Mánudagur, 25. janúar 2021
Engin mörk?
Allir sem byggja hús þurfa að lúta mjög mörgum ákvæðum í deiliskipulagi [...] Menn geta haft skoðun á því hvort hver og ein ákvörðun sé of íþyngjandi, en það er eðli deiliskipulags að það er íþyngjandi, segir Pawel Bartozek, borgarfulltrúi.
Hressandi hreinskilni en umhugsunarverð.
Eignaréttur er varinn í stjórnarskrá. Ekki má skerða hann nema til komi bætur. Með veigamiklum undanþágum þar sem er ein vegur þungt: Deiliskipulagið!
Augljós dæmi finnast í miðbæ Reykjavíkur. Þú opnar verslun og treystir á áframhaldandi umferð (viðskiptaforsenda) keyrandi viðskiptavina sem leggja fyrir utan hurðina hjá þér. Viðskiptaforsendur þínar byggjast hreinlega á slíkum ytri römmum. En hvað gerist? Deiluskipulagið breytist! Bótalaust! Og þú situr eftir, veinandi og grátandi örlítill minnihluti, og færir verslun þína í Ármúlann, á eigin reikning eftir taprekstur á upphaflega staðnum. Eða ferð á hausinn, auðvitað.
Lóðasvelti sveitarfélaga losnar aðeins og fólk kaupir. Þú sérð fyrir þér verönd eða rósarunna. En nei, deiliskipulagið segir að á þinni lóð þurfi að vera berjarunni! Þú trúir ekki þínum eigin augum en færð að vita að það er eðli deiliskipulags að það er íþyngjandi.
Það eru engin mörk, að því er virðist. Getur deiliskipulag sagt þér að mála húsið þitt bleikt, þakið þitt rautt, að þú þurfir að hafa blikkandi jólaljós á húsinu allan ársins hring, að í stað túnsins þurfi að koma hellur eða í stað malbiks þurfi að koma mold? Eru einhver mörk? Einhver dómsmál? Einhverjar kvartanir sem dómstólar tóku alvarlega?
Eða er hægt að gera hvað sem er við hvern sem með deiluskipulaginu? Ég spyr því ég veit það ekki og hef ekki séð dæmi um annað en að deiluskipulagið hafi leyst af stjórnarskránna, enda íþyngjandi í eðli sínu, ólíkt stjórnarskránni.
Berjarunni samrýmist stefnu borgaryfirvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er svo galið að það á heima í farsa. Fyndnast finnst mér að það þufi að drösla sláttuvél í gegnum stofuna til að slá flekkinn, nú eða láta hana standa þar og taka upp eins og tvo fermetra af þessu frímerki, sem enginn sér svo nema eigandinn.
En við verðum jú að beygja okkur undir eitthvað er í eðli sínu íþyngjandi, hvað sem stjórnarskrá. Deiliskipulag sem ekki er íþyngjandi getur ekki kallast deiliskipulag og því þarf að gæta þess að það sé það við gerð þess.
Maður heyrir næstum skella í hælum.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 22:04
Það eru allskonar hlíðninámskeið í gangi. Opinberir aðilar geta gert nákvæmlega það sem þeim sýnist. Valdníðslan hjá byggingasviði Reykjavíkurborgar er með eindæmum. Ég þekki það af eigin reynslu. Hvers virði er stjórnarskráin ef það er ekki farið eftir henni. Það féll dómur á þann veg að það er í lagi að taka sparifé almennings með valdi og afhenda spilafíklum vegna þess hversu þjóðfélagslega mikilvægt það væri. Ekki er eignarrétturinn hátt skrifaður þar. Algeng rök fyrir þessu er að fólk kann ekki með eigið fé að fara. Mér sýnist meira að segja sjálfstæðismenn réttlæta þetta.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 25.1.2021 kl. 22:08
Sæll Geir.
Mér hefur alltaf virst að það sem gengur undir nafnin deiliskipulag
hafi með það eitt að gera að
deila til þeirra sem bjóða hæst.
Húsari. (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 07:49
Þegar ég fer á stjá á netinu get ég vissulega fundið dæmi um að sveitarfélög séu gerð afturreka með deiliskipulag jafnvel þótt til standi að troða umferðargötum í bakgarða fólks eða reisa stóra turna sem taka í burtu sólarljósið en jeminn það er vinna, og sveitarfélögin spyrna fast við fótum!
Dæmi: https://uua.is/urleits/91-2008-midbaer-selfoss/
Deiliskipulagðið getur líka verið notað til að hindra fólk í að gera smávægilegar breytingar - á húsum sem standa nú þegar! Eins og að hækka loftið. En með því að kaupa lögfræðinga og sérfræðinga og standa í endalausum samskiptum er hægt að stækka eldhúsið aðeins með því að "hækka hluta þaks og gera þrjá kvisti á eldra húsi":
https://uua.is/urleits/27-2006-heidargerdi/
Geir Ágústsson, 26.1.2021 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.