Endalaus barátta

Úr frétt Fréttablaðsins og viðtali við Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu:

Nú hefur verið talað um að um sé að ræða uppgjör í undirheimum og að einn taki við af öðrum. En er ekki alltaf einhver sem tekur við?

„Jú, það hefur verið þannig. Þetta er það sem gengur og gerist í þessu. Það þarf alltaf einhver að vera efstur. Þetta er endalaus barátta,“ segir Margeir að lokum.

Endalaus barátta, já. Þetta var hressandi einlægni. Nóg hefur verið af yfirlýsingum um fíkniefnalaust land, eða veirufrítt land undir það seinasta. Endalaus barátta.

En hvað er svarið? Að gefast upp? Leyfa fíkniefnum og veirum að dreifa sér mótspyrnulaust yfir allt og alla? Nei, en þegar fljótið verður ekki stöðvað er kannski hægt að beina farvegi þess í uppbyggilegri áttir. Í Portúgal hættu menn að reyna stífla fljótið og uppskáru vel, svo dæmi sé tekið. Endalaus barátta skilar engu nema átökum og gremju. 

Takk, kæri yfirlögregluþjónn, fyrir hreinskilnina. Vonandi smitar hún út frá sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endalaus barátta er eitt eðli og tilgangur samfélaga. Það sem gerir hóp ólíkra einstaklinga að samfélagi þó allir séu ekki sammála öllu. Endalaus barátta gegn því sem skaðar samfélagið og endalaus barátta fyrir því sem bætir það. Hvort sem það er gegn slysum og glæpum eða fyrir betra mennta og heilbrigðiskerfi. Að segja endalausa baráttu skila engu nema átökum og gremju er innantómt bull, forsendulaus alhæfing eins og svo margir pólitískir frasar þeirra sem ekki hafa nein rök fyrir málum sínum. Hljómar vel, rétt og satt í tómarúmi þar sem engin frekari skoðun má fara fram. En þannig frasar eru gjarnan notaðir þegar ræðumaður telur áheyrendur heilalausa sauði...eða er það sjálfur.

Vagn (IP-tala skráð) 20.2.2021 kl. 18:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni var bannað að vera annað en kaþólskur. Síðan var ákveðið að það sé í lagi að vera mótmælandi og jafnvel trúlaus. Endalausa baráttan endaði.

En já auðvitað er endalaus barátta gegn ofbeldi, þjófnaði og ákalli um aukin ríkisafskipti.

Geir Ágústsson, 20.2.2021 kl. 19:05

3 identicon

Hér tókum við kaþólsku undir þeim formerkjum að önnur trúarbrögð væru heimil. Um alla Evrópu voru , og eru, gyðingar löngu fyrir mótmælendatrú. Og mótmælendatrú hefur fengið að vaxa og dafna að mestu óáreitt. Þannig að þetta bann sem þú ímyndar þér og alhæfir um var almennt ekki til. Trúboð heldur einnig áfram, ég man eftir kaþólskum nunnum sem gengu í hús hér á landi til að snúa okkur mótmælendunum frá villu okkar vega. Trúarkreddur eru einnig víða baráttumál. Í Afríku verður ekki þverfótað fyrir trúboðum af einhverju tagi. Og mótmælendur og kaþólikkar stunduðu lengi blóðuga baráttu á Írlandi. Endalausa baráttan tekur á sig margar myndir, breytist og aðlagast en endar aldrei.

Ákall um aukin ríkisafskipti er ákall um að samtakamáttur samfélagsins sé notaður. Ákall um minni ríkisafskipti er ákall um að einstaklingarnir standi einir í baráttunni. Og ákall um minni ríkisafskipti á oftast rætur að rekja til þeirra sem hafa völd og fjármagn gegn öllum vörnum einstaklinga en þurfa að beygja sig undir samtakamátt samfélagsins.

Vagn (IP-tala skráð) 20.2.2021 kl. 20:51

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Er hægt að kaupa sement á Íslandi eftir að Davíð Oddsson einkavæddi Sementsverksmiðju Ríkisins?

Geir Ágústsson, 20.2.2021 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband