Styttist í vorið

Leikritið heldur áfram.

Takmarkanir, aflétting þeirra, innleiðing þeirra. Mátt fara í sund, mátt það ekki. Mátt æfa fótbolta, mátt það ekki. Smitin! Takmarkanir! Grímur! Fólk að hrópa á hvert annað í búðum fyrir að virða ekki fjarlægðamörk og grímuskyldu. Nágranninn klagaður fyrir að bjóða vinum í heimsókn. 

Og svo hækkar sólin á lofti og allt lagast. Aðgerðir sóttvarnaryfirvalda virkuðu! Fálkaorðan!

Þetta gildir á fleiru stöðum en Íslandi. Óháð sóttvarnaraðgerðum - þær voru mjög mismunandi í mismunandi ríkjum - þá færði vorið með sér skilvirkni sóttvarnaraðgerða!

Það hefði mátt draga allskyns sóttvarnaraðgerðir af handahófi úr hatti - og þær virkuðu allar rosalega vel, á sama tíma!

Því það voraði, vel á minnst. Fólk fór að fá D-vítamín úr sólinni, fór meira út og loftaði betur um heimili sín.

Nokkur dæmi (heimild):

dk

ir

is

neth

no

Kannski forseti Íslands ætti að senda orður á fleiri en íslensk þríeyki? Fleiri en íslensk þríeyki virðast geta stuðlað að veðurblíðu vorsins.


mbl.is Ræddu um „varfærnar afléttingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála að enginn athugar hvort að það sé innistæða fyrir aðgerðum þe. gerir almennilegar rannsóknir á virkni aðgerða. Hef fengið það svar að sé svo flókið að framkvæma en er það ekki hlutverk vísinda að finna lausnir?

Það sem má lesa úr þessum gröfum er að þetta komi í bylgjum og spurning er hvort að komi 3ja bylgjan (og 4ja)?

Rúnar Már Bragason, 2.2.2021 kl. 14:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Já, auðvitað er þetta ekki einfalt. Mér finnst nú samt blasa við að sama hvað hver gerði seinasta vor þá var allt yfirstaðið í lok maí. Meira að segja í Svíþjóð, meira og minna.

En auðvitað "virkar" að stía fólki í sundur með því að handtaka fólk sem hittist, loka fyrirtækjum með valdi og læsa fólk heima hjá sér. Slíkar aðgerðir geta seinkað ferðalagi veirunnar. En hún mun ferðast og finna alla að lokum, og bóluefnið virðist ekki ætla að vera kraftaverkið sem var lofað, hvorki í virkni né útbreiðslu. Svo loka-opna-loka-opna sirkusinn heldur áfram til vors, og þá kemur sólin og leysir sóttvarnaryfirvöld af hólmi. Og þau fá svo fálkaorður og annað gott.

(Fyrirvari: Er hér bara að tala um norðlægar slóðir, t.d. Ísland, Danmörk, Holland og þess háttar, þar sem árstíðarsveiflur bæði kórónaveira og flensu virðist fylgjast sæmilega að.)

Það mætti kannski segja að þar sem ástandið er "best" í dag, t.d. í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, þar sé það í raun verst, því fólkið "á inni" að fá veiru, og bóluefnið er ekki að fara koma strax, né virka sem skyldi.

Geir Ágústsson, 2.2.2021 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband