattgreiðenda til að niðurgreiða þróunarkostnað.
En frosin vindmylla er gagnslaus, sama hvað.
Áfellisdómur yfir skipulagi, ekki vindorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Athugasemdir
Þar sem það er hægt að nota vindmyllur í norður Skandinavíu og á Suðurskautslandinu þá er hægt að nota þær í frosti. Það þarf hins vegar að hanna þær með það í huga. Það hafa þeir klikkað á í Texas. Þetta er því ekki vandamál með tækninga heldur skipulagið í Texas.
Sigurður M Grétarsson, 21.2.2021 kl. 15:19
Auk þess að vindmyllur frusu fastar þá snjóaði á sólarsellurnar sem áttu einnig að mæta rafmagnsþörf í Texas en snjórinn aftraði framleiðslu rafmagns með sellunum.
Texasbúum ásamt öllum öðrum heimsbúum hefur verið talin trú um af "sérfræðingum" að hitastig fari hlýnandi, en þeim hefur láðst að spá fyrir um fimbulkulda sem nú hefur geisað þar syðra. Ef "sérfræðingarnir" sem spá fyrir um hlýnun mörg ár fram í tímann gátu ekki séð fyrir þær miklu vetrarhörkur sem Bandaríkjamenn hafa nú þurft að upplifa, hversu mark er þá hægt að taka á spádómum þeirra um ofurhlýnun. Frosthörkurnar nú falla ekki vel að pólitískum rétttrúnaði þeirra sem stóðu að Parísarsamkomulaginu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.2.2021 kl. 16:28
Sérfræðingarnir hafa reyndar spáð þessu fyrir. Þeir hafa sagt að loftslagsbreytingarnar muni auka öfgar í veðurfari og þannig fjölga tilfellum mikilla hita á köldum svæðum og miklum kuldum á heitum svæðum. Þetta er vegna háloftavinda eins og fram kemur í þessari blaðagrein. En einkafyrirtæki sem hugsa bara um gróða eru ekki að eyða peningum í að gera bæði vindmyllur, sólarsellur og gasorkuver þannig að þau virki í frosti enda er það kostnaðarsamt og ástnand eins og er núna er ekki að minnka gróða þeirra enda hefur raforkuverð rokið upp í þessu ástandi.
Sigurður M Grétarsson, 21.2.2021 kl. 16:59
Sérfræðingar spá semsagt breytilegu veðri og loftslagi Sigurður?
Þetta eru hagsmunasamtök eins og hver önnur. Loftslagsfræðingur fær ekki stöðu og styrki nema að loftslagsbreytingar séu vandamál.
Karl (IP-tala skráð) 21.2.2021 kl. 17:12
Forsendubrestur kannski. Enginn var búinn að vara Texas við fækkun sólbletta sem dregur úr stöðugleika háloftavindana sem halda jökulkulda Norðurpólsins í skefjum.
Geir Ágústsson, 21.2.2021 kl. 18:33
Sæll Geir,
það hefði væntanlega þótt saga til næsta bæjar að reisa vindmyllugarð í Texas með afísingarbúnaði. Efast um að það verði hönnunarforsenda þrátt fyrir 20-ára? (50-ára?, 100-ára?) kuldakast febrúar 2021.
Mýta um frosnar vindmyllur virðist hanga yfir þessum atburði. Eftir því sem ég hef best náð að lesa mig til þá vantar dísel-varaafl á þjöppur sem fæða gastúrbínur í jarðgasvirkjunum. Þar er mesta lækkunin. Sjá t.d. https://www.eia.gov/todayinenergy/detail.php?id=46836 .
Önnur saga snýr að því að ercot er 100% energy only markaður, en það stenst ekki heldur skoðun.
Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir vinna úr þessu.
Varðandi power-to-X, er þetta ekki helst "lausn" á því að fresta miklum stækkunum í flutningskerfum (frá Norðursjó og langar leiðir inn í Miðevrópu).
Þrándur (IP-tala skráð) 22.2.2021 kl. 10:28
Þrándur,
Þessi kuldaköst eru nú hreinlega að verða semí-reglulegir atburðir. Ein áhugaverð kenning um ástæðuna er hér:
https://electroverse.net/low-solar-activity-magnetic-pole-shift/
Varðandi Power-to-X þá er það einfaldlega nálgun á framleiðslu og dreifingu á orku önnur en að rafvæða allt. Svolítið rör getur flutt margfalt meiri orku en dágóður rafmagnsstrengur.
Geir Ágústsson, 23.2.2021 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.