Sóttvarnir eru ekki persónubundnar

Stundum er talað um að sóttvarnir séu, eða eigi að vera persónubundnar. Það eru þær samt ekki. Samkomutakmarkanir sem koma í veg fyrir gleðilega viðburði eins og brúðkaup og íþróttamót eru ekki persónubundnar. Ekki er í boði að labba út í apótek og prófa sig á korteri fyrir veiru þótt tæknin sé til staðar og varningurinn í boði. Ekki er í boði að vega það og meta hvort hittingur sé áhættunnar virði - að lifa lífinu og hætta á smit eða drepa sálina smitlaus.

Tveggja metra reglur og þrýstingur á grímunotkun eru fyrirmæli að ofan, ekki val einstaklinga.

En vonum að það vori snemma í ár. Nú þegar nýjabrumið er að falla af SARS-CoV-2 þá fer hún að detta í flokk landlægra kóróna-veira sem allar eru árstíðabundnar og ófréttnæmar.

veira-sol

(Heimild.)


mbl.is Hafa áhyggjur af því að fólk gleymi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Minn líkami, mitt val" er dauð hugmynd núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2021 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband