Mánudagur, 1. febrúar 2021
Um áhrif hópamyndana í heitum pottum á útbreiðslu SARS-CoV-2
Þar til fyrir tæpu ári síðan voru sóttvarnaraðgerðir byggðar á umfangsmiklum rannsóknum þar sem harka aðgerðanna var vegin upp á móti ávinning og óbeinum afleiðingum.
Þetta breyttist í fyrra.
Síðan í fyrra hafa sóttvarnaraðgerðir flestra ríkja verið byggðar á ágiskunum, tilraunastarfsemi og jafnvel því að gera þær auðskiljanlegar frekar en gagnlegar. Þannig eru takmarkanir um ákveðinn lágmarksfjölda fermetra á hvern viðskiptavin í verslun ekki byggðar á neinu öðru en að "gera eitthvað".
Auðvitað eru til sóttvarnaraðgerðir sem eru hvort tveggja í senn áhrifaríkar og einfaldar, t.d. að mæta ekki lasinn eða með sjúkdómseinkenni til vinnu eða á tónleika. Einnig er hægt að færa rök fyrir því að glænýrri veiru þurfi að mæta tímabundið með óvenjulega harkalegum aðgerðum á meðan menn kortleggja áhættuhópa og athuga virkni þekktra lyfja og forvarnaraðgerða. En síðan ekki sögunni meir.
Það sést best hversu handahófskenndar sóttvarnargerðirnar eru að bera saman mismunandi aðgerðir mismunandi ríkja. Af hverju eru ekki öll ríki að beita sömu aðgerðum? Af hverju má fara í skóla í ríki A en ekki B þótt smit, dauðsföll og annað séu keimlíkar stærðir? Af hverju er eins metra regla hér og tveggja metra þar? Af hverju má kaupa áfengi en ekki skó, fara til læknis en ekki klippingu?
Hin fjölbreytta flóra aðgerða í mismunandi ríkjum virðist svo samt skila árangri - á sama tíma! Ég hef bent á það áður hvernig seinasta vor var allt í einu tíminn þegar fjölbreyttar sóttvarnaraðgerðir fjölmargra evrópskra ríkja fóru að "virka". Var hægt að þakka aðgerðunum, eða veðrinu?
Og nú tæpu ári eftir að menn fóru fyrir alvöru að skoða nýja veiru þá er búið að kortleggja áhættuhópana, þróa forvarnaraðgerðir gegn bæði alvarlegum veikindum og skaðlegum langtímaafleiðingum, finna margar skilvirkar lyfjameðferðir og meira að segja bólusetja elsta fólkið.
Má þá ekki fara að slaka á og hætta að henda fílhraustu fólki út úr heita pottinum? Fjöldatakmarkanir í sund eru hvort eð er bara handahófskenndar "gera eitthvað" aðgerðir.
Óþarfa leiðindi við starfsfólk sundlauga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.